Jaá ég held að það sé komin tími á eitt stykki blogg
kannski bara. Uppá síðkastið hef ég ekki haft neinn tíma til þess að blogga því
það hefur bara verið virkilega mikið að gera. En eins og ég segi ykkur í held
ég hverju einasta bloggi, þá er tíminn alveg ótrúlega fljótur að líða. Í dag
eru akkurat 9 mánuðir síðan að ég lagði af stað í þetta ævintýri og einungis 3
mánuðir eftir af því. Dagarnir sem ég á eftir hérna fara ört fækkandi og er
dagafjöldinn kominn niður fyrir hundra og gott betur en það jáá.. á ég bara 89
daga eftir hérna.
Mér hlakkar alveg virkilega mikið til að koma heim og ég
get bara eiginlega ekki beðið eftir því. Eeeen á sama tíma langar mig ekki að
fara. Tilfinningin er virkilega skrýtin og erfitt að lýsa henni. Því ég veit að
þegar ég fer heim er þetta ævintýri búið. Ég þarf þá að segja bless við nýja
lífið mitt hérna, nýju fjölskylduna, vinina og nýja „heimalandið“. En allt gaman tekur víst einhvern tíman enda. Það
er bara svoleiðis, svo markmiðið er að njóta tímanns sem ég á eftir hérna.
En að allt öðru. Skólinn gegnur bara sinn vanagang. Ekkert
nýtt hægt að segja um hann held ég. Bara að ég er virkilega heppin með bekkinn
minn því þau eru öll alveg æðisleg.
Bekkurinn minn. |
Í byrjun mars gerði ég voðalega lítið annað en að vera
bara heima. En svo föstudaginn 15 mars var komið að því sem ég var búin að vera
bæði spennt og stressuð fyrir. Að fara til orang asli fjölskyldu í 2 vikur. En Orang
asli eru semsagt eins og frumbyggjar Malasíu. Þeir voru fyrsta fólkið sem bjó í
landinu áður en allt malajíska, indverska og kínverska fólkið kom hingað. En þegar
að þau öll komu flúðu orang asli inní skóg og hafa búið þar síðan. Sem segiru
ykkur bara eitt. Ég var að fara að búa inní skóg í 2 vikur, án símasambands,
netsambands, sturtu, klósetts og bara jáá.. án alls sem að maður er vanur að
hafa í sínu dags daglega lífi!
Við vorum 6 skiptinemar saman í einu þorpi, og þegar við
komum þangað var allt dimmt og frekar drungalegt og langaði ekkert okkar að
vera þarna. Vorum bara öll ákveðin í því að vilja fara heim. En það var bara
ekkert í boði, svo við héldum af stað, öll í sína fjölskyldu. Ég var samt
heppin því að það var önnur stelpa frá Frakklandi sem að var í sömu fjölskyldu
og ég svo ég var ekki alveg ein.
En þegar við komum svo í húsið sem við áttum að vera í brá okkur ekkert smá mikið. Við íslendingar myndum sko ekki kalla þetta hús fyrir 5 aura. Þetta var rétt svo fokheldur kofi sem að þau bjuggu í. Engar hurðar í húsinu, hálfir veggir og svo lengi mætti telja áfram. En við ákvaðum að reyna bara að gera gott úr þessu, hugsa jákvætt og hafa gaman.
Fljótlega eftir að hafa komið þangað fór við bara að sofa, klukkan var orðin margt og við vorum öll í hálfgerðu sjokki bara.
En þegar við komum svo í húsið sem við áttum að vera í brá okkur ekkert smá mikið. Við íslendingar myndum sko ekki kalla þetta hús fyrir 5 aura. Þetta var rétt svo fokheldur kofi sem að þau bjuggu í. Engar hurðar í húsinu, hálfir veggir og svo lengi mætti telja áfram. En við ákvaðum að reyna bara að gera gott úr þessu, hugsa jákvætt og hafa gaman.
Fljótlega eftir að hafa komið þangað fór við bara að sofa, klukkan var orðin margt og við vorum öll í hálfgerðu sjokki bara.
Hús í þorpinu |
Inní húsinu sem ég var í.. |
Eldhúsið |
Sturtan |
Yngri host bróðirinn |
Laugardagurinn fór mest allur bara í það að reyna að hafa
einhver samskipti við fjölskylduna því að þau töluðu enga ensku, og við
rosalega litla malajísku svo það reyndi mikið á þolinmæði frá báðum hliðum ef
við ætluðum að reyna að skilja hvort annað. Seinni partinn fórum við svo í brúðkaup,
já það skiptir ekki máli hvert ég fer, eða í hvernig fjölskyldu ég er hérna, ég
er alltaf í brúðkaupum! Þegar heim var komið var haldið bara áfram að reyna að
skilja hvort annað og svo var farið snemma að sofa.
