Thursday, July 26, 2012

Fleiri öruvísi hlutir..

Jáá.. ég get nú kannski ekki sagt að það hafi mikið gerst hjá mér síðan ég bloggaði seinast, nema ég byrjaði í skólanum á mánudaginn og jú athygglin hélt áfram. Allir horfa á mig hvar sem ég er og hvert sem ég fer. Ég lenti meira að segja í því þegar ég var að bíða eftir bapa þegar ég var búin í skólanum, að það komu 3 stelpur til mín, voru búnar að vera að veifa mér í soldið langan tíma þegar þær loksins þorðu að koma og reyna að tala við mig. Og þá hófust erfiðin, því þær reyndu að tala við mig á Malajísku en auðvitað skildi ég ekki orð og reyndi að segja eins vel og ég gat "Saya tak faham", sem þýðir "ég skil ekki" svo þær reyndu eins og þær gátu að tala sína litlu ensku, og með erfiðum gat ég útskýrt fyrir þeim að ég myndi heita Hafrún, væri frá Íslandi og yrði hérna í eitt ár. 
Allir kennararnir sem að kenndu bekknum mínum þennan daginn sögðu við krakkana að mér myndi greinilega leiðast rosalega mikið, því það var allt kennt á Malajísku og ég skildi ekki neitt, og sat því bara og horfði út í loftið allan daginn. Einn kennarinn spurði meira að segja bekkinn hvernig ég gæti lært ef ég skyldi ekkert? en ég veit ekki alveg hvað hann átti við. Og einmitt hjá þessum kennara sem var að kenna krökkunum Malay sem er tungumálið sofnaði ég í tímanum.. samt bara alveg óvart. 
Ég er samt ekki búin að fara fleiri daga í vikunni í skólann því ég er búin að vera hálf lasin síðan á mánudagskvöld, jáá.. maturinn og hitinn.. það er sko ekkert auðvelt að glýma við það tvennt.. hvað þá bæði í einum.

En jú, þar sem ég er nú öðruvísi heldur en allir aðrir hérna, vilja allir vera vinir mínir. 
Ein kínversk stelpa bauð mér að koma með sér í bíó á föstudaginn, og ég sagðist ætla að spurja fjölskylduna mína hvort ég mætti fara, en í rauninni langar mér bara ekki neitt til að fara. Svo ég sagði við hana að ég væri búin að vera svo stutt hérna og skyldi koma með henni seinna. Hún skildi það alveg svo vel að hún var aftur farin að spurja mig að því í gær, hvort ég ætlaði að koma með.. Og ég var orðin alveg ráðalaus hvað ég skyldi segja við hana, því það var alveg augljóst að hún skyldi ekki þegar ég var að fara í kringum hlutina og reyna að segja henni að mér langaði ekki að fara núna. Því ákvað ég að segja henni að fjölskyldan væri að fara að gera eitthvað saman á föstudaginn svo ég kæmist ekki með og yrði bara að koma seinna. Og henni fannst það allt í lagi þá, því ég yrði hérna í heilt ár og við gætum bara fundið annað tækifæri. En svo datt henni það snildar ráð í hug, að hún myndi bara hjálpa mér að spurja bapa hvort ég mætti koma með henni, já hún skildi ekki enþá að ég vildi ekki fara með. Og þá gat ég ekki lengur reynt að vera kurteis og fara í kringum hlutina, svo ég sagði það bara beint út við hana að ég væri búin að vera veik í 2 daga og ég ætlaði að vera með fjölskyldunni minni á föstudaginn! ég skyldi bara koma með henni seinna. 
Þá loksins fékk ég frið frá þessum endalausu spurningum hvort ég ætlaði ekki að koma með..

