Monday, December 17, 2012

Stútfullir dagar!


Ég veit að ég hef ekki alveg verið að standa mig í að blogga uppá síðkastið, en það hefur bara verið svo bilað mikið að gera að ég hef bara ekki haft tíma til þess. Hef ekki einu sinni haft tíma til að skypa við foreldrana heima, og þá er nú mikið sagt.
En svo ég byrji nú bara..

Þriðjudagurinn 4. Desember.
Eftir að hafa vaknað virkilega snemma og verið á nálum yfir að missa af lestinni, að þá vorum við Ilaria mættar á Tapa road klukkan 9.20 tilbúnar til að taka lestina til Kuala Lumpur. Um 11 leitið vorum við svo komar í KL sentral og ég held þið getið ekki ýmindað ykkur hvað það var gaman og góð tilfinning að sjá hvítt fólk aftur! Svona án djóks. Við störðum virkilega eins og fólk hefur starað á okkur síðan að við komum hingað. En þetta vandist nú fljótt og eftir stutta stund vorum við hættar að kippa okkur upp við það.
Dagurinn minn fór svo bara mest allir bara í það að flakka á milli KLCC (mollið í tvíburaturnunum) og KL sentral. En við þurftum að bíða eftir fleiri skiptinemum sem komu seinna um daginn. Og var þá ekki leiðinlegt að setjast á starbucks og fá sér kaffi í öllum hitanum!
Um kvöldið fór ég svo til Nadine sem er skiptinemi frá þýskalandi og býr í Shah Alam og gistum við þar nokkrar skiptinemastelpur saman. En auðvitað var nú ekki farið beint snemma að sofa þar sem við höfðum svo ótrúlega mikið að tala um.

Miðvikudagurinn 5. Desember.
Var tekinn alltof snemma. Það ætti að vera bannað að þurfa að vakna svona snemma. En við vöknuðum s.s klukkan 5.30, eftir sirka 4 og hálfs tíma svefn. Drifum okkur í að pakka dótinu okkar aftur saman og þutum svo útá lestarstöð til að taka lestina til KL sentral þar sem við hittum 22 skiptinemana sem að voru að fara að vera með okkur á midstay campinu í Melakka. Þegar að við komum þangað fengum við að eins að skoða okkur um í hótelgarðinum en svo byrjuðu bara „tímarnir“ þar sem að við áttum að ræða um reynslurnar okkar og svona skemmtilegt. Læra nöfnin á öllum og fara í leikji. Rétt fyrir kvöldmat fengum við svo loksins lyklana af herbergjunum og gátum komið okkur aðeins fyrir, en um kvöldið var svo bara haldið áfram með „tímana“, áttum t.d. að leika mismunandi aðstæður í skólanum, og ræða um það hvernig það var að koma í skólana hérna. Og allir höfðu mismunandi reynslur. Seint um kvöldið var svo spjallað endalaust og vorum við að segja frá okkar löndum, hvernig hitt og þetta væri hjá okkur. Og voru ótrúlega margir spenntir að fá að vita um Ísland, og þá sérstaklega norðurljósin!

Fimmtudagurinn 6. Desember.
Dagurinn fór mest megnis í það að labba um miðbæjinn í Melakka og taka myndir út um all. Held að ein byggingin hafi verið kirkja sem að Portúgalir byggðu einu sinni. Og svo sáum við Rauðu kirkjuna og voru þetta rosalega flottir staðir. Við komum svo aftur á hótelið til að borða hádegismat og svo var aðeins skroppið í sundlaugina. Eitt sem að ég er samt ekki alveg að fýla hérna er að maður þarf að vera í stuttermabol og stuttbuxum þegar maður fer í sund, eða stelpurnar þurfa þess annars erum við of sexý. Auðvitað meiga strákarnir allt, bara því þeir eru strákar!
Við héldum svo bara áfram í leikjum og að spjalla um upplifunina hingað til. Og svo kom kvöldmatur. Eftir kvöldmatinn skelltu svo flest allir sér í sund aftur og var það ótrúlega gaman. Einn sjálfboðarliðinn og strákur frá Frakklandi tóku svo uppá því að vera með sund aerobic og var það ótrúlega fyndið. Um 12 leitið vorum við svo rekin í okkar herbergi þar sem að það var víst einhvað heljarinnar vesen kvöldið áður sem var frekar glatað.

