Dagurinn byrjaði samt bara eins og venjulegir skóladagar. Vakna klukkan 6, hoppa í sturtu, borða og klára að gera mig til fyrir skólan og leggja svo af stað um 7 leytir. Þegar komið er í skólann stillum við okkur upp í raðir og syngjum þjóðsönginn og múslimarnir fara með bæn og svo er stundum talað við okkur.. um eitthvað sem ég skil ekki enþá. En þar með lauk því venjulega þann skóladaginn. Og við tók hjá mér að bíða og bíða. Og halda aðeins áfram að bíða eftir ekki neinu! Já við gerðum voðalega lítið sérstakt yfir daginn annað en að sitja bara og tala saman og svo var borðað aðeins og svo haldið smá áfram að bíða og svo bara farið heim. En það sem að voru teknar margar myndir af mér þann daginn.. Já núna veit ég sko hvernig frægafólkinu líður það er alveg á hreinu! En það voru allir að koma til mín og spurja hvort þeir mættu taka myndir af mér og brosið var orðið vel frosið þegar ég loksins kom heim.
Tælensku stelpurnar sem langar alltaf svo mikið til að geta talað við mig, en þora því ekki því enskan þeirra er ekkert rosalega góð. |
En um kvöldið tók svo hleðslutækið á tölvunni minni uppá því að deyja, svo sunnudagurinn var tekinn í það að fara til Alor Setar og kaupa nýtt þar sem að ég held ég gæti ekki verið án þessarar elsku hérna úti. Og auðvitað kostaði það varla neitt bara eins og allt hérna eða einar litlar 60 RM sem er í kringum 2600 kr.
Þegar ég kom svo aftur heim með fjölskyldunni frá Alor setar kíkti ég aðeins út með vinkonu minni, og það var í fyrsta skiptið sem að ég fór eitthvað út bara með krökkum úr skólanum og ég get ekki sagt annað en að það hafi verið nokkuð góð tilfinning. Ekki það að mér líki illa við það að vera alltaf með fjölskyldunni, heldur bara að finna að manni sé treyst og ég þurfi ekki alltaf að hanga á eftir þeim.
Á mánudaginn og þriðjudaginn gerði ég ekkert annað í skólanum en að vera að æfa með kórnum þar sem að konungssonurinn (prinsinn) ætlaði að koma í skólann til okkar á miðvikudeginu. Og það átti allt að vera rosalega flott og fínt og fullkomið fyrir hann. Og það var rosalega gaman að vera á æfingum fyrir þetta því þar eignaðist ég fleiri vini :)
Miðvikudagurinn rann svo loksins upp með tilheyrandi tilhlökkun og spenning. Held ég hafi bara satt best að segja alldrei verið jafn hress í skólanum hérna eins og ég var þennan daginn :p En þegar komið var í skólann þurftum við eins og oft áður að byrja á því að fara að bíða.. og bíða pínulítið lengur. Spenningurinn var svo mikill í hópnum að það var enganveginn hægt að fá hann til að hafa hljótt. En svo loksins kom að stóru stundinni.
Okkur var hleypt inn í salinn og við fórum í það að koma okkur fyrir svo loksins labbaði prinsinn inn og dagskráin byrjaði. Allir byrjuðu á að svona hálf hneigja sig fyrir honum eða setja hendurnar saman og vísa upp í loftir og setja þær á nefið og hneigja sig svo aðeins fyrir honum.Við sungum svo 2 lög, eitt sem að ég var alveg búin að læra textann á og var þvílíkt stolt af mér að kunna utafnaf þar sem hann var á Malajísku. Og svo sungum við líka skólasönginn sem ég er alveg að verða búin að læra :D Þegar kórinn var svo búinn með sitt prógram fórum við út og röðuðum okkur í 2 raðir sitthvoru megin við innganginn og biðum eftir að prinsinn kæmi út svo við gætum gert svona salam við hann og konuna hans. Og skólastjórinn í skólanum vildi endilega að ég væri fyrst svo prinsinn myndi örugglega taka eftir því að það væri skiptinemi í skólanum. Get ekki sagt að það hafi verið lítið stressandi, þar sem við áttum líka að segja einhverja setningu sem ég veit ekki alveg hvernig er skrifuð og var alls ekki auðvelt að muna. En allavega, þegar prinsinn kom og var að heilsa mér að þá varð hann soldið hissa að sjá mig og spurði mig hvort ég væri í þessum skóla, svo ég held að hann hafi munað eftir mér síðan ég hitti hann fyrst sem var bara frábært :D.
Á fimmtudaginn byrjaði ég svo loksins í nýju tímunum mínum, en ég held að það hafi ekkert rosalega góð áhrif á bekkinn sem að ég er með í þeim tímum því það er enginn lærdómsfriður! En gengur samt miklu betur að læra enskuna fyrir mig með þeim heldur en með bekknum mínum svo það er allavega eitt sem er betra. Hef samt ekki enþá farið í Bahasa Melayu (Malajísku tíma) með form 2 eins og ég mun gera, þar sem alltaf hefur eitthvað komið uppá þegar ég hef átt að vera í þeim tímum.
Dagurinn í dag var svo rosalega rólegur bara, fór í 2 tíma held ég, gat samt lagt mig líka á meðan að ég var að bíða eftir að fyrsti tíminn byrjaði, já ég held ég bíði rosalega mikið í þessum skóla. Svo var verið að kveðja einhvern kennara sem er að fara að kenna í öðrum skóla svo það fóru allir í salinn í skólanum og voru að hlusta á ræður, en ég skildi svo mikið sem ekkert hvað var í gangi en Angelina (vinkona mín) reyndi að útskýra fyrir mér eins og hún gat. Svo fékk þessi kennari fullt af gjöfum, er ekki frá því en hann hafi fengið fleiri gjafir heldur en ég fæ á jólunum! Og þá var skóladagurinn bara búinn.
Fór þá bara á einhvern matsölustað með bapak ( komst að því í dag að ég er víst alltaf búin að skrifa þetta vitlaust en þetta er samt sagt bapa) og fékk ég hrísgrjón og kjúkling eins og oft áður.
Seinnipartinn rúlluðum við svo til Alor Setar og er ég núna bara stödd á hóteli að hafa það kósý með litlu systir minni hérna á meðan restin af fjölskyldunni er einhverstaðar að hlusta á einhverjar ræður með fullt af öðrum múslimum.
Á morgun fer ég svo í fyrsta skipti í messu hérna, en ég er að fara með Angelinu og er ég að verða rosalega spennt. Hún lét mig fá Indverskföt sem ég á að vera í og þetta hljómar bara allt rosalega spennandi og ég segji ykkur betur frá því í næsta bloggi :)
En eitt sem mér finnst ótrúlega fyndið í skólanum er hvað strákarnir reyna oft mikið til þess að ná athygglinni minni. Já það er oft margt reynt. Og mér dettur sérstaklega ein indversk strákagrúbba í skólanum í hug þegar ég fer hugsa um það, en alltaf ef að þeir sjá mig fara þeir að veifa eða kalla hæ til mín. Svo var það í dag í skólanum að ég sat með Angelinu og fleiri indverskum stelpum að þeir löbbuðu framhjá okkur og var þvílíkt horft á mig og brosað. En svo urðu ferðirnar alveg áberandi margar framhjá okkur og alltaf horfðu þeir þvílíkt vel og brostu haha. Eitthvað sem ég held að maður myndi ekki lenda í á Íslandi.
En þetta er komið gott í bili.. nokkrar myndir handa ykkur svona í lokin.
- Hafrún
Kökurnar sem voru borðaðar á Hari raya í skólanum |
Tilbúin og ofurspennt að fara í skólann á miðvikudaginn þegar prinsinn kom í skólann, Er btw komin með svona merki með nafninu mínu svo ég þarf ekki lengur að stafa það fyrir öllum! :D |
Svona eru fötin sem að konurnar biðja í.. alveg eins og eyrnapinnar! |
Ég og Nora á hari raya |
Ein af mörgum hópmyndunum sem að voru teknar af mér þennan daginn |
Í þessari byggingu er stofan mín |
Fullt af krökkum að syngja þjóðsönginn |
Inní einni slæðubúðinni |
Yndislegt.. hitta prinsinn og svona :)
ReplyDeleteog eyrnapinninn er frábær, eiginlega alveg rétt hjá þér að greyin eru eins og eyrnapinnar spurning líka hvort maður fengi ekki gasalegann valkvíða í þessari slæðubúð. Hrikalega mikið úrval hahaha.
Njóttu þín í botn kúturinn minn. Hlakka til að lesa næsta blogg
knús og kram og allt barasta úr rigningunni í reykjavík :*
hahahaha EYRNAPINNAR!!! :D þetta er alveg yndis!
ReplyDeleteGaman að heyra að þú ert komin í annað form til að læra enskuna betur og að það sé endalaust nóg af spennandi hlutum að gerast hjá þér :)
Verð nú eiginlega að segja að það er svoldið skrýtið að þú sért búin að hitta prinsinn í malasíu oftar en ég hef hitt forseta íslands á minni 28 ára ævi (eða alla vegna það sem ég man, sem er bara einu sinni) hahaha :Þ
æðislegt líka að heyra að þú sért að eignast helling af vinum
endalaust af knúsum og kossum frá okkur mæðgum :*
lOTS OF LOVE!!!
haha þetta á að vera L í lOTS en er bara líið L =LOTS OF LOVE
ReplyDeletehahahah þessar eyrnapinnagellur eru alveg met :D
ReplyDeleteen já skilaðiru ekki kveðju til prinsa litla frá mér :D ??
en ég hlakka til að lesa næsta blogg frá þér ;)
Berbincang dengan anda tidak lama lagi :D