Friday, June 7, 2013

2 mánuðir í "stuttu" máli!

Obbosíí! Það er orðið aaalltof langt síðan að ég bloggaði seinast.. og á þessum tíma hefur líka gerst alltof margt!
Lesandi góður, ef þú ert ekki tilbúin/nn til að lesa langt blogg, þá geturu alveg eins hætt að lesa strax því ég get lofað þér því að þetta verður lang.
En svo ég komi mér nú að efninu..

Apríl mánuður var nokkuð rólegur mánuður hjá mér. Ég ferðaðist svo mikið sem ekki neitt held ég og fór bara í skólann eins og venjulega og var svo bara heima. En það var samt sem áður einhvað meira spennandi sem að einkenndi þennan mánuð heldur en bara dags daglegt líf. Það voru kosningar frammundan, og margt sem þurfti að gera fyrir stóra daginn. En þar sem að fjölskyldan mín er flækt í pólitík hérna úti fékk ég að sjá betur hvernig þetta er allt saman hérna. Því miður verð ég samt að segja að ég er alls ekki hlint því hvernig hlutirnir eru gerðir hérna, þar sem flokkarnir kaupa kjósendurna bókstaflega til að fá þeirra atkvæði. Ég veit um mörg dæmi þar sem að kjósendur komu til frambjóðendanna og sögðu þeim hvað þeim vantaði t.d. í húsið sitt, og var þá bara minnst mál að fara og kaupa þessa hluti fyrir þau. En nóg um það, þetta var allt saman upplifun og sá ég hvað sumir hlutir eru miklu betri heima.


Maí mánuður gekk í garð með þvílíkri tilhlökkun!
Ég byrjaði mánuðinn á því að læra eins og brjálæðingur þar sem ég var að taka 2 fög í fjarnámi og var orðið virkilega stutt í prófin. Voru þau svo að sjálfsögðu tekin með trompi og get ég ekki sagt annað en að ég sé bara mjög sátt með útkomuna!

Loksins var komið að dansæfingunum og loka campinu skiptinemunum (veit ekki hvaða íslenska orð er best fyrir þetta) og var mikill spenningur í að hitta alla aftur eftir langan tíma.
Frá 16 – 23 maí vorum við öll í mismunandi host fjölskyldum út um alla Kuala Lumpur en hittumst á dansæfingum þar sem að við vorum að æfa marga mismunandi dansa, eins og indverskan, kínverskan og svo nokkrar gerðir af malajískum dönsum sem við áttum svo að sýna á Farwell dinnernum okkar.
Þessir dagar voru mjög góðir þar sem við fengum tíma öll saman og gátum kynnst enþá betur, og svo eftir æfingarnar höfðum við smá tíma til að skoða okkur um í Kuala Lumpur. Og var ég búin að læra lestarkerfið utanaf eftir þessa daga get ég sagt ykkur!




Ég og Victor frá Texas






Loka campið okkar var svo á litlu hóteli langt frá öllu. Sumir náðu ekki einu sinni símasambandi. Hótel herbergin voru eins og pínulitlir kofar, og get ég ekki sagt annað en að þetta minnti nú soldið mikið á tímann þegar ég fór til Orang asli fjölskyldunnar í mars. En þetta var samt ótrúlega skemmtilegur tími. Við kynntumst ekki bara hvort öðru betur, heldur fengum við líka tíma með krökkum sem eru í 18+ prógrammi. Veit ekki alveg hvernig er best að lýsa AFS campi, nema bara að þetta var ótrúlega gaman. Ef einhver skiptinemi er að lesa þetta þá veistu eflaust hvað ég meina!


