Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt! Eftir 3 daga er kominn febrúar og en mér finnst eins og árið hafi byrjað í gær og ég hafi komið hingað til Malasíu í fyrradag! Styttist í að ég verði búin að vera hérna í 7 mánuði og þá eru bara 5 mánuðir í heimkomu.
En að allt öðru. Seinustu vikur hafa verið þéttskipaðar hjá mér af skóla, skóla og aðeins meiri skóla og svo alls konar uppákomum með fjölskyldunni.
En svo ég byrji nú að segja ykkur aðeins frá janúar, að þá byrjaði ég auðvitað í skólanum, kynntist fullt af nýjum krökkum sem að hjálpa mér rosalega mikið að reyna að læra tungumálið og skilja hvað er að gerast í skólanum.
Laugardaginn 12 janúar fór ég svo í þennan kínverska hádegismat sem ég var búin að segja ykkur frá. Ég get svo svarið það að það var ekkert nema kínverskt fólk þarna, ég held að ég hafi verið eina manneskjan þarna sem að ekki kunni að borða með prjónum.
Fyrst til að byrja með komu fullt af einhverjum köllum og töluðu auðvitða kínversku svo ég skildi ekki neitt. Og svo kom maturinn, jaá 7 réttir takk fyrir takk á hvert borð. Hélt þau ætluðu aldrei að hætta að bera í mann matinn.
Sunnudaginn 13 janúar vöknuðu allir rosa snemma og fóru í hofið nema ég og „systirin“, við fengum að sofa aðeins lengur og svo var haldið til Ipoh í heimsókn til „ömmunnar“ því hún átti afmæli.
Þangað mættu öll systkini host pabbans og var þetta bara eins og ættarmót.
Um kvöldið fórum við svo að gera allt tilbúið fyrir Ponggal, en það þurfti að setja sykurreyrar fyrir framan húsið og skreyta allt með laufblöðum.
.JPG) |
Host pabbinn að gera tilbúið fyrir Ponggal |
 |
Kalai að höggva sykurreyr |
Mánudaginn 14 janúar fékk ég svo frí í skólanum til að geta haldið uppá Ponggal með fjölskyldunni, en ponggal þýðir sæt hrísgrjón.
Við vöknuðum snemma og fórum beint út til að elda hrísgrjónin fyrir utan húsið okkar þegar sólin kæmi upp. Við þurftum svo að bíða þangað til að mjólkin myndi sjóða uppúr því það átti að þýða einhvað rosalega gott.
Eftir að þau voru svo tilbúin borðuðum við bara og var þetta ekkert svo rosalega ósvipað hrísgrjónagraut nema bara miklu miklu sætara.
.JPG) |
Ponggal |
Seinnipartinn var svo farið í hofið og gert það sama.
.JPG) |
Ég og host amman |
.JPG) |
Ponggal |
Vikan var svo bara ofboðslega róleg og helgin líka. Vorum bara heima og ég lærði og lærði, metnaður í hámarki hérna!
Svo byrjaði skólinn bara aftur á mánudeginum, var svo frí á fimmtudeginum, skóli á föstudeginum og svo komið langt helgarfrí. Eða alveg fram á mánudag.
Ég satt best að segja man bara ekkert hvað við gerðum á föstudaginn, en það hefur ekki verið merkilegt fyrst að ég man það ekki.
.JPG) |
Stelpur úr bekknum, Kínverskar og Orang Asli |
Laugardaginn 26 janúar fórum við svo í trúlofunarveislu og var það ekkert smá flott og fallegt allt saman. Þegar við komum var verið að blessa stelpuna í bak og fyrir og var hún hendandi hrísgrjónum hægri vinstri. Svo þurftum við að bíða og bíða eftir stráknum. Þegar hann loksins kom voru fullt af konum sem að báru allskonar gjafir handa stelpuni, föt sem hún átti að fara í, hringana þeirra, ávexti, súkkulaði og margt fleira. Þegar búin var að blessa strákinn í döðlur komu elstu pörin í sytthvorri fjölskyldunni saman og gáfu hvort öðru stelpuna og strákinn, svo fjölskylda stelpunnar gaf hana til fjölskyldu stráksins og svo öfugt. Næst voru hringarnir settir upp og svo fóru allir að borða og auðvitað var tekið fullt af myndum.
.JPG) |
Stelpan sem var að trúlofa sig |
.JPG) |
Ég og kærasta Kveins |
.JPG) |
Þau að fá blessun frá eldra fólkinu |
 |
Skiptast á blómum |
 |
Gjafirnar sem hún fékk |
 |
Konurnar að koma með gjafirnar |
Sunnudagurinn 27 Janúar var Thaipusam!
Ég veit ekki alveg hvernig ég get lýst þessari upplifun, því þetta var allt saman ótrúlega skrítið. Já nú er sko hægt að segja að sjón er sögu ríkari! Ég á bara ekki til orð yfir þessu öllu saman.
