En já.. eins og ég sagði í seinast bloggi, að þá fór ég með fjölskyldunni til Johor til að halda uppá Hari raya á föstudaginn. Ferðalagið tók góða 8 tíma, og vorum við komin til Muar um klukkan 6 um morguninn.
Þegar við komum voru allir vakandi og tóku á móti okkur, en til Muar komu bæði systir bapa og bróðir hans líka með fjölskyldurnar sínar.
Laugardagurinn var rosalega rólegur, flest allir bara heima að hafa það rólegt. En þetta var seinasti dagurinn í föstunni og ég fastaði með eins og ég gerði líka á þriðjudaginn, miðvikudaginn og föstudaginn. Um kvöldið fór ég svo með mammy og bapa í bæjinn, og sá svona aðeins af Muar. Svo þegar við komum heim var farið í það að strauja hari raya baju kurungið og gera allt tilbúið fyrir sunnudagnn, sem var aðal dagurinn. En það þurfti líka að setja smákökur í box og taka til.
verið að setja smákökurnar í krukkur! |
Svo rann upp þessi stóri dagur fyrir alla. Föstunni var lokið og allt var tilbúið svo við gætum fengið gesti í heimsókn seinna um daginn.
Ég vaknaði klukkan hálf 8 til að gera mig til, en það var búið að segja mér að ég þyrfit að vera tilbúin snemma, sem ég skil ekki alveg því ég var tilbúin lang fyrst og þurfti að sitja og bíða eftir öllum í hátt í 2 og hálfan klukkutíma.
Þegar allir voru svo loksins tilbúnir var farið í það að taka myndir af öllum litlu fjölskyldunum, og svo af öllum saman. Maymay tók myndir af öllum svo þær koma seinna þegar ég er búin að fá þær hjá henni.
Þegar myndatakan var búin fóru allir og þurfut að salam ömmuna, eða mömmu pabbans, og biðjast fyrirgefningar á því sem að þau hafa gert rangt. En þetta er alltaf gert á hari raya daginn. Þegar ég salam aði ömmu mína að þá bauð hún mig velkomna í fjölskylduna og sagði mér að ég mætti koma aftur í húsið hennar, og það er rosalega mikils metið að vera boðinn velkominn í fjölskyldur hér, svo þetta var mér mikils virði.
Svo salam aði ég mömmu og pabba líka, en við þau sagði ég bara "Selamat hari raya" er bara svona gleðilega hari raya eða eitthvað svoleiðis.
Þegar allir voru svo búnir að salama alla.. að þá fórum við í heimsók til frændfólks okkar, og auðvitað var borðað alveg helling þar, því það snýst allt um það hérna núna að borða.. skiptir ekki máli hvað klukkan er.. fólk er alltaf að tala um að borða!
Þegar við vorum svo búin að vera þarna í nokkuð góðann tíma og búin að borða á okkur gat fórum við aftur heim til ömmunnar og lögðum okkur. Svo komu gestirnir til okkar, en ég þekkti ekkert af þessu fólki svo ég sat bara og sagði voðalega lítið.
En til að falla betur inní fjölskylduna og þar sem ég þekkti heldur ekki fólkið sem við vorum að fara til, ákvað ég að prófa að vera með svona slæðu eins og múslimskar konur þurfa að vera með ef fólkinu sem við vorum að fara að heimsækja skyldi finnast óþægilegt að hafa mig í kringum sig útaf ég væri ekki eins og þau, og ég get alveg sagt að ég fékk ekki eins mikla athyggli fyrir vikið sem var bara fínt. En fólk hélt að ég væri múslimsk og var alltaf að spurja mömmu hvort að ég væri múslimsk..
Ég og Maymay |
Krakkarnir hérna fá ekki pakka eins og við fáum heima á jólinum, heldur fá þau pening frá ættingjunum. Og er það rosalegt sport hjá þeim. En þau s.s fá lítil umslög sem að er peningur í, og var svakalega gaman að fylgjast með þeim opna þau og athuga hvað þau fengu mikinn pening frá hverjum.
Það kom mér samt soldið á óvart, en ég fékk líka pening frá sumum ættingjunum, samt ekki eins mikið og stelpurnar.. en samt eitthvað og var ég bara rosalega ánægð með það, því fólkið hefði ekkert þurft að gefa mér líka. En ég fékk samtals 169 RM sem eru í kringum 7200 kr.
Peningarnir og umslögin sem ég fékk. |
En á þriðjudagsmorguninn átti ég s.s að vakna snemma því við ætluðum að leggja af stað snemma heim, en þar sem að ég svaf ekkert fór ég framm úr herberginu mínu klukkan 8 og fór að pakka niður og var tilbúin stuttu eftir það. En við lögðum samt ekki af stað fyrir en um 1 leitið þannig ég beið bara, eins og svo oft áður..
Ferðalagið heim tók miklu lengri tíma því það var svo rosalega mikil umferð. En við vorum í 12 og hálfan klukkutíma á leiðinni með nokkrum stuttum stoppum. Og ég var svo ánægð að ég gat sofið mest alla leiðina því ég held að ég hefði annars bara dáið eða eitthvað.
En núna þá er bara rosalega rólegt hérna hjá okkur. Við erum enþá í fríi frá skólanum og verðum það þangað til á mánudaginn..
En jæja.. þetta er komið gott í bili :)
- Hafrún Ýr
En núna þá er bara rosalega rólegt hérna hjá okkur. Við erum enþá í fríi frá skólanum og verðum það þangað til á mánudaginn..
En jæja.. þetta er komið gott í bili :)
- Hafrún Ýr
Búin að upplifa múslömsk jól :) bara pínu krúttleg í doppóttu jólafötunum og með slæðuna ;)
ReplyDelete