Ég og Joeri frá Belgíu






Farwell dinnerinn okkar, var rosalega merkilegur fyrir AFS í Malasíu, því þau voru einnig að halda uppá að hafa verið hluti af AFS í 55 ár. Svo það var komið mikið af merkilegu fólki þarna, eins og tildæmis AFS forsetinn.
Það var mikið stress í kringum þetta kvöld, allir búnir að leggja mikið á sig til að láta þetta kvöld verða sem skemmtilegast.
Það var ótrúlega gaman að dansa fyrir framan allt þetta fólk og sýna þeim hvað við vorum búin að læra mikið á þessum stutta tíma sem við í rauninni fengum og tókst rosalega vel hjá öllum. Það sem að mér fannst nú samt skemmtilegast við þetta kvöld var, að eftir miðnætti átti ég afmæli svo allir sungu fyrir mig og fékk ég svo risastór hópknús frá öllum og var hoppað með mig í hringi uppá sviðinu og sungið aftur og aftur. Svo var restinni af kvöldinu eitt með skiptinemunum og var það alveg ótrúlega gaman. Dagurinn eftir eða sjálfur afmælisdagurinn minn var nú ekki alveg eins skemmtilegur þar sem að við þurftum þá að kveðja alla. Því við vissum ekki hverja við myndum hitta aftur áður en að við förum aftur heim, og sumir fara fyrr heldur en aðrir og svo eru heldur ekki allir að fljúga heim á sama tíma.

Ég, Josh og Susanne, bæði frá Þýskalandi.

Steffan og Jan frá Þýskalandi



Leonie frá Þýskalandi

Jade frá Frakklandi





AFS forsetinn






Vikan leið og ekkert merkilegt gerðist fyrir en seinustu helgina seinustu helgina í maí eða fyrstu helgina í júní, veit ekki alveg hvort maður kallar þetta. Semsagt dagana 31 maí til 2 júní. En á föstudeginum fórum við í trúlofunarveislu sem var nú alveg ágætt. Ekkert nýtt svosem þar sem ég hef farið í nokkrar svoleiðis áður. Laugardeginum fórum við svo í wedding dinner sem er jú heldur ekkert nýtt, en eftir hann fórum við í heimsókn til fjölskyldu host pabbans og var þar öll fjölskyldan komin saman til að halda uppá afmæli eins ættingjans. Þegar strákurinn átti svo að skera kökuna var komið með aðra köku sem var fyrir mig, svo ég fékk enþá meiri afmælissöng og fékk að blása á kerti og mata fólkið af kökubita eins og er gert í öllum indverskum afmælum.



Sunnudagurinn kom svo, og var það eina sem að ég fékk að vita um þann dag að það væri matarboð heima hjá okkur, útaf hverju þetta mataboð væri fékk ég ekki að vita, eina ástæðan sem að ég fékk var að því ættingjarnir voru í heimsókn hjá ömmunni og afanum en fannst mér það nú ekki vera alveg trúleg ástæða. En hvað um það.. þegar allir voru að verða tilbúnir var kallað á mig en áður en ég fékk að fara út úr herberginu mínu var Kevin búinn að taka fyrir augun á mér og leiddi mig þannig inní stofu, þar sat Eleonora sem er skiptinemi frá Sviss og fékk ég þá að vita að þetta væri surprice afmæli fyrir mig og væru 2 aðrir skiptinemar á leiðinni! Komu svo Gabriela frá Argentínu og Hernan frá Venezuela. Ég held að þetta hafi bara verið besta afmæli sem ég hef átt hingað til. Kvöldinu var svo eitt í því að spjalla við skiptinemana og gestina og opna nokkra pakka.













En ég held að þetta sé komið gott í bili. Vonandi næ ég að skella inn einu bloggi áður en að ég kem heim, en það er orðið ansi stutt í heimkomu.


Kveðja frá Malasíu.
Hafrún.

1 comment:

  1. vá hvað er margt búið að vera að gerast hjá þér síðustu misseri... ennþá styttist í heimkomuna og ég get hreinlega ekki beðið, ég var búin að hafa áhyggjur af afmælinu þínu af því að við gátum ekki tekið skype, en það var greinilega ástæðuluast... góða skemmtun í Bangkok elsku yndið mitt ;)kossar og knús yfir hnöttinn :* <3

    ReplyDelete