
Monday, June 4, 2012
Styttist í stóra daginn.
Já tíminn flýgur áfram og er orðin virkilega stutt í brottför. En já eins og þið getið lesið er ég, Hafrún Ýr Halldórsdóttir að fara út til Malasíu í júlí og ætla að vera þar í heilt ár. Heilt ár frá öllu því sem að ég er vön í eitthvað svo rosalega framandi og nýtt. Fara í nýjan skóla, læra nýtt tungumál, búa hjá fólki sem ég þekki ekkert og eiga að kalla þau fjölskylduna mína.
Ég er alltaf spurð að því sama aftur og aftur, afhverju ertu að fara til Malasíu, akkuru ferðu ekki til einhvers lands sem þú þekkir betur? Og svarið er mjög einfalt mér langar að prófa eitthvað nýtt og ég held að þetta sér kjörið tækifæri. Mér hefur alltaf langað rosalega mikið að fara út sem skiptinemi og núna er draumurinn loksins að rætast.
Ég fékk þær ótrúlega góðu fréttir í dag að ég er komin með fjölskyldu úti, og mun ég búa í Arau Perlis sem er stutt frá landamærum Tælands.
Fjölskyldan mín er samansetta af pabba, Nazreen Baharin, mömmu, Munazirah Ramli, og tvem systrum, Iman Yazmeen sem er ári yngri en ég og Ixora Jazreel og hún er 8 ára.
Ég held að þetta sé komið gott í bili, skirfa meira til ykkar þegar ég hef frétt meira sjálfu um ferðina :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Úff ....
ReplyDelete