Tuesday, November 6, 2012

Sumar og sól í Nóvember!


Jáá það er orðið soldið síðan ég bloggaði seinast. En ástæðan fyrir því er að bara sú að það hefur ofboðslega lítið gerst seinustu daga.
Í gær var reyndar komnir 4 mánuðir síðan ég kom hingað út. Alveg hreint ótrúlegt hvað tíminn líður hratt!
En jæja.. Svo ég komi mér bara beint að efninu. Að á fimmtudaginn í seinustu viku ætluðum ég og Nora að fara saman í sund. Sú ferð endaði ekki betur en svo að þegar ég var komin inní Kangar var komin rigning, og ekkert neitt lítil rigning! Guð sko. Við sáum ekkert út um rúðuna á bílnum þótt að rúðuþurkurnar væru á fullu. Og greyið Nora hjólaði heiman að frá sér og til Kangar svo hún var vel blaut eftir þessa æðislegu sturtu. En fyrst að þessi rigning var komin ákváðum við að beila á sundi. Já ég veit maður er í vatni þegar maður er að synda og smá rignig ætti ekki að gera neinum mein. En þar sem að við vorum svo hræddar um að það færu að koma þrumur og eldingar ákváðum við að fara bara að rölta í búðum. Sem var alveg fínt bara. Skelltum okkur svo á KFC og fengum okkur að borða og löbbuðum svo aftur í sundlaugina til að ná í hjólið hennar og svo fór ég bara á rútustoppistöðina og beið þar eftir rútunni minni. já ótrúlegt en satt var þetta í annað skiptið sem að ég fékk að fara ein með rútunni! Allt getur gerst.. Nei nei segi bara sonna.

En svo á föstudaginn var seinasti dagurinn minn í skólanum fyrir „sumarfríið“ því núna eru allir krakkarnir í bekknum mínum að taka próf. Svo ég þarf ekki að fara í skólann, sem er bara ótrúlega ljúft. Veit reyndar ekkert hvenar ég byrja aftur í skólanum. Bæði búin að heyra að það verði í endan á þessu ári og svo segja aðrir að það sé ekki fyrir en á næsta ári. En það hlýtur að koma einhverntíman í ljós. Annars verð ég bara í lengra fríi. Hefði svosem ekkert á móti því.

Á laugardagsmorguninn fór ég svo snemma inní Kangar til að hitta Noru og Salam. En ég og Nora vorum s.s að fara að hjálpa Salam með einhvað sem tengdist woodball. Vissum reyndar ekkert hvað við vorum að fara að gera og vorum ekki beint að nenna að vera þarna þar sem að klukkan var 9 á laugardagsmorgni! En þarna voru komin fullt af krökkum sem að Salam er að kenna og voru þau að fara að spila woodball. Og til að byrja með áttum við Nora að vera einhverskonar línuverðir. Kalla OB ef að boltinn færi útaf og setja hann svo aftur inná brautina. Það var eiginlega bara frekar leiðinlegt því að fólkið hljóp alltaf bara sjálft á eftir boltanum svo við höfðum ekkert að gera þannig á endanum fengum við bara sjálfar að prófa að spila sem var ótrúlega fínt. Vorum bara að fíflast eiginlega allan tímann og svo þegar við vorum búnar með allar brautirnar fengum við að vita að þetta hefði verið keppni! Vel gert það.. Hlógum mikið af því að ef við hefðum fengið að vita það aðeins fyrr hefðum við kannski reynt aðeins meira að vanda okkur, en ótrúlegt en satt lenti ég nú samt í 5 sæti og fékk verðlaunapening og fullt af einhverju dóti í vinnin. ( Ein sem er ofur stolt).
Við vorum svo búnar að þessu um svona 12 leitið og þá var dagurinn bara tekinn í leti. Alveg ótrúlegt hvað maður verður rosalega þreyttur í öllum þessum hita.

Um kvöldið fórum við svo á einhverja sýningu þar sem að host pabbi minn var með hóp af krökkum sem að hann var búinn að vera að kenna á hljóðfæri og voru þau með atriði þarna sem var rosalega flott. Var ofboðslega fjölbreytt sýning þar sem að fullt af hæfileikaríku fólki kom fram. Bæði fólk að syngja, spila á hljóðfæri og svo dansar og svona. Kom líka strákur sem að var að sýna listir með fótbolta sem var ótrúlega flott.

Fólk í woodball


Verðlaunin mín 

Fólkið sem var að sýna á sýningunni
Sunnudagurinn var svo tekin enþá fyrr heldur en laugardagurinn og vorum við komnar í Kangar um 8. Í þetta skipti áttu að vera pró fólk að spila og áttum við að vera að skrifa niður stígin þeirra og kalla OB ef boltinn færi útaf. Það var svosem allt í lagi líka. Eftir að hafa hjálpa svo til við þetta fengum við 50 RM fyrir helgina sem er alveg nokkuð gott. Þar sem að við vorum meira bara að hafa gaman af þessu.

Núna seinustu daga er ég svo bara búin að vera löt heima að gera ekki neitt þar sem ég er komin í „sumarfrí“ og hef voðalega lítið að gera þar sem að host systir mín er í prófum sem að skipta rosalega miklu máli þannig það fer allur tíminn í að hjálpa henni að læra. Svo sjónvarpið er nokkuð góður vinur minn þessa dagana.
Svo á föstudaginn er ég að fara til Ipoh til að halda uppá Indversku hátíðina sem ég var held ég búin að segja ykkur frá. En það er enþá allt voðalega óljóst hvernig næsti mánuður verður. Eina sem að ég veit er að ég verð ekki heima. Ef að planið sem er búið skella í fyrir okkur núna virkar ekki ætlar Chapter forsetinn minn að finna einhvað annað fyrir okkur að gera svo við þurfum ekki að hanga í Perlis allt fríið því það er ofboðslega lítið að gera hérna.. En núna held ég að ég sé búin að segja ykkur svona frá öllu sem hefur verið að gerast hjá mér seinustu daga.. svo þetta er bara komið gott í bili. Get ekki lofað því að það verði blogg neitt á næstunni þar sem ég veit ekkert hvernig næsti mánuður verður nákvæmlega


Einum of sátt með verðlaunin!





- Hafrún Ýr

2 comments:

  1. Vei! Loksins ætti ég að geta commentað hjá þér! :D
    frábært að það gangi svona vel þarna úti, öfunda þig stundum af því að vera þarna!! :D
    Verð nú samt að segja að ég hlakka smá til að fá þig bara hingað heim á Ísland, litla ;)

    Endilega að vera dugleg að blogga!!!!
    Saga

    ReplyDelete
  2. flott verðlaun :) hér er snarvitlaust veðurum hverja helgi... og þú bara í sumarfríi :/ not fear ;)hlakka til að lesa næsta blogg og fá að vita hvernig Hindúa hátíðin er :D
    knús frá öllum heima á klakanum :*

    ReplyDelete