Föstudagurinn 7. Desember.
Dagurinn fór frekar rólega af stað bara. Notuðum daginn mest í að tala um árbókina okkar og hvað við vildum að færi betur. Settum okkur markmið fyrir næstu mánuði og svo var bara haldið af stað til Kuala Lumpur. Þar sem við að við þurftum að kveðja alla skiptinemana. Nema ég og Nora fórum til Nadine aftur þar sem að við áttum ekki að fara í rútuna fyrir en daginn eftir.

Laugardaguirnn 8. Desember.
Næst var förinni heitið til Perlis með rútu, en fyrst þurftum við að taka 2 lestir og labba smá spotta með dótið okkar áður en við komum að rútustöðinni. En þarna vorum við, ég og Eleonora, einar í miðborg Kuala Lumpur. Og ég get ekki neitað því að ég var pínu smeik við að taka vitlausa lest eða rata ekki á rútustöðina. En allt tókst þetta á endanum og komum við til Kangar eftir 9 klst rútuferð.
Þegar við komum svo heim til Noru þá var búið að bjóða fullt af fólki í mat og búið að kaupa afmælisköku þvi hún átti afmæli um daginn. Og var þetta sonna smá óvænt handa henni. En hún var búin að vera veik allt campið svo fyrir henni var þetta bara alls ekki skemmtilegt.
Ég eyddi svo næstu dögum í perlis hjá Noru. Hitti gömlu host fjölskylduna mína (já ég er búin að skipta um fjölskyldu).

Fimmtudaginn fór ég svo með rútunni aftur til Ipoh, með allt mitt hafurtask þar sem indverska fjölskyldan kom og sótti mig. En áður en við fórum aftur heim til Tapah fórum við í eina jarðaför. Fórum svo í heimsókn til bróður host pabbans og var þar smá afmæli. Og var svo loksins haldið heim á leið til elsku Tapah...

Laugardagurinn 15. Desember.
Morguninn fór í það að pakka niður saree unum og fötum til skiptanna því við vorum að fara í brúðkaup í Klang, og þar sem að bræður host mömmunar búa þar ákváðum við að vera þar yfir nóttina.
Þetta var án efa lang skemmtilegasta brúðkaup sem að ég hef farið í hérna úti. Bara það að bræður mömmunar voru þarna með sínar fjölskyldur gerði þetta öðruvísi en hin brúðkaupin því þá þekkti ég fleira fólk, og svo voru dans og söng atriði þarna og við fórum og tókum fullt af myndum saman af okkur.
Eftir brúðkaupið fórum við svo heim og drifum okkur úr sareeonum og fórum beint út aftur að fá okkur að drekka. Var ekki leiðinlegt þar sem við vorum hátt í 20 manns saman, en auðvitað ákvað myndavélin að verða batteríslaus þarna og ekkert hleðslutæki með.
Þegar við komum svo aftur heim til bróðursins sem við gistum hjá var farið í það að búa um og gera allt klárt fyrir svefninn.. en við sváfum öll inní sama herberginu og vorum 11 þar saman. Og var spjallað langt framm eftir nóttu. „frændinn“ tók svo uppá því að binda host bróðir minn og einn annan „frænda“ saman þegar þeir voru sofnaðir og var ótrúlega fyndið að sjá þá þegar þeir fóru svo að hreyfa sig.

Sunnudagurinn 16. Desember.
Ég gerði rosalega lítið þennan dag annað en að vera bara þreytt, borða og bíða eftir að fara heim. Litlu „frænkurnar“ fóru í það að reyna að kenna mér Tamil (indverskuna) og gekk það svona alveg ágætlega. Ég er farin að kunna nokkur orð. Svo um kvöldið fórum við bara aftur heim til Tapah.
Mánudagurinn fór í það að sofa út <3 og svo að þrífa því amman var að koma í heimsókn. Og svo sit ég hérna núna klukkan 2 um nótt og er að skrifa þetta blogg því ég hef bara ekkert annað að gera og get ómögulega sofnað. En ég held að þetta sé samt komið gott. Hef ekki frá neinu meiru að segja og efast um að það sé einhver enþá að lesa þetta því þetta er orðið svo langt. Get ekki sett neinar myndir með því það er enþá vesen á netinu.. vonast til að geta sett á facebook bráðum.
En þangað til næst..
- Hafrún Ýr

No comments:

Post a Comment