Ævintýrið heldur áfram og ég er loksins komin til fjölskyldunnar minnar. Og það er bara frábært.
Get nú samt ekki sagt að það sé búið að ganga alveg eins og í sögu síðan við fórum af hótelinu í Kuala Lumpur og allir skiptinemarnir tvístruðust út um alla Malasíu. Ég og annar skiptinemi sem heitir Irene vorum kannski svo óheppnar.. eða já heppnar.. fer eftir því hvernig maður lítur á það. En þá komumst við ekki strax til okkar fjölskyldna og gistum saman eina nótt hjá öðru fólki áður en við fórum til minnar fjölskyldu. Þar gistum við í rosalega litlu húsi og fengum svo sannarlega að finna fyrir því hvað það getur verið heitt hérna í Malasíu. Við biðum við og biðum og tíminn leið rosalega hægt, og bjó kannski til meiri spennu og stress yfir að hitta mína fjölskyldu. Þarna áttum við að láta eins og heima hjá okkur, fá okkur að borða og fara í sturtu eins og við þurftum. En það var nú ekkert auðvelt því að þarna skildi okkur enginn. Því foreldrarnir töluðu enga ensku.
Loksins kom fjölskyldan mín og sótti mig, og þar sem að fjölskyldan Irene hefur ekki enþá getað sótt hana er hún búin að vera hjá mér og verður það þangað til hún getur farið heim til sín.
Þegar við komum loksins heim þá fékk ég mitt eigið herbergi, sem er stórt og flott og með riiiiisastóru rúmi, miklu stærra en mitt heima á íslandi :p
Fjölskyldan er rosalega almennileg og það er búið að vera rosalega gott að vera hérna þennan stutta tíma sem ég er búin að vera hérna. Það er samt rosalega skrítið að vera bara ein heima nánasta allan daginn því það eru allir í vinnu og skóla hérna nema ég og Irene. Þannig ég vona að það styttist í að ég fari að byrja í skólanum svo að dagarnir verði ekki svona tómir og lengi að líða.
Í dag þegar allir koma svo heim ætlum við að fara saman að kaupa simkort í simana svo hér eftir verð ég með Malasískt númer og svo er ég held ég líka að fara til augnlæknis og finna mér ný gleraugu því ég var nú svo heppin að mín brotnuðu rétt fyrir brottför frá Íslandi og ég tók ekki eftir því fyrir en ég var komin hingað út.
Eitt sem að er ótrúlega skrítið hérna úti, er að það eru ekki venjulegar sturtu hérna.. eða það sem við heima á Íslandi köllum "venjulegar". Í mörgum húsum notar fólk bara fötu og ausar yfir sig vatninu, og það köldu vatni. Hérna eru heldur engnir sérstakir sturtubotnar.. svo maður stendur bara á miðju baðherbergisgólfinu og fer í sturtu, svo öll baðherbergi eru rennandi blaut! En ég er samt svo heppin hérna að þá deili ég baðherbergi með litlu systir minni, og á okkar baði er venjulegt klósett, ekki svona gat í gólfinu eins og á flestum örðum stöðum og þar er líka sturta sem er nokkuð svipuð sturtunum heima nema gallin er að það kemur bara kalt úr henni.
Jæja.. það er komið gott af þessu í bili, þangað til næst..
- Hafrún Ýr
Hahaha gat í gólfinu.... ertu að grínast, ég er ekki alveg að sjá fyrir mér hvernig fólk notar svoleiðis klósett ;b knús og kossar :*
ReplyDeleteLúxus rúm sem þú ert með!
ReplyDeleteHeirðu já! ef ég ligg í því þversum er það næstum því jafn breitt og ég er stór! er ekkert að hata það sko :D
ReplyDelete