Friday, July 6, 2012

Mætt til Malasíu!

Jæja.. úff eftir sirka 16 tíma flug og 24 tíma ferðalag er ég loksins komin til Malasíu! Og vaaááá! þetta er svo aaallt öðruvísi en ég bjóst við !

En allavega. Þá byrjaði ferðalagið á því að fara uppá flugvöll rétt fyrir klukkan 6 morguninn 4 júlí. Og ég get eiginlega ekki neitað því að ég var virkilega stressuð fyrir þessari ferð og langaði bara eiginlega að hætta við. En hingað er ég komin.
Allir skiptinemarnir frá öllum heiminum sem eru að fara að eyða næsta árinu saman í Malasíu eru saman á hóteli núna og erum við á svona komunámskeiði. Og þetta er rosalega gaman, en mér finnst þetta líka rosalega erfitt því ég er strax farin að sakna allra heima :/ een.. ég ætla mér samt að endast út árið hérna :D
Þegar ég kom á hótelið í gær var byrjað að rigna.. Og við erum ekkert að tala um einhverja svona rigningu eins og heima á íslandi.. Nei við erum bara að tala um ekta rigningu þar sem er bara helt úr fötu yfir þig, og svo voru bæði þrumur og eldingar með svo þetta var soldið skrítinn sonna fyrsti dagur.
Á þessu svokallaða komunámskeiði erum við að læra um landið og hvernig þeirra menning er. Og það sem að hefur komið mér mest á óvart hingað til er að fólkið hérna borðar með puttunum ! :O

Í dag fórum við svo öll saman í bæjarferð og skoðuðum Kuala Lumpur og þetta er ótrúlega falleg borg. Og auðvitað þurfti að byrja svona úrhellins rigning á meðan við vorum að labba í bænum, svo við fengum að verða vel blaut. Við skoðuðum margt rosalega fallegt þarna og meðal annars voru þar tvíbura turnarnir.
Ég er orðin rosalega spennt en samt líka pínu stressuð þegar fjölskyldan kemur og sækjir mig á sunnudaginn, því í rauninni veit ég voðalega lítið um þau. Og það sem við fengum að vita í dag um Malasíska fjölskyldu og þeirra siði og húsin og sonna gerði mig enþá meira stressaða. En þetta hlýtur að reddast :D

En þar sem að klukkan er að verða hálf 1 hjá mér núna held ég að ég verði að hætta núna og reyna að koma mér að sofa, því það verður ræs á morgun og haldið áfram með námskeiðið og reynt að kenna okkur fleiri orð í Malasísku.

Selamat Malam!
- Hafrún

3 comments:

  1. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  2. Gaman að lesa það sem þú hefur verið að skrifa Hafrún! :)
    Ég hlakka svoo til að fara til Sviss en er farin að fá smá stress!
    Vonandi verður þetta samt snilld hjá þér! :)
    - Edda Bára :D

    ReplyDelete
  3. skemmtilegt blogg hjá þér Hafrún mín... það verður gaman að getað fylgjst með þér þarna næsta árið. það verður mikið fyrir þig að læra næstu mánuði um menningu og nýja siði sem eru mjög ólíkir öllu því sem þú þekkir, en það er bara spennandi :)

    gangi þér vel elskan þú rúllar þessu upp eins og öllu sem þú gerir :*

    ReplyDelete