En svo ég reyni nú að útskýra aðeins fyrir ykkur að þá um 10 leytið fórum við á stað þar sem fullt af fólki var saman komið og var verið að spila á trommur þar, og verið að stinga spjótum í gegnum kinnarnar á körlum. En þá höfðu þessir menn gert waw árið á undan, beðið mikið til guðs t.d. ef einhver var veikur í fjölskyldunni og þegar þeir gerðu wawið að þá sögðu þeir að ef þessi manneskja verður frísk að þá myndi þeir láta stinga spjótunum í gegnum munnin og ganga í hofið. En áður en þeir gátu gert það þurftu þeir að fasta í mánuð og gera alskona hluti. Svo þegar á öllu þessu stóð fóru á trans og guðinn kom í þá. Ég veit ekki hvernig ég get útskýrt þetta betur, en þetta er sú útskýring sem að ég fékk. En auðvitað var misjafnt hvernig waw fólk gerði. Sumir báru mjólk til guðsins í hofinu, þá löbbuðu þau vissa vegalengd á tánum með ílát fullt af mjólk á hausnum. Aðrir rökuðu af sér hárið og svo enn aðrir létu stinga í gegnum munnin og hengja á sig króka.
Um kvöldið fórum við svo til Ipoh og þar var allt miklu klikkaðara. Þar voru spjótin miklu stærri og þar voru líka menn sem að drógu vagna á eftir sér sem voru festir í bakið á þeim með krókum. Við vorum samt ekki allan tíman þarna en þegar við fórum heim klukkan 2 um nóttina voru enþá að koma vagnar í hofið þar sem mennirnir voru að fara að fá blessunina. Já þessi dagur var mjög svo skrítinn og ég hef ekki enþá fundið réttu orðin til að lýsa honum almennilega.
 |
Um morguninn |
 |
Verið að bera mjólk |
 |
Hann bar þetta alla leið í hofið |
 |
Búið að stinga í gegnum munnin á þessum (Ég sá þegar það var gert) |
 |
Þessi var með ágætlega stórt spjót í gegnum munninn |
 |
Búið að hengja á hann lime með krókum |
 |
Var verið að fara að stinga í gegnum munninn |
 |
Einn bar þetta í hofið í Ipoh |
 |
Spjót í gegnum munninn |
 |
Trommukallarnir, var svona hópur með hverjum manni sem gerði waw |
 |
Hann dró vagn á eftir sér sem var fastur í bakið á honum með þessum krókum |
 |
Þetta spjót var í gegnum munnin á honum |
 |
Sést betur hér |
 |
Þarna var einn vagn sem maðurinn dró á eftir sér, var festur með krókum í bakið á honum |
Mánudagurinn 28 janúar var líka Thaipusam, en samt allt öðruvísi. Dagurinn fór bara í rólegheit heima með fjölskyldunni en svo um kvöldið fórum við í hofið. Og þá var verið að koma með einn guð þangað. Guðinn sem að Thaipusam er haldið fyrir. Og var hann fluttur á milli staða í vagni sem var fullur af ljósum og dreginn á eftir vél sem líktist dráttavél en var samt ekki dráttavél, eða allavega ekki eins og við notum í sveitunum heima. Svo var ferðast með hann á milli staða of farið út um allan bæ. Stoppað á fullt af stöðum þar sem fólk var að gefa mat og einhvað að drekka og þá gátu þau sem bjuggu á því svæði farið og beðið.
Já ég held að mér hafi bara tekist nokkuð vel að útskýra fyrir ykkur hvernig Thaipusam var hjá mér. Eitt það furðulegasta sem ég hef upplifað hérna í Malasíu en verður jafn framt eitt það eftirminnilegasta held ég.
 |
Guðinn að koma í hofið |
 |
Amma, einn guðinn (amma þíðir móðir) |
 |
Ég og host amman og afinn |
Næstu dagar og vikur verða svo áfram svona full bókaðar. Held að það sé meira en mánuður í að næsta helgi verði bara róleg helgi heima. Erum alltaf að fara að gera einhvað og búið að plana langt framm í tímann sem er bara frábært því þá hef ég sko meira en nóg að gera! :)
En ég held að þetta sé komið gott í bili. Þið meigi endilega skilja eftir ykkur nokkur orð því þau skipta mig rosalega miklu máli og þá er meiri áhugi hjá mér fyrir því að skrifa, því ég er jú að skrifa fyrir ykkur.
-Hafrún Ýr
Váá ! þvílík lífsreynsla !:)
ReplyDeleteÓtrúlega gaman að fylgjast með þér Hafrún :) Gaman að sjá hvað menningin er allt öðruvísi en hérna á klakanum :)
ReplyDeleteHlakka til að lesa næsta :)
Kveðja Perla
Vá, þetta er ekkert smá skemmtilegt.
ReplyDeleteÓtrúlegt að fá að fylgjast með þessu,
þetta er svo allt öðruvísi en allt hér á Íslandi.
Endilega haltu áfram að vera dugleg að segja okkur frá því hvað þú ert að bardúsa :)