Tuesday, February 19, 2013

Febrúarmánuður stút fullur af skemmtilegheitum!


Ég get ekki sagt annað en að ég sé að uppfylla drauminn sem mig dreymdi alltaf þegar ég var lítil. Að fara sem skiptinemi var einhvað sem mig langaði alltaf til að gera, en einhverveginn bjóst ég nú samt aldrei við því að ég myndi láta verða að því. En hér er ég. Búin að vera í Malasíu í 7 og hálfan mánuð og sé sko alls ekki eftir því að hafa farið. Þetta er þó ekki alltaf auðvelt og oft langar mig ekkert meira en að fara bara aftur heim. Heim til elsku Íslands þar sem allt er svo rosalega venjulegt. Ég hef lært að meta Ísland svo miklu meira og komist að því hvað við höfum það ótrúlega gott heima á klakanum. En samt sem áður er þetta klárlega besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu og ég mæli eindregið með því að allir sem hafa tök á því að fara út sem skiptinemar geri það. Þetta er reynsla sem maður býr að alla ævi. Ég hef eignast aðra fjölskyldu sem mér er strax farið að hlakka til að koma og heimsækja, þótt ég sé ekki einu sinni farin heim.

En að allt öðru.
Á þessum rúma mánuði sem ég hef ekki skrifað hefur sko gerst alveg heill hellingur og meira en það, og auðvitað flýgur tíminn áfram. Finnst eins og janúar hafi byrjað í gær en samt er febrúar að verða búinn.
Fyrstu helgina í Febrúar fórum við fjölskyldan mín hérna úti og fullt af örðu indversku fólki saman í rútu til Kuala Lumpur.
Batu caves
Fyrsta stoppið var Batu cave,  en það er hof sem er inní helli. En þarna var líka markaður með fullt af alskonar fallegu dóti, því Thaipusam var nýbúið og ekki enþá búið að taka allt niður. En til að komast uppí þetta hof þurftum við að labba upp stiga sem hafði 272 þrep, og auðvitað vildi ég fara þarna upp og sjá hvernig þetta væri því ekki væri gaman að segjast hafa farið þangað en ekki klifrað upp. Þegar upp var komið var útsýnið ótrúlega fallegt og hefði ég getað verið þarna allan daginn.
Næst var farið á stað þar sem var verið að halda uppá Ponggal og var það allt tekið upp og sett í sjónvarpið. Þarna var samt ekki verið að sjóða hrísgrjón eins og við gerðum heima heldur bara dansatriði og sungið mikið. Skemmtilegt að segja frá því en ég sást í sjónvarpinu (eina ástæðan er því ég er talin frekar hávaxin hérna og hvít svo það er erfitt að týna mér).

Aðra helgina í febrúar var svo Chinese new year. Fólk var búið að segja mér rosalega mikið að þetta væri allt rosa stórt og flott þegar það er haldið uppá þetta hérna og mikið af flugeldum. En ég verð að segja ég varð fyrir vonbrigðum. Kannski var ég bara óheppin með fjölskyldu sem ég fór til, til að halda uppá þetta. En þetta stóð enganveginn undir væntingum eins og allir voru búnir að segja hversu æðislegt þetta væri. En það var samt auðvitað gaman að fá að sjá hvernig þetta er.
Sunnudagurinn 10 Febrúar var aðaldagurinn en þá kom Múnkur í heimsók til fjölskyldunnar sem ég var hjá og borðaði með þeim hádegismat. Svo komu fullt af fólki í heimsókn, krakkarnir fengu hellings ambátt og það var borðað mikið af kökum. Það var ekki fyrir en á mánudagskvöldinu þegar við fórum í BBQ til vina að ég sá nokkra flugelda, en þeir voru nú samt stór hættulegir því sumir þeirra sprungu á jörðinni. Já ég hélt mig bara inni á meðan!
Semsagt, áramótin heima á Íslandi eru eiginlega bara miklu fallegri og skemmtilegri.






Svo kom að því sem allir í fjölskyldunni minni hafa beðið eftir! Fjölskyldu brúðkaup.
Ég hef farið í óteljandi brúðkaup hérna úti, en það er oftast bara hjá vinafólki. En núna var komið að fjölskyldubrúðkaupi svo ég gat séð allan undirbúninginn og allar athafnirnar sem eru gerðar fyrir stóra daginn.

