Thursday, August 16, 2012

Langt ferðalag í vændum..

Já ég get ekki sagt annað en að þeir héldu bara áfram að vera skemmtilegir dagarnir eftir að ég hitti prinsinn. Því á föstudeginum þá fór ég jú í skólan bara eins og venjulega.. Og var spurð þar spjörunum úr hvar ég hefði verið daginn áður og hvað ég hefði verið að gera. Svo fórum bara ég, mammy og bapa í bæ sem er hérna rétt hjá eða það tekur svona klukkutíma að keyra þangað. Þar var reynt að finna allt sem þurfti að kaupa fyrir Hari raya og svo fórum við og brutum föstuna á fínu hóteli sem var rosalega góður matur á.
Mér fannst mjög skrítið að vera bara ein með þeim því vanalega koma stelpurnar með okkur, svo þetta var viss upplyfun.
Laugardagurinn fór bara í það að slappa af og gera ekki neitt, en ég prófaði að fasta þann daginn og það var miklu minna mál heldur en ég hélt.
Svo kom sunnudagurinn! Þá var vaknað snemma og pakkað ofaní tösku fyrir næstu 2 dagana.. En ég fór s.s á hótel í Kangar sem er bara 10 mín í burtu frá mínum bæ, og var þar með hinum skiptinemunum sem eru í Perlis. Þar byrjuðum við á því að spjalla bara saman um hvernig dvölin hingað til hefur gengið, en hún hefur gengið mis vel hjá okkur öllum, en við erum bara 4 og helmingurinn af okkur er að standa í því veseni að þurfa að skipta um fjölskyldur og svoleiðis hluti. Svo um kvöldið fórum við og fengum okkur að borða, og svo um svona 11 eða hálf 12 um kvöldið fórum við að skoða markað sem er núna fyrir Hari raya, þar sem hægt er að kaupa fullt af smákökum og baju kurung.
Mánudagurinn var svo ekkert ætlaður í neitt sérstakt.. Við áttum bara að vera öll saman.. og það var reyndar líka bara mjög fínt, að hafa tíma til að kynnast hvort öðru betur.
En svo breittist það, þannig við stelpurnar fórum með Hasan og Anwar í bíltúr og skoðuðu fullt af skemmtilegum hlutum og stöðum sem eru rétt hjá.
Svo fórum við öll heim til Kak Jah sem er chaptersforsetinn okkar hjá afs, og þar gisti ég og Irene, því það var búið að segja minni fjölskyldu að þau ættu ekki að sækja mig fyrir en á þriðjudegi og Irene átti að fara með ferjunni til Lankawi. Þannig ég þurfit ekki að fara í skólann bæði á mánudeginum og þriðjudeginum sem mér fannst æðis :D
Ég fór svo bara í skólann á miðvikudeginum og svo vorum við komin í frí útaf Hari raya. Og afþví við erum farin í frí útaf raya, að þá fengu allir krakkarnir í skólanum gefins 2 RM sem er peningurinn hérna, en hérna fá krakkarnir s.s pening í staðin fyrir að allir fái pakka heima. En svo gaf umsjónarkennarinn minn mér 5 RM þannig ég fékk 7 RM í skólanum og var þvílíkt ánægð.. haha :D
Svo núna seinustu 3 daga hef ég prófað að fasta og það er ekkert svo rosalega mikið mál. Borða ekkert eða drekka frá því klukkan kannski 5 eða 6 á morgnanna og þangað til 19:40..

Irene, Ég, Anwar og Nora

Og eins og ég hef upplyfað þetta, að þá finn ég ekki fyrir hungri, heldur finn einhverja aðra tilfinningu sem er rosalega skrítin og erfitt að útskýra. Svo þegar maður má loksins borða, að þá borðar maður mjög lítið því maginn er alveg tómur og þarf lítið til að verða saddur.

En já.. núna styttist í að fastan verði búin og þá tekur Hari raya við. En það er s.s. hátíð sem að múslimarnir halda uppá, bara eins og kristið fólk heldur uppá jólin.
Og eru allir búnir að fara og kaupa ný baju kurung og nýja skó til að vera í. En mér skilst að allir í fjölskyldunni minni verða í svörtum fötum, og fékk ég svart baju kurung með hvítum doppum sem mammy keypti handa mér, og svo keypti bapa svarta skó fyrir mig til að vera í, þannig ég er orðin alveg klár fyrir raya.
Fjölskyldan mín ætlar að fara til Johor, sem er hinumegin í Malasíu, til að eyða hari raya með fjölskyldunni hans bapa. Svo á morgun eftir að við erum búin að brjóta föstuna þá leggjum við af stað í þvílíkt langan bíltúr, en mammy sagði mér að þetta gæti teki kannski 8 til 10 klukkutíma að fara þangað.
Þar verðum við í 3 til 4 daga með fjölskyldunni bapa, og ég er að verða pínu stressuð, því ég þekki engann þarna og Iman kemur ekki með okkur, þannig ég vona bara að það sé einhver þarna á svipuðum aldri og ég sem ég get verið með.
En með jákvæðu hugafari gengur allt vel!
Þangað til næst..
- Hafrún Ýr

4 comments:

  1. Hafðu það gott í fríinu Hafrún mín,
    það er alltaf gaman að lesa hvða þú ert að bardúsa og að fá smá innlit í það hvernig´lífið er hjá öðrum menningarheimum :*

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það!;* já það hjálpar mér soldið mikið að geta skrifað hvernig allt er hérna og leyft ykkur heima að lesa. Svo er það nú ekki leiðinlegt að fá kommentin frá ykkur :)

      Delete
  2. Það er ekki mikil lognmolla í kringum þig þessa dagana dúllan mín :) sem er auðvitað bara gaman þá er tíminn svo fljótur að líða... góða ferð í þetta laaaanga ferðalag og góða skemmtun þetta verður bara rosalega gaman fyrir þig að upplifa "jólin" þeirra... og þessi gullna setning á svo sannarlega við " með jákvæðu hugarfari gengur allt vel" risa knús alla leið til Malasíu

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það! Já ég get ekki sagt annað en ég hafi alveg nóg fyrir stafni núna.. sem er bara frábært þá líður tíminn svo hratt og heimþráin ekki eins mikil :) en ég held að þetta verði bara gaman að upplyfa allt sem er að fara að gerast næstu daga :) nema kannski þetta langa ferðalag.. er ekki alveg að fíla 8 til 10 tíma í bíl.. en það verður bara að hafa það.. Kossar og knús til ykkar! ;* <3

      Delete