Brúðkaupið |
Á sunnudeginum vöknuðum við virkilega snemma og var
förinni haldið í Tapah (sem er bærinn þar sem að ég bý í núna) þar sem að við
vorum að fara að taka þátt í einhverri fjólublárri göngu, og þar átti líka að
vera einhverskonar athöfn þar sem að var verið að afhenda okkur skiptinemana
til Orang asli fjölskyldnanna. Þetta var rosalega ómerkilegt fannst okkur og
gerðum við lítið annað en að sitja allan tímann. En það var samt fínt því þarna
voru hinir skiptinemarnir líka sem fóru í önnur orang asli þorp svo í heildina
vorum við 14 skiptinemar svo það var nóg hægt að tala!
Þegar við komum svo aftur í þorpið fórum við skiptinemarnir saman í göngutúr og enduðum á því að fara að veiða með nokkrum asli vinum. Við erum samt ekki að tala um að fara að veiða með veiðistöng eða neti, nei við vorum að fara í það að grípa fiska. Ég lét mér nú nægja bara að horfa á og taka myndir. Þegar við vorum þarna sáum við svo 2 sporðdreka og var okkur ekkert alveg sama þegar við þurftum svo að labba heim aftur, vitandi að það eru allskonar dýr þarna í kringum veginn.
Þegar við komum svo aftur í þorpið fórum við skiptinemarnir saman í göngutúr og enduðum á því að fara að veiða með nokkrum asli vinum. Við erum samt ekki að tala um að fara að veiða með veiðistöng eða neti, nei við vorum að fara í það að grípa fiska. Ég lét mér nú nægja bara að horfa á og taka myndir. Þegar við vorum þarna sáum við svo 2 sporðdreka og var okkur ekkert alveg sama þegar við þurftum svo að labba heim aftur, vitandi að það eru allskonar dýr þarna í kringum veginn.
Fjólublái dagurinn |
Einn sporðdrekinn sem að við sáum, og einn asli vinurinn tók hann með heim til sín. |
Ávextir |
Verið að veiða |
Grípa fiskana |
Mánudagsmorguninn fórum við svo með fjölskyldunni til
Kampar á morgunmarkað og í smá verslunarferð. Þegar við komum svo aftur í
þorpið fórum við skiptinemarnir bara saman í ánna sem að var þarna hliðiná og
sátum þar það sem eftir var af deginum á steinum og spjölluðum um allt milli
himins og jarðar.
Kampar |
Skiptinemar frá þýskalandi, og frakklandi |
Þriðjudaginn fór ég og stelpan frá Frakklandi, hún Oriane
og svo önnur stelpa frá þýskalandi með fjölskyldunni minni og Oriane til
Cameron highland. Þegar við komum þangað var allt alveg ótrúlega fallegt. Og loftið
svo kalt. Eða kannski ekki beint kalt heldur bara svona sumar evrópuloft og
fengum við allar hálfgerða heimþrá þarna. En við byrjuðum á því að skoða Te
akur sem var rosalega flottur og var svo að sjálfsögðu farið og fengið sér te
sem var ræktað þarna. Næst var farið á bee akur og keypt hunang og svo haldið
aftur heim.
Hanaslagur |
Áin sem við vorum alltaf í |
Þvo fötin í ánni |
Á fimmtudeginum fór svo Oriane aftur til baka til host
fjölskyldunnar sinnar svo ég var ein eftir í orang asli fjölskyldunni, en það
var allt í lagi, ég var farin að geta haft ágæt samskipti við fjölskylduna og
það voru fleiri skiptinemar í þorpinu svo mér var ekki að fara að leiðast. Dagarnri
voru mikið farnir að einkennast af því að sitja bara með skiptinemunum í ánni
því það var alls ekki mikið að gera í þessu þorpi og máttum við lítið fara því
við þekktum ekki þetta umhverfi og fjölskyldurnar hræddar um okkur.
En ævintýrið var þó ekki búin og ég sko alls ekki hætt í því að lenda í skrítnum hlutum. Ó nei langt því frá. Svo ég segi ykkur nú aðeins frá því að þá sváfum við alltaf undir moskídóneti. En þessa nótt vaknaði ég og brá heldur betur þegar ég sá frekar stóra eðlu hangandi í þessu neti, ekki utaná því heldur INNÍ ÞVÍ! Ég var ekki lengi að henda mér út úr rúminu og bíða bara þangað til einhver vaknaði til þess að taka hana í burtu því ekki þorði ég því.
