Jæja.. Það hefur svosem ekki mikið gerst síðan ég bloggaði seinast. En ég ákvað samt að gefa ykkur smá update. Helgin var rosa fín. Gerðum reyndar ekki neitt! En það er svosem ágætt líka.. Leiddist reyndar frekar mikið, og er ekki frá því að mér hafi aldrei leiðst svona mikið síðan ég kom hingað. En það er víst bara eðlilegt að manni leiðist stundum. Jú það gerist nú líka á Íslandi.
Lenti samt reyndar í því á laugardagskvöldið þegar ég var að tala við mömmu á skype að þá hélt ég að tölvan mín væri að hrinja, og í panikkasti hringdi ég beint heim í mömmu því ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Og mikið djöfull er það dýrt að hringja! Jáá þarna komst ég svo sannarlega að því. En svo var hún bara einhvað að laga sig svo hún er enþá í góðu lagi. Vona að hún sé nú ekki að fara að gefast upp á mér þessi elska. Væri skrautlegt að þurfa að kaupa sér nýja tölvu hérna úti þar sem lyklaborðið á tölvunum er ekki eins. Er ekki alveg viss um að ég væri til í það.
Á mánudaginn og þriðjudaginn voru svo próf í skólanum. Reyndar bara 3 bekkur sem var í prófum en það þýddi samt að það voru eiginlega alldrei kennarar hjá okkur. Svo við sátum bara í skólastofunum frá þvi klukkan 8 til 2 að gera ekki neitt. Því báða dagana kom bara 1 kennari til að kenna krökkunum og annan daginn var hann ekki einu sinni að kenna svo það var bara setið og spjallað allan daginn. Skil bara enganveginn afhverju krakkarnir þurfa virkilega að fara í skólann þegar að þetta er svona.
En svo í dag komu nú fleiri kennarar og kenndu bekknum. Svo krakkarnir höfðu eitthvað að gera. En þá einmitt hafði ég aftur á móti ekkert að gera. Því ég geri ekkert hérna í skólanum sem er frekar sorglegt. Sit bara og horfi út í loftið allan daginn eða sef. Mjög svo góðir dagar!
En já eins og ég segji. Þá hefur bara ekkert gerst síðan ég bloggaði seinast nema bara þetta venjulega að fara í skólann á morgnanna, koma heim um 2 og leggja sig og reyna svo að finna sér eitthvað að gera þegar ég vakna svo aftur um svona 5 eða 6.
Hér er smá svona um lífið hérna:
• Það er soldið síðan ég fór að fá hrós frá ókunnugu fólki þegar ég fer út að borða með fjölskyldunni yfir að kunna að borða með puttunum. Og fæ þá að heyra að ég sé orðin „ein af þeim“.
• Það er hægt að borða vitlaust með puttunum, já maður þarf að læra vissa tækni við það.
• Fólkið hérna þarf að borða hrísgrjón minnst 1x á dag.. Stundum borðum við hrísgrjón 2 – 3 sinnum yfir daginn.
• Rigning, þrumur og eldingar er orðið daglegt brauð hérna. Þar sem núna er rigningartímabil að ég held.
• Fólk notar eiginlega alldrei bílbelti.
• Það gæti vel verið að ég sé búin að segja ykkur þetta allt saman áður. Ég bara man það ekki.
• Ég er búin að vera í Malasíu í 104 daga.
• 258 Dagar þangað til ég fer aftur heim til Íslands!
• Gengur mjög hægt að læra tungumálið. En það kemur vonandi.
Þangað til næst
Hafrún Ýr.
hahaha að borða með puttonum !!! það er sem sagt ekki eins og við gerum það hérna heima... ja ég reyndar hef aldrei borðað hrísgrjón með fingrunum það :/
ReplyDelete