Ég get ekki sagt annað en að tíminn líði ekkert smá hratt hérna, þar sem ég er núna búin að vera í Malasíu í 77 daga. En finnst samt enganveginn þetta hafa verið svo langur tími.
En ég ætla bara að koma mér beint að efninu.
Á laugardaginn fór ég með indversku vinkonu minni henni Angelinu í kirkju, en hún er semsagt kaþólsk. En ég fór til hennar um 2 leytið, og höfðum við rosalega lítið að gera nema að sitja og spjalla, og þar sem að mamma hennar talar ekki ensku og skilur ekkert í ensku þurfti hún alltaf að vera að þýða á milli. En það var samt svo krúttlegt að sjá hvað mamma hennar var rosalega ánægð að hafa mig í heimsókn. En til að drepa tímann aðeins á meðan við vorum að bíða þangað til við gætum farið að gera okkur til fyrir kirkjuna fórum við smá út og hún sýndi mér akurinn sem er rétt hjá húsinu hennar og svo fórum við líka í heimsókn til frænku hennar sem talar mjög góða ensku. En allir í fjölskyldunni Angelinu voru rosalega forvitnir að vita allt um mig svo ég fékk ófáar spurningar þann daginn. En áður en við fórum aftur heim til Angelinu ákvað frænka hennar að gefa mér fullt af armböndum sem að myndu passa við kjólinn sem ég átti að fara í þegar við færum í kirkjuna, og verða þau geymd sérstaklega þangað til ég kem heim sem minning.
En þegar við komum aftur heim til Angelinu þá gátum við loksins farið að gera okkur til. Og ég verð að segja að ég er enþá að venjast því að það sé bara rosalega sjálfsagður hlutur að fólk fari bara í sturtu hérna hjá nánast hverjum sem er. T.d. um daginn þegar ég fór í brúðkaup með fjölskyldunni minn voru gestir í veislunni bara að baða börnin sín í miðju brúðkaupi. Fannst það mjög skrítið.
En svo ég haldi nú áfram að þá fór ég sem sagt í sturtu heima hjá henni, og fannst mér það frekar skrítið, sérstaklega þar sem það er ekki „venjuleg“ sturta þarna, heldur bara svona stór fata eða bali með vatni í og svo litíll pottur sem að maður notar til að ausa yfir sig vatni. Og þetta vatn verður að duga fyrir alla!
Svona eru sturturnar í mjög mörgum húsum í Malasíu |
Svo notar maður pottinn til að ausa yfir sig vatni |
Til að fullkomna dressið fékk ég líka svona punkt á milli augnanna og þá var ég tilbúin til að halda í messuna.
Þar sem þetta var kaþólsk messa og meðal annars á malajísku eða indversku skildi ég bara nákvæmlega ekki neitt hvað væri í gangi, en fylgdi bara Angelinu og gerði eins og hún. Og svo kom að altarisgöngunni, og þegar ég átti að fá oblátuna spurði presturinn mig hvort ég væri kaþólsk og ég sagði bara eins og er, nei ég væri lúthersk og þá tók hann oblátuna til baka og gaf mér bara blessun í staðin. Svo afþví að þetta var ekki venjulegur dagur í kirkjunni að þá fóru allir út og löbbuðu einhvern hring með kerti.
Eftir að messan borðuðu svo allir saman, og fengum hrísgrjón með kjúkling á bananalaufblaði. Var frekar skrítið en samt ótrúlega mikil upplyfun að prófa að borða af laufblaði, en þetta er víst mikið gert hérna.
Þarna vildu allir tala við mig og spurja mig endalausra spurninga. Hvað ég myndi heita, hvaðan ég væri, hvar ég myndi búa og hvað ég væri að gera í Malasíu voru mjög algengar spurningar.
Tilbúin í Indverska dressinu |
Ég og Angelina |
Kirkjan |
Ég við altarið |
Þegar ég kom svo heim fékk ég að vita að það væri ekkert vatn heima. Væri einhver bilun í gangi svo við kæmumst ekki í sturtu. Og þar sem að klukkan var svo margt og ég var jú búin að fara í sturtu hjá Angelinu var þetta allt í lagi. En svo kom sunnudagurinn og ekkert vatn enþá. Og ég get sagt ykkur að þetta var held ég versti dagur lífs míns! Guð minn góður. Þetta var skelfilegt. Og þennan dag var líka alveg sérstaklega heitt. Svo við enduðum á því að gista á hóteli bara svo við kæmumst í sturtu!
Mánudagurinn var svo bara frekar rólegur þar sem að það var frí í skólanum. Get ekki sagt að ég haf verið að hata það. Hef reyndar heldur ekkert farið í skólann alla vikuna þar sem að bekkurinn minn er búinn að vera í prófum svo ég hefði bara setið og beðið eftir að fara heim svo ég fékk bara að vera heima í staðin. Sem er bara búið að vera freeekar nice. Gat sofið til að verða 11 í staðin fyrir að vakna klukkan 6 í skólann.
Á þriðjudaginn fór ég svo í afmæli til einnar stelpu í bekknum. Og ég get ekki sagt annað en að mér finnist afmælin hérna frekar skrítin. Þar sem að fólk kemur bara, stoppar í svona hálftíma. BTW bara til að borða og fer svo. En þetta var samt rosalega gaman og eins og vanalega fékk ég rosalega margar spurningar frá öllum í afmælinu.
Í afmælinu Misyu |
En núna er ég bara að horfa á fótbolta með bapak og hlusta á hann lesa uppúr ensk-íslensku orðabókinni minni og það er bara nokkuð góð skemmtun. T.d. er hann að reyna að segja þakka þér fyrir en það hljómar eins „fakka fér fyr“ haha voðalega skemmtilegt. Hann fann samt eitt sem honum fannst auðvelt að segja „ vekjaraklukka“.
En þar sem ég er víst að fara í skólann á morgunn og á laugardaginn þá er þetta komið gott í bili.
- Hafrún
Myndin sem ég var búin að lofa af nýja hárinu |
Æ ekkert smá gaman að lesa bloggið þitt Hafrún og snilld hvað þú ert að upplifa skemmtilega og sérstaka hluti! :)
ReplyDeleteBíð eftir næsta bloggi! :)
-Sviss ;)
hahaha auðvelt að segja vekjaraklukka !!! snilld að baða sig bara í miðju brúðkaupi... er einmitt að fara í brúðkaup á næstunni ég ætti kanski bara að fá að skella mér í bað ;) en þú ert alveg endalaust flott í Indversku fötunum eins og alltaf í öllum þessu múnderingum ;) haltu áfram að vera dugleg að blogga það er svo gaman að lesa það :) Knús frá öllum á Sjónarhólnum, elskum þig :*
ReplyDeleteæh það er svo gaman að lesa frá þér og um alla þessa skringilegu hluti sem þú ert að upplifa :D svo margt framandi fyrir okkur hin sem eigum jafnvel aldrei eftir að upplifa þessa hluti hehe
ReplyDeleteÉg get ekki annað sagt en að ég öfundi þig svoldið af öllum þessum flottu múderingum sem þú færð að fara í, finnst þetta svo geggjað flottur fatnaður og þessir steinar/doppur á milli augnanna... ohh svo flott!!!
En haltu áfram að vera dugleg að skrifa um alla þessa hluti, alveg sama hversu hversdagslegir þeir virðast vera fyrir þig, þá er svo gaman fyrir okkur hérna heima að lesa um þá og gaman fyrir þig að geta átt stútfulla minningabók þegar þú kemur heim :D
Njóttu lífsins elsku yndislega mín!!!
Skilaðu kveðju frá okkur öllum!
P.s: Viktoría ætlar í flugvélina og fara til þín langt langt í burtu... svo segir hún ;)
Takk fyrir það. Gaman að vita að þið fylgist með mér :) jaá.. ég get ekki sagt annað en að þetta sé ótrúlega gaman að fá að upplyfa þetta allt, og þetta er sko allt saman þess virði !
DeleteEr samt farið að verða soldið erfitt að blogga þar sem mér er farið að finnast allt svo venjulegt hérna svo ég er alveg hætt að vita hvað ég á að skrifa haha en ég reyni samt að halda áfram að upplýsa ykkur um allt :)
Ég er búin að taka alveg fullt af myndum sem að er svo gaman að skoða aftur og verður ekkert smá gaman að sýna ykkur þegar ég kem heim :)
En já ég bíð sko spennt eftir Viktoríu væri alls ekki leiðinlegt að fá hana í heimsókn til mín í nokkra daga :)
Veistu hvað Hafrún !!!!! það eru allir að spyrja mig hvernig þessi sturta virkar ..... Baða sig allir upp úr sama vatninu hahahaha :D
ReplyDeleteHahaha.. þessi sturta virkar þannig að þú stendur á miðju baðherbergisgólfinu.. já það eru ekki sturtubotnar hérna svo allt baðherbergið er rennandi blautt.. og þetta kar eða hvað sem að þetta heitir er fyllt á kvöldin eða morgnanna er ekki alveg viss því það er ekki svona hjá okkur. Og þetta er semsagt allt vatnið sem að má nota til að fara í sturtu yfir daginn. Svo tekuru pottinn sem er ofaní og ausar yfir þig beint á gólfið og þarft að passa að nota ekki of mikið vant svo allir komist í sturt sirka 2 - 4 sinnum yfir daginn.. :) svona geturu útskýrt fyrir fólkinu hvernig sturtan virkar :D
Delete