Á fimmtudaginn var fyrsta athöfnin, en þá fórum við heim til stelpunnar. Þar þar var verið að maka hana alla út í einhverju appelsínugulu, veit ekki alveg hvað það heitir en þetta er líka notað þegar að fólkið hérna úti er að biðja, þá setja þau smá doppu á ennið á sér. Og þurfti þetta að vera gert allt nákvæmlega rétt. Svo var auðvitað borðað og svo brunað heim.

Stelpan tilbúin fyrir athöfnina.

Verið að setja upp tré sem búið var að þvo, bera appesínugula  dótið á, setja nokkra rauða punkta eins og þau nota þegar þau biðja og festa laufblöð á það. Alltaf gert þegar fólk er að fara að gifta sig.


Föstudagsmorguninn héldum við til Klang, þar sem bræður host mömmuna eiga heima og einnig brúðguminn. Þegar við komum þangað var farið beint í það að elda, því við þurftum að elda fyrir í kringum 100 manns.
Um kvöldið fórum við svo heim til foreldra stráksins og var gert það sama við hann og var gert við stelpuna daginn áður, nema núna var sett miklu meira af þessu appelsínugula. (Þegar athöfnin var heima hjá stelpunni var alveg eins athöfn heima hjá stráknum á sama tíma, fyrri daginn var sett smá appelsínu gult og svo seinni daginn enþá meira, vonandi skiljið þið hvað ég meina). Eftir að strákurinn var orðinn vel appelsínugulur borðuðu allir og spjölluðu langt framm á nótt.








Laugardagurinn var svo brúðkaupsdagurinn sjálfur. Brúðkaupið var haldið í stórum sal og var frekar mikið af fólki komið saman þar. Byrjað var að blessa strákinn, og svo fór hann út að skipta um föt og þá kom stelpan og var gert það sama við hana. Hún fór svo og skipti úr trúlofunarsaree inu yfir í brúðkaupssaree ið. Þegar hún kom aftur inn fengu þau blessun frá foreldrunum og svo var sett upp hálsmenið með gullinu sem sýnir að þau eru orðin gift. Voru mikil fagnaðarlæti og fóru svo allir að borða. Auðvitað voru teknar endalausar myndir þarna líka eins og í öllum öðrum brúðkaupum af öllum gestunum með nýju hjónunum.
Sunnudaginn héldum við svo heim til Tapah. Allir frekar þreittir eftir fullbókaða daga. Þegar þangað var komið var dagurinn tekinn rólega, þangað til við héldum til Ipoh í mat hjá fjölskyldu stelpunnar. Þar var setið langt fram eftir nóttu og spjallað.

Mánudaginn svaf ég loksins út. Þreitt eftir langa daga og safna orku fyrir kvöldið því þá var wedding dinner.
Aftur var skellt sér í nýtt saree og haldið af stað. Við komum frekar snemma svo við gátum valið okkur gott borð sem var auðvitað fremsta borðið. Þegar brúðhjónin komu svo loksins fóru þau beint í að skera kökuna, skála í kampavíni og svo var farið að borða. Þarna var mikið af dansatriðum, bæði æfðir dansar og svo var dj inn líka að kalla upp fólk og láta það dansa. Ég á auðvitað svo æðislegan bróðir að honum datt það snildar ráð í hug að láta kalla mig upp, og þarna þýddi ekkert að segja nei. Svo ég og eldri hostbróðirinn þurftum að fara uppá svið að dansa. Já það var alveg frekar vandræðalegt. En við fengum mikið klapp sem var gaman :). Eftir að allir voru svo búnir að borða fóru allir út á golf að dansa og var það bara ótrúlega gaman. Um 1 leytið var svo haldið heim til stelpunnar og haft enþá meira gaman. Já ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið eitt skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef farið í hérna úti. En viti menn, í þessu brúðkaupi fengum við boðskort í annað brúðkaup. Já fólk gerir ekkert annað en að gifta sig hérna.
En þetta er febrúar mánuður hjá mér í grófum dráttum :). Auðvitað voru venjulegir dagar þarna inná milli sem einkendust bara af skóla sem eru ekki frásögu færandi því þeir eru bara orðnir of venjulegir.
En þetta er komið gott í bili. Megið endilega ef þið getið skilið eftir ykkur nokkur orð því það er svo gaman að lesa frá ykkur.
P.s. það er einhvað bras að setja inn myndir á þetta blogg svo ég reyni að setja fleiri myndir inn sem fyrst :)
-Hafrún Ýr.