Monday, July 2, 2012

2 Dagar!

Jææja.. Það styttist og styttist í stóra daginn, ekki nema 2 dagar í brottför.
Ég get eiginlega ekki neitað því að það er komið alveg smá stress í mann en samt pínu spenningur með. Í rauninni veit ég ekkert útí hvað ég er að fara, en það var kannski í rauninni einmitt það sem ég vildi í upphafi.

Ég kann ekki stakt orð í tungumálinu sem að er talað þarna svo ég verð að reyna að bjarga mér á minni lélegu ensku og með táknmáli sem á örugglega eftir að vera erfitt svona fyrst.
Ég er að verða nokkuð spennt að hitta fjölskylduna mína, en held samt að það verði líka soldið erfitt svona fyrst. Þeirra siðir eru allt öðruvísi en okkar og ætla ég að reyna að aðlaga mig að þeim eins mikið og ég get, því jú, ég er nú að fara þangað út til að læra eitthvað nýtt!

Ferðlagið sem að ég mun leggja af stað í á miðvikudagsmorguninn aaaalein er alveg nokkuð langt og ég þarf að millilenda 2 sinnum á leiðinni til Kuala Lumpur. Ég er ekki frá því en að ég sé miklu meira  stressuð fyrir öllu þessu flugi og millilendingum heldur en öllu árinