En það hefur nú samt eitt nýtt gerst, já ég fór fyrstu læknisferðina mína í gær hérna í Malasíu, en fjölskyldunni var hætt að lítast á beinverkina og hausverkinn sem ég er búin að vera með í marga daga, þannig ég var drifin til læknis.
Og þar kom í ljós að ég var víst með mikin hita og fékk fullt af töflum til að ég yrði frísk sem fyrst.
En ég tók daginn í dag líka til þess að hvíla mig og fer vonandi í skólan á morgun.
Stelpurnar í bekknum mínum eru búnar að spurja mig á hverjum degi hvernig ég hafi það og hvort ég sé að verða frísk. Og þegar ég segist ætla að reyna að koma daginn eftir í skólann segja þær alltaf við mig að ég eigi ekki að koma, að ég eigi ekkert að vera að hugsa um skólan núna heldur eigi frekar að reyna að ná mér alveg og hvíla mig nóg, því þau skilji þetta alveg og vilji að ég verði frísk sem fyrst.
En hvað varðar skólan, þá á ég sko aldrei eftir að kvarta aftur yfir skólanum heima! Það er alveg á hreinu!
Hérna vakna ég klukkan 6 á morgnanna, til að komast í sturtu, borða, klæða mig í skólabúninginn og klára að gera töskuna tilbúna. Svo um klukkan 7 förum við af stað, keyrum Ixoru og Iman í skólann og svo fer ég og pabbi í skólann okkar. Klukkan hálf 8 röðum við okkur upp í línur á planinu fyrir framan skólann og þar er sunginn þjóðsöngurinn og svo er farið með bæn og oft koma eitthvað af útskriftarnemunum og tala fult og á meðan sitjum við á planinu og bíðum eftir að þau séu búin og förum svo í stofurnar okkar.
Hver bekkur hefur sína stofu og erum við oftast bara í okkar stofum, en það eru einstök fög sem við þurfum að skipta um stofur.
Hvert tími er 40 mín en stundum erum við í tvöföldum tíma. En þótt að við séum kannski búin í tvöföldum enskutíma klukkan 9, þá fáum við ekki frímínotur. Nei heldur þá tekur bara næsti tími við. Því hérna er það þannig að við fáum bara frímínotur klukkan 11:00 til 11:25 og þann tíma notum við til að borða. Annars stijum við bara allan daginn í stofunni okkar. Og það litla sem við fáum að standa upp er þegar við bjóðum kennarann góðan daginn, þá standa allir upp og segja öll saman í kór "Góðan daginn kennari". Og svo aftur þegar tíminn er búinn þá standa allir upp og segja "Takk fyrir kennarai" eða "Terima Kasih cikgu".
Jú og ef við þurfum að skipta um stofu, þá fáum við aðeins að labba um.
Ég get ekki beint sagt að það sé rosalega auðvelt að sitja frá klukkan kannski 07:40 og alveg þangað til klukkan 11:00 og svo aftur frá 11:25 til rúmlega 2 og skilja ekki eitt einast orð sem að kennarinn er að segja. En ég les bara einhverja skemmtilega bók í staðin og krökkunum finnst alltaf þvílíkt gaman að fá að skoða bækurnar mínar og reyna að lesa það sem að stendur í þeim. Svo hefur það komið fyrir að ég hef bara sofnað í lang leiðinlegustu tímunum :p En kennararnir hafa sagt að þeim finnist það ekkert skrítið, því að mér leiðist soldið mikið.
Hérna eru stólarnir og borðin heldur ekkert uppá marga fiska. Nei þetta eru bara lítil tréborð með hillu undir þar sem að við getum geymt bækurnar okkar og svo harðir tréstólar, sem eru ekki með neinu ofaná, enginn svona mjúk sessa eða neitt svoleiðis heldur bara harður trébotn sem að við sitjum á.
Plássið undir borðunum er heldur ekkert rosalega mikið svo maður er alltaf með lappirnar í hálfgerðum hnút undir borðinu.
En mér finnst samt rosalega gaman að prófa þetta hérna, og upplifa það hvernig aðrir krakkar hafa það. Og þetta kennir mér líka að meta allt heima svo miklu betur! Þá hluti sem mér fannst bara sjálfsagðir, en eru ekkert svo sjálfsagðir fyrir mér lengur þegar ég hef prófað þetta allt hérna! :D
En þetta er allt saman svo rosalega mikil reynsla! Og þegar ég kem heim verð ég sko klárlega svo mikið reynslunni ríkari!
Ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá öllum eðlunum hérna, en þær eru út um allt! Bæði inni og úti. Oftast á kvöldin sér maður þær skríða út um allt á veggjunum og ég held meira að segja að það sé ein inní herberginu mínu. Heyri oft í henni kalla á kvöldin þegar ég er að fara að sofa.
Fyrst fannst mér þetta rosalega skrítið og var hálf hrædd við þær, en núna er ég eiginlega hætt að kippa mér upp við það ef að ég sé þær.
Það var samt um daginn sem að ég sat í tölvunni og sá 2 eðlur á fleygiferð í loftinu og leit upp og var eins og sú sættir væri að reyna að ná þeirri minni. Svo þegar hún var eiginlega búin að ná henni, lét minni eðlan sig bara detta á gólfið og slapp þannig frá þeirri stóru, og hefði ég viljað, hefði ég léttilega getað náð henni á gólfinu.
Stærri eðlan sem að var í loftinu! |
En það er komið gott af þessu í bili!
Þangað til næst....
- Hafrún Ýr
Láttu þér nú batna elskuleg svo þú getir haldið áfram að upplifa ævintýrið...
ReplyDeleteKnús í klessu frá Neskaupstað ;)
Takk fyrir það, ég vona að þetta fari að lagast, er að verða alveg geðveik á því að vera lasin hérna :/ Knús frá Malasíu alla leið á klakann! :)
Deletehaha...já lítil tréborð og harðir stólar, hérna er sko ekki hægt að bjóða pp á svoleiðis ;) búin að senda þér 2 bækur í viðbót til að lesa " í tímum" hemm... flýttu þér bara að læra málið og þá fer þér að hætta að leiðast í tímum og allt verður miklu skemmtilegra :) þær eru miklu krúttlegri þessar eðlur heldur en fluguógeðin sem éta þig á nóttunni :D
ReplyDeleteknús frá okkur á Sjónarhólnum :D
Haha seigðu, ég sé krakkana heima í skólanum í anda sitjandi á þessu. Það yrði allt vitlaust! Flott að vita af bókunum! ég hef þá eitthvað að gera áfram, áður en ég þarf að fara að lesa sömu bækurnar aftur :p en tungumálið er allt að koma.. farin að kunna nokkrar setningar. Er bara dáldið erfitt að reyna að skilja kennarana þegar þeir lesa bara beint uppúr bókinni hvað krakkarnir eiga að glósa niður :/
DeleteEn þessar eðlur eru bara draumur miðað við þessar ógeðslegu flugur sem að elska mig hérna!
Knús heim á hólinn frá Malasíufaranum! ;*