Thursday, July 26, 2012

Fleiri öruvísi hlutir..

Jáá.. ég get nú kannski ekki sagt að það hafi mikið gerst hjá mér síðan ég bloggaði seinast, nema ég byrjaði í skólanum á mánudaginn og jú athygglin hélt áfram. Allir horfa á mig hvar sem ég er og hvert sem ég fer. Ég lenti meira að segja í því þegar ég var að bíða eftir bapa þegar ég var búin í skólanum, að það komu 3 stelpur til mín, voru búnar að vera að veifa mér í soldið langan tíma þegar þær loksins þorðu að koma og reyna að tala við mig. Og þá hófust erfiðin, því þær reyndu að tala við mig á Malajísku en auðvitað skildi ég ekki orð og reyndi að segja eins vel og ég gat "Saya tak faham", sem þýðir "ég skil ekki" svo þær reyndu eins og þær gátu að tala sína litlu ensku, og með erfiðum gat ég útskýrt fyrir þeim að ég myndi heita Hafrún, væri frá Íslandi og yrði hérna í eitt ár. 
Allir kennararnir sem að kenndu bekknum mínum þennan daginn sögðu við krakkana að mér myndi greinilega leiðast rosalega mikið, því það var allt kennt á Malajísku og ég skildi ekki neitt, og sat því bara og horfði út í loftið allan daginn. Einn kennarinn spurði meira að segja bekkinn hvernig ég gæti lært ef ég skyldi ekkert? en ég veit ekki alveg hvað hann átti við. Og einmitt hjá þessum kennara sem var að kenna krökkunum Malay sem er tungumálið sofnaði ég í tímanum.. samt bara alveg óvart. 
Ég er samt ekki búin að fara fleiri daga í vikunni í skólann því ég er búin að vera hálf lasin síðan á mánudagskvöld, jáá.. maturinn og hitinn.. það er sko ekkert auðvelt að glýma við það tvennt.. hvað þá bæði í einum.

En jú, þar sem ég er nú öðruvísi heldur en allir aðrir hérna, vilja allir vera vinir mínir. 
Ein kínversk stelpa bauð mér að koma með sér í bíó á föstudaginn, og ég sagðist ætla að spurja fjölskylduna mína hvort ég mætti fara, en í rauninni langar mér bara ekki neitt til að fara. Svo ég sagði við hana að ég væri búin að vera svo stutt hérna og skyldi koma með henni seinna. Hún skildi það alveg svo vel að hún var aftur farin að spurja mig að því í gær, hvort ég ætlaði að koma með.. Og ég var orðin alveg ráðalaus hvað ég skyldi segja við hana, því það var alveg augljóst að hún skyldi ekki þegar ég var að fara í kringum hlutina og reyna að segja henni að mér langaði ekki að fara núna. Því ákvað ég að segja henni að fjölskyldan væri að fara að gera eitthvað saman á föstudaginn svo ég kæmist ekki með og yrði bara að koma seinna. Og henni fannst það allt í lagi þá, því ég yrði hérna í heilt ár og við gætum bara fundið annað tækifæri. En svo datt henni það snildar ráð í hug, að hún myndi bara hjálpa mér að spurja bapa hvort ég mætti koma með henni, já hún skildi ekki enþá að ég vildi ekki fara með. Og þá gat ég ekki lengur reynt að vera kurteis og fara í kringum hlutina, svo ég sagði það bara beint út við hana að ég væri búin að vera veik í 2 daga og ég ætlaði að vera með fjölskyldunni minni á föstudaginn! ég skyldi bara koma með henni seinna. 
Þá loksins fékk ég frið frá þessum endalausu spurningum hvort ég ætlaði ekki að koma með..

Þá daga sem ég hef ekki komið í skólann hafa krakkarnir farið til bapa ( hann er tónlistakennari í skólanum og pabbi minn hérna úti) og spurt hann að því hvar ég sé, og afhverju ég hafi ekki komið í skólann, hvort ég komi daginn eftir og þessháttar. Já mér líður bara eins og fræga fólkinu í Hollywood. Guð hvað ég vorkenni því fólki rosalega, því þetta er sko ekkert auðvelt! 

En ég held að þetta sé komið gott í bili, blogga næst þegar eitthvað meira hefur gerst :)
- Hafrún Ýr


6 comments:

  1. Það er aldeilis hvað þú ert vinsæl ! En ég vona að þú tæklir hlutina bara vel, ætli það sé ekki bara best að vera hreinskilinn ? Það fer samt kannski ekki alltaf saman við kurteisina... En ég vona að þú hafir það gott og jafnir þig.
    - Auður Björk

    ReplyDelete
  2. í mínum augum ert þú hetja ! þetta gæti ég aldrei ! haha sakna þin sæta mín :*

    ReplyDelete
  3. Það er ekki hver sem er sem getur upplifað frægðina hahaha... en auðvitað er þetta allt saman skóli, læra tungumálið, kynnast annari menningu, matnum, föstunni, og frægðinni ;) er stolt af þér elskan og þú stendur þig eins og hetja :D knús og kossar frá Ömmu á Freyjó :* og auðvitað okkur öllum hérna heima <3

    ReplyDelete
  4. það er ekkert annað en að njóta þess að fá smá athygli :) en annars þetta verður fljótt að koma hjá þér og mundu bara að grípa ekki til enskunar talaðu frekar bara íslensku :) og njóttu hverrar mínútu þetta verður svo rosalega fljótt að líða
    kv laufey

    ReplyDelete
  5. Þú ert nú meiri snillingurinn
    Gaman að lesa bloggið þitt elskulegust
    knús og kossar frá frænku sín :*

    ReplyDelete
  6. Ótrúlega gaman að lesa bloggið hjá þér, njóttu þess bara að fá þessa athygli!! Vona að þú hafir það gott - hlakka til að lesa meira frá þér :)

    Kv. Rakel Svala

    ReplyDelete