En ævintýrið var þó ekki búin og ég sko alls ekki hætt í því að lenda í skrítnum hlutum. Ó nei langt því frá. Svo ég segi ykkur nú aðeins frá því að þá sváfum við alltaf undir moskídóneti. En þessa nótt vaknaði ég og brá heldur betur þegar ég sá frekar stóra eðlu hangandi í þessu neti, ekki utaná því heldur INNÍ ÞVÍ! Ég var ekki lengi að henda mér út úr rúminu og bíða bara þangað til einhver vaknaði til þess að taka hana í burtu því ekki þorði ég því.
Svona eðla var í rúminu! |
Svo byrjaði seinni vikan og var hún öll rosalega róleg. Gerðum
lítið annað en að vera bara í ánni og tala öll saman. En svona er lífið hjá
þessu fólki bara, það gerir rosalega lítið á daginn og er þetta líf alltof
einfalt fyrir minn smekk. Ég gæti ekki búið svona lengi.
En svo á þriðjudeginum gerðum við loksins einhvað af viti.
Þá fórum við að skoða helli og vorum við nú ekkert alltof spennt fyrir því til
að byrja með en ákváðum nú samt að fara, bara til að komast svona aðeins út úr
þorpinu. En þetta var samt alveg ótrúlega skemmtilegt. Þegar við komum þangað
byrjuðum við á að labba alveg endalausar tröppur og var það bara fín hreyfing. Þegar
við komum svo að endanum hugsuðu allir bara shiit! Þurfum við að labba þessa
stiga til baka líka? En svo virstist ekki vera. Við renndum okkur niður brekku,
hoppuðum niður um holu og þá vorum við komin einhvert undir í þessum helli þar
sem var rennandi vatn og ekkert ljós. Við vorum sem betur fer með nokkur
vasaljós því annars hefðum við ekki komist neitt. Við urðum alveg rennandi
blaut þarna því stundum var bara 1 meters til lofst, jáá ef það var nú svo hátt
og þurftum við þá að skríða í vatninu. En þetta var samt allt saman virkilega
skemmtilegt.
Eftir að við vorum komin út úr hellinum fórum við næst að skoða Kellie castle, en hann var byggður af evrópubúa og var hann rosalega flottur.
Eftir að við vorum komin út úr hellinum fórum við næst að skoða Kellie castle, en hann var byggður af evrópubúa og var hann rosalega flottur.
Miðvikudagurinn var svo bara rólegur, eyddum honum mest
öllum í ánni þar sem þetta var seinasti dagurinn sem við gátum farið þangað og notuðum
við tækifærið og fórum að synda þar, eða allavega strákarnir. Við stelpurnar
ætluðum bara að sitja og horfa á, en það endaði samt með því að þeir skvettu
ekkert smá mikið á okkur svo við hefður alveg eins getað farið bara útí með
þeim.
Fimmtudagurinn fór svo í það að kveðja alla og þakka fyrir
okkur því nú var haldið aftur heim. Miðað við hvað það var gott að koma aftur
heim til host fjölskyldunnar get ég eiginlega ekki ýmindað mér hversu gott það
verður að koma aftur heim á klakann. En það var þó eitt leiðinlegt við að fara
aftur til baka, og var það að kveðja alla skiptinemana. Þetta var alveg
æðislegur tími með þeim og er þetta einmitt fólkið sem skilur mann 100% því það
er að ganga í gegnum akkurat það sama og maður sjálfur.
Seinasti dagurinn okkar saman. Hópurinn sem ég var með nánast alla daga Þýskaland, Ísland, Frakkland, Þýskaland |
Fjölskyldan sem ég var hjá |
Verið að þakka fyrir okkur. |
Þorpið sem við vorum í |
Eftir að ég kom svo heim hefur lífið bara haldið áfram
sinn vanagang. Fór í eitt brúðkaup til viðbótar á seinasta föstudag og svo bara
áfram í skólanum og hafa það notalegt með fjölskyldunni. Í næstu viku er ég svo
líklega að fara til vinkonu minnar í Kuala Lumpur í nokkra daga og er orðin
mjög spennt fyrir því.
En ég held að það hafi nú ekki verið neitt fleira í bil.
Kveðja úr Malasíu
No comments:
Post a Comment