Úff! já ég get ekki sagt annað en að það hafi sko virkilega mikið gerst síðan ég bloggaði seinast!
En ef ég á á reyna að byrja á byrjuninni.. að þá á fimmtudaginn seinasta fór Irene frá minni fjölskyldu og gisti eina nótt hjá Kak Jah sem er Chapther forsetinn okkar, og svo fór hún á föstudaginn til sinnar fjölskyldu.
Á föstudaginn fór mamma ekki í vinnuna heldur þurftum við að fara í annan bæ með ömmu til læknis (já ég kalla þau mömmu og pabba og ömmu því ég veit ekki hvað þau heita :/ ) þannig ég var ekki ein heima þann daginn sem betur fer og fékk að skoða mig aðeins um.
Laugardaginn fór ég með einum kennara, sem vinnur líka fyrir AFS á svæðið þar sem að Elenoru og borðuðum við hádegismat með henni og hennar fjölskyldu auk annara eins og t.d. Japönskum skiptinema og Kak Jah.
Og þegar við vorum búin að borða fór ég heim til Noru og mátti vera hjá henni þangað til um kvöldið. Mamma hennar vildu sýna mér alveg fullt af hlutum og fór hún t.d. með mig að smá fossi þar sem hægt er að fara og synda og leika sér, en við gátum það því miður ekki þarna því ég hafði engin auka föt og sulluðum við bara með löppunum í vatninu.
Þegar við vorum búin að skoða fossin fór hún með okkur í rosalega fallegan garð þar sem að Noru fannst rosalega skrítið að mætti veiða í vatninu en ekki synda en sætti sig svo loksins við það að hún mætti bara ekki synda í vatninu.
Kak Jah kom svo og sótti mig seinna um kvöldið og þar sem að hún rataði ekki alveg heim til Noru í mirkrinu sem að var komið, fór ég með mömmu Noru í veg fyrir bílinn á mótorhjólinu sem að þau eiga.. og það var soldið mjög skrýtið, að sitja aftaná og þurfa bara að reyna að halda jafnvagi fannst mér rosalega erfitt þar sem að ég sá ekki neitt heldur.
En svo á sunnudaginum fór ég með fjölskyldunni minni og ömmu í brúðkauð sem var ekki svo langt frá okkar bæ, og það er allt öðruvísi brúðkaup heldur en við erum vön.. Þarna kom saman fullt af fólki og borðaði, við sátum bara á gólfinu og auðvitað borðuðum við með puttunum eins og þau gera hérna. svo þegar við vorum búin að borða, þá komu nýbökuðu hjónin og sátu í öðru rími held ég með sínum nánustu og borðuðu, og þá fórum við. En Iman, eldri stelpan á heimilinu mínu sagði mér samt að svona eru brúkaupin vanalega ekki, þetta gæti verið svona ef að það hefðu ekki verið til miklir peningar því oftast væru brúðkaupin mjög vegleg og flott.
Seinna á sunnudeginum fórum við og keyrðum Iman á heimavist, þar sem hún ætlar að vera núna til að get einbeitt sér betur að stóru prófunum sem hún þarf að fara í, og það er rosalega skrítið að hafa hana ekki heima lengur en hún kemur samt heim um helgar, þannig ég hitti hana eitthvað áfram.
Á leiðinni heim frá því að keyra henni á heimavistina fórum við svo og sóttum nýju gleraugun mín og ég er rosalega sátt með þau :D
Jæja, svo er það dagurinn í dag. Ég fór með bapa í skólann í morgun og átti að vera með þeim í að syngja í kór. En þegar ég kom í skólann þá horfðu allir á mig, og sama hvert ég fór, þá voru allir að fylgjast með mér því ég er svo rosalega mikið örðuvísi heldur en þau. Og það vilja allir verða nýju bestu vinir mínir. Og þau ganga meira að segja stundum svo langt að þau bara draga mig út um allt svo að ég sé pottþétt með þeim. Ég veit ekki hversu oft ég fékk að heyra það í dag að ég væri með falleg augu og hversu mikið var blístrað á eftir mér þegar ég var að labba um með fólkinu. Og þetta var eiginlega bara sonna óþægilega mikil athyggli. Jú ég bjóst alveg við því að það yrði fylgst með manni og svona.. en guð minn góður! þetta var eiginlega aðeins of mikið. Ég sagði nokkrum hvað ég myndi heita, og allt í einu vissu allir hvað ég myndi heita.
En ég var semsagt, frá því klukkan 8 í morgun, og til hálf 5 að syngja eh lög sem að ég kann ekki og reyna að læra dansa við þau, því svo á morgun á ég að fara með þessum krökkum og sýna þetta einhverstaðar sem ég vissi ekki alveg hvar var, og ég get ekki beint sagt að mér hlakki til, væri eiginlega bara meira til í að vera heima, þar sem að ég kann ekki lögin og stend bara eins og kjáni og geri eins og þau :/
En ég ætla bara að vona að þetta reddist á morgun :) þangað til næst..
- Hafrún Ýr!
hahaha...
ReplyDeletespurning að fá þau til að segja þér nöfnin sín ;)
En annars skil ég vel að þig langi ekki að syngja og dansa eitthvað sem þú varst að heyra í fyrsta sinn fyrir framan einhverja ókunnuga :)
Gangi þér vel skotta og njóttu þín ;*
Svo gaman að lesa þetta hjá þér!
ReplyDeleteNjóttu þín í botn vinan! :)
kv. Rakel Svala
jæja það er að koma svolítið skrið á ævintýrið :) mikið að gerast...njóttu bara tímans í botn og skemmtu þér :) hlakka til að spjalla við þig á skype á morgun yndið mitt :*
ReplyDelete