Monday, December 3, 2012

Myndablogg!

Jáá.. Hérna kemur loksins myndabloggið handa ykkur! Og smá svona uppdate frá mér. En ég er s.s. enþá hjá Deepavali fjölskyldunni og verða þau vonandi nýja fjölskyldan mín. 
En á morgun er ég svo að fara til Kuala Lumpur með lest og veit ekki alveg hvað ég er að fara að gera þar. En svo á miðvikudaginn fer ég til Melakka á Mid stay camp og þar hitti ég ekki nema helminginn af skiptinemunum því okkur verður skipt upp í 2 hópa og seinni hópurinn verður svo seinna með sitt camp. Eftir campið fer ég svo beint til Perlis til að sækja dótið mitt og kem svo aftur hingað til Tapah á sunnudaginn. :)
En þetta er nóg í bili. Njótið myndanna !
- Hafrún Ýr
Nokkrir skiptinemar saman :)

Kampar

Svona eru rúturnar og strætóarnir í Ipoh.

Deepavali 

Þarna fer fjölskyldan mín einu sinni í viku að biðja.

Deepavali fjölskyldan <3

Það sem host systirin gerð fyrir Deepavali. Búið til úr hrísgrjónum.



Afmælisbarnið að mata mig af köku

Gat í nefið!

Fórum í brúðkaup

Ég og akka (systirin)

No comments:

Post a Comment