Til að byrja með.. þá notar fólkið hérna oftast ekki hnífapör og er því bara borðað með puttunum og þá bara með hægri hendinni. En ef þau skildu nota hnífapör að þá er það ekki gaffall og hnífur, heldur gaffall og skeið!
Ég lenti í því um daginn, að þá fórum við og fengum okkur að borða í bæ hérna rétt hjá, og var rétt mér gaffal og skeið, og þá skildi ég loksins hvað það er miklu betra að nota bara puttana við það að borða hérna, því ég get ekki beint sagt að það hafi verið auðvelt að nota gaffal og skeið við að borða kjúklingalegg og hrísgrjón.
Annað sem að mér finnst rosalega skrítið og eiginlega bara óþægilegt er að við borðum aldrei saman hérna heima, eins og t.d. kvöldmat, þá borða ég oft bara ein eða með systrum mínum en það er alldrei öll fjölskylda. Og mér finnst það eiginlega bara soldið erfitt því heima á Íslandi skiptir það miklu máli fyrir mig að sitja með allri fjölskyldunni og borða saman kvöldmat og tala um hvernig dagurinn var hjá öllum.
Hérna er líka rosalega sjaldan eldaður matur, það er oftast bara farið á veitingarhús og keyptur matur og komið með hann heim eða við förum út að borða. Það var í fyrsta skipti í dag síðan að ég kom hingað til fjölskyldunnar sem að var eldaður matur heima, og samt er ég búin að vera hjá þeim í næstum því 2 vikur. Og ég get ekki sagt annað að þetta var líka lang besti maturinn sem ég hef smakkað hérna síðan ég kom til Malasíu!
Já svo má nú ekki gleyma hvernig klósettin og það allt er hérna! Hér notar fólk ekki pappír, heldur bara vatn til að skola sig. Það er ekki sturtubotn fyrir sturtuna heldur stendur maður bara á miðju baðherbergisgólfinu fer í sturtu þannig, svo baðherbergisgólfið er alltaf rennandi blautt!
Já það er mikið af hlutum sem eru öðruvísi hérna svo það er margt nýtt sem ég þarf að venjast og það tekur sko allt sinn tíma.
Mamma, Iman, ég og Ixora |
En ég held að það sé komið nógu af skrítnu hlutunum hérna úti.
- Hafrún Ýr
hahaha æj annar menningarheimur. Það er bara skemmtilegt og fær þig til að meta það sem þú átt heima svo miklu betur :)
ReplyDeleteknús til þín elskulegust. Hlakka til að lesa meir :*
fyndið að þú þurfir að fara alla leið hinu megin á hnöttinn til að meta allt það góða heima, eins og t.d að borða saman :)elska þig og sakna þín :*
ReplyDelete