Þá daga sem ég hef ekki komið í skólann hafa krakkarnir farið til bapa ( hann er tónlistakennari í skólanum og pabbi minn hérna úti) og spurt hann að því hvar ég sé, og afhverju ég hafi ekki komið í skólann, hvort ég komi daginn eftir og þessháttar. Já mér líður bara eins og fræga fólkinu í Hollywood. Guð hvað ég vorkenni því fólki rosalega, því þetta er sko ekkert auðvelt! 

En ég held að þetta sé komið gott í bili, blogga næst þegar eitthvað meira hefur gerst :)
- Hafrún Ýr


Saturday, July 21, 2012

Öðruvísi hlutir

Þar sem að það hefur ekki beint gerst neitt nýtt síðan ég bloggaði seinast.. nema bara það að ég er eiginlega bara búin að vera heima allan tíman. Að þá datt mér í hug að segja ykkur kannski frá skrítnum hlutum sem að ég hef lent í síðan ég kom hingað.

Til að byrja með.. þá notar fólkið hérna oftast ekki hnífapör og er því bara borðað með puttunum og þá bara með hægri hendinni. En ef þau skildu nota hnífapör að þá er það ekki gaffall og hnífur, heldur gaffall og skeið!
Ég lenti í því um daginn, að þá fórum við og fengum okkur að borða í bæ hérna rétt hjá, og var rétt mér gaffal og skeið, og þá skildi ég loksins hvað það er miklu betra að nota bara puttana við það að borða hérna, því ég get ekki beint sagt að það hafi verið auðvelt að nota gaffal og skeið við að borða kjúklingalegg og hrísgrjón.

Annað sem að mér finnst rosalega skrítið og eiginlega bara óþægilegt er að við borðum aldrei saman hérna heima, eins og t.d. kvöldmat, þá borða ég oft bara ein eða með systrum mínum en það er alldrei öll fjölskylda. Og mér finnst það eiginlega bara soldið erfitt því heima á Íslandi skiptir það miklu máli fyrir mig að sitja með allri fjölskyldunni og borða saman kvöldmat og tala um hvernig dagurinn var hjá öllum.
Hérna er líka rosalega sjaldan eldaður matur, það er oftast bara farið á veitingarhús og keyptur matur og komið með hann heim eða við förum út að borða. Það var í fyrsta skipti í dag síðan að ég kom hingað til fjölskyldunnar sem að var eldaður matur heima, og samt er ég búin að vera hjá þeim í næstum því 2 vikur. Og ég get ekki sagt annað að þetta var líka lang besti maturinn sem ég hef smakkað hérna síðan ég kom til Malasíu!

Já svo má nú ekki gleyma hvernig klósettin og það allt er hérna! Hér notar fólk ekki pappír, heldur bara vatn til að skola sig. Það er ekki sturtubotn fyrir sturtuna heldur stendur maður bara á miðju baðherbergisgólfinu fer í sturtu þannig, svo baðherbergisgólfið er alltaf rennandi blautt!

Já það er mikið af hlutum sem eru öðruvísi hérna svo það er margt nýtt sem ég þarf að venjast og það tekur sko allt sinn tíma.

Mamma, Iman, ég og Ixora

En ég held að það sé komið nógu af skrítnu hlutunum hérna úti.

- Hafrún Ýr

Monday, July 16, 2012

Einum of mikil athyggli!

Úff! já ég get ekki sagt annað en að það hafi sko virkilega mikið gerst síðan ég bloggaði seinast!
En ef ég á á reyna að byrja á byrjuninni.. að þá á fimmtudaginn seinasta fór Irene frá minni fjölskyldu og gisti eina nótt hjá Kak Jah sem er Chapther forsetinn okkar, og svo fór hún á föstudaginn til sinnar fjölskyldu.
Á föstudaginn fór mamma ekki í vinnuna heldur þurftum við að fara í annan bæ með ömmu til læknis (já ég kalla þau mömmu og pabba og ömmu því ég veit ekki hvað þau heita :/ ) þannig ég var ekki ein heima þann daginn sem betur fer og fékk að skoða mig aðeins um.

Laugardaginn fór ég með einum kennara, sem vinnur líka fyrir AFS á svæðið þar sem að  Elenoru og borðuðum við hádegismat með henni og hennar fjölskyldu auk annara eins og t.d. Japönskum skiptinema og Kak Jah.

Og þegar við vorum búin að borða fór ég heim til Noru og mátti vera hjá henni þangað til um kvöldið. Mamma hennar vildu sýna mér alveg fullt af hlutum og fór hún t.d. með mig að smá fossi þar sem hægt er að fara og synda og leika sér, en við gátum það því miður ekki þarna því ég hafði engin auka föt og sulluðum við bara með löppunum í vatninu.


Þegar við vorum búin að skoða fossin fór hún með okkur í rosalega fallegan garð þar sem að Noru fannst rosalega skrítið að mætti veiða í vatninu en ekki synda en sætti sig svo loksins við það að hún mætti bara ekki synda í vatninu.
Kak Jah kom svo og sótti mig seinna um kvöldið og þar sem að hún rataði ekki alveg heim til Noru í mirkrinu sem að var komið, fór ég með mömmu Noru í veg fyrir bílinn á mótorhjólinu sem að þau eiga.. og það var soldið mjög skrýtið, að sitja aftaná og þurfa bara að reyna að halda jafnvagi fannst mér rosalega erfitt þar sem að ég sá ekki neitt heldur.

En svo á sunnudaginum fór ég með fjölskyldunni minni og ömmu í brúðkauð sem var ekki svo langt frá okkar bæ, og það er allt öðruvísi brúðkaup heldur en við erum vön.. Þarna kom saman fullt af fólki og borðaði, við sátum bara á gólfinu og auðvitað borðuðum við með puttunum eins og þau gera hérna. svo þegar við vorum búin að borða, þá komu nýbökuðu hjónin og sátu í öðru rími held ég með sínum nánustu og borðuðu, og þá fórum við. En Iman, eldri stelpan á heimilinu mínu sagði mér samt að svona eru brúkaupin vanalega ekki, þetta gæti verið svona ef að það hefðu ekki verið til miklir peningar því oftast væru brúðkaupin mjög vegleg og flott.
Seinna á sunnudeginum fórum við og keyrðum Iman á heimavist, þar sem hún ætlar að vera núna til að get einbeitt sér betur að stóru prófunum sem hún þarf að fara í, og það er rosalega skrítið að hafa hana ekki heima lengur en hún kemur samt heim um helgar, þannig ég hitti hana eitthvað áfram.
Á leiðinni heim frá því að keyra henni á heimavistina fórum við svo og sóttum nýju gleraugun mín og ég er rosalega sátt með þau :D

Jæja, svo er það dagurinn í dag. Ég fór með bapa í skólann í morgun og átti að vera með þeim í að syngja í kór. En þegar ég kom í skólann þá horfðu allir á mig, og sama hvert ég fór, þá voru allir að fylgjast með mér því ég er svo rosalega mikið örðuvísi heldur en þau. Og það vilja allir verða nýju bestu vinir mínir. Og þau ganga meira að segja stundum svo langt að þau bara draga mig út um allt svo að ég sé pottþétt með þeim. Ég veit ekki hversu oft ég fékk að heyra það í dag að ég væri með falleg augu og hversu mikið var blístrað á eftir mér þegar ég var að labba um með fólkinu. Og þetta var eiginlega bara sonna óþægilega mikil athyggli. Jú ég bjóst alveg við því að það yrði fylgst með manni og svona.. en guð minn góður! þetta var eiginlega aðeins of mikið. Ég sagði nokkrum hvað ég myndi heita, og allt í einu vissu allir hvað ég myndi heita.
En ég var semsagt, frá því klukkan 8 í morgun, og til hálf 5 að syngja eh lög sem að ég kann ekki og reyna að læra dansa við þau, því svo á morgun á ég að fara með þessum krökkum og sýna þetta einhverstaðar sem ég vissi ekki alveg hvar var, og ég get ekki beint sagt að mér hlakki til, væri eiginlega bara meira til í að vera heima, þar sem að ég kann ekki lögin og stend bara eins og kjáni og geri eins og þau :/

En ég ætla bara að vona að þetta reddist á morgun :) þangað til næst..
- Hafrún Ýr!

Tuesday, July 10, 2012

Fjölskyldan

Ævintýrið heldur áfram og ég er loksins komin til fjölskyldunnar minnar. Og það er bara frábært.
Get nú samt ekki sagt að það sé búið að ganga alveg eins og í sögu síðan við fórum af hótelinu í Kuala Lumpur og allir skiptinemarnir tvístruðust út um alla Malasíu. Ég og annar skiptinemi sem heitir Irene vorum kannski svo óheppnar.. eða já heppnar.. fer eftir því hvernig maður lítur á það. En þá komumst við ekki strax til okkar fjölskyldna og gistum saman eina nótt hjá öðru fólki áður en við fórum til minnar fjölskyldu. Þar gistum við í rosalega litlu húsi og fengum svo sannarlega að finna fyrir því hvað það getur verið heitt hérna í Malasíu. Við biðum við og biðum og tíminn leið rosalega hægt, og bjó kannski til meiri spennu og stress yfir að hitta mína fjölskyldu. Þarna áttum við að láta eins og heima hjá okkur, fá okkur að borða og fara í sturtu eins og við þurftum. En það var nú ekkert auðvelt því að þarna skildi okkur enginn. Því foreldrarnir töluðu enga ensku.
Loksins kom fjölskyldan mín og sótti mig, og þar sem að fjölskyldan Irene hefur ekki enþá getað sótt hana er hún búin að vera hjá mér og verður það þangað til hún getur farið heim til sín. 
Þegar við komum loksins heim þá fékk ég mitt eigið herbergi, sem er stórt og flott og með riiiiisastóru rúmi, miklu stærra en mitt heima á íslandi :p 
Fjölskyldan er rosalega almennileg og það er búið að vera rosalega gott að vera hérna þennan stutta tíma sem ég er búin að vera hérna. Það er samt rosalega skrítið að vera bara ein heima nánasta allan daginn því það eru allir í vinnu og skóla hérna nema ég og Irene. Þannig ég vona að það styttist í að ég fari að byrja í skólanum svo að dagarnir verði ekki svona tómir og lengi að líða.

Í dag þegar allir koma svo heim ætlum við að fara saman að kaupa simkort í simana svo hér eftir verð ég með Malasískt númer og svo er ég held ég líka að fara til augnlæknis og finna mér ný gleraugu því ég var nú svo heppin að mín brotnuðu rétt fyrir brottför frá Íslandi og ég tók ekki eftir því fyrir en ég var komin hingað út.

Eitt sem að er ótrúlega skrítið hérna úti, er að það eru ekki venjulegar sturtu hérna.. eða það sem við heima á Íslandi köllum "venjulegar". Í mörgum húsum notar fólk bara fötu og ausar yfir sig vatninu, og það köldu vatni. Hérna eru heldur engnir sérstakir sturtubotnar.. svo maður stendur bara á miðju baðherbergisgólfinu og fer í sturtu, svo öll baðherbergi eru rennandi blaut! En ég er samt svo heppin hérna að þá deili ég baðherbergi með litlu systir minni, og á okkar baði er venjulegt klósett, ekki svona gat í gólfinu eins og á flestum örðum stöðum og þar er líka sturta sem er nokkuð svipuð sturtunum heima nema gallin er að það kemur bara kalt úr henni.

Jæja.. það er komið gott af þessu í bili, þangað til næst..
- Hafrún Ýr

Friday, July 6, 2012

Mætt til Malasíu!

Jæja.. úff eftir sirka 16 tíma flug og 24 tíma ferðalag er ég loksins komin til Malasíu! Og vaaááá! þetta er svo aaallt öðruvísi en ég bjóst við !

En allavega. Þá byrjaði ferðalagið á því að fara uppá flugvöll rétt fyrir klukkan 6 morguninn 4 júlí. Og ég get eiginlega ekki neitað því að ég var virkilega stressuð fyrir þessari ferð og langaði bara eiginlega að hætta við. En hingað er ég komin.
Allir skiptinemarnir frá öllum heiminum sem eru að fara að eyða næsta árinu saman í Malasíu eru saman á hóteli núna og erum við á svona komunámskeiði. Og þetta er rosalega gaman, en mér finnst þetta líka rosalega erfitt því ég er strax farin að sakna allra heima :/ een.. ég ætla mér samt að endast út árið hérna :D
Þegar ég kom á hótelið í gær var byrjað að rigna.. Og við erum ekkert að tala um einhverja svona rigningu eins og heima á íslandi.. Nei við erum bara að tala um ekta rigningu þar sem er bara helt úr fötu yfir þig, og svo voru bæði þrumur og eldingar með svo þetta var soldið skrítinn sonna fyrsti dagur.
Á þessu svokallaða komunámskeiði erum við að læra um landið og hvernig þeirra menning er. Og það sem að hefur komið mér mest á óvart hingað til er að fólkið hérna borðar með puttunum ! :O

Í dag fórum við svo öll saman í bæjarferð og skoðuðum Kuala Lumpur og þetta er ótrúlega falleg borg. Og auðvitað þurfti að byrja svona úrhellins rigning á meðan við vorum að labba í bænum, svo við fengum að verða vel blaut. Við skoðuðum margt rosalega fallegt þarna og meðal annars voru þar tvíbura turnarnir.
Ég er orðin rosalega spennt en samt líka pínu stressuð þegar fjölskyldan kemur og sækjir mig á sunnudaginn, því í rauninni veit ég voðalega lítið um þau. Og það sem við fengum að vita í dag um Malasíska fjölskyldu og þeirra siði og húsin og sonna gerði mig enþá meira stressaða. En þetta hlýtur að reddast :D

En þar sem að klukkan er að verða hálf 1 hjá mér núna held ég að ég verði að hætta núna og reyna að koma mér að sofa, því það verður ræs á morgun og haldið áfram með námskeiðið og reynt að kenna okkur fleiri orð í Malasísku.

Selamat Malam!
- Hafrún

Monday, July 2, 2012

2 Dagar!

Jææja.. Það styttist og styttist í stóra daginn, ekki nema 2 dagar í brottför.
Ég get eiginlega ekki neitað því að það er komið alveg smá stress í mann en samt pínu spenningur með. Í rauninni veit ég ekkert útí hvað ég er að fara, en það var kannski í rauninni einmitt það sem ég vildi í upphafi.

Ég kann ekki stakt orð í tungumálinu sem að er talað þarna svo ég verð að reyna að bjarga mér á minni lélegu ensku og með táknmáli sem á örugglega eftir að vera erfitt svona fyrst.
Ég er að verða nokkuð spennt að hitta fjölskylduna mína, en held samt að það verði líka soldið erfitt svona fyrst. Þeirra siðir eru allt öðruvísi en okkar og ætla ég að reyna að aðlaga mig að þeim eins mikið og ég get, því jú, ég er nú að fara þangað út til að læra eitthvað nýtt!

Ferðlagið sem að ég mun leggja af stað í á miðvikudagsmorguninn aaaalein er alveg nokkuð langt og ég þarf að millilenda 2 sinnum á leiðinni til Kuala Lumpur. Ég er ekki frá því en að ég sé miklu meira  stressuð fyrir öllu þessu flugi og millilendingum heldur en öllu árinu í Malasíu.

En það er komið gott af þessu bulli í mér í bili.
Skrifa næst í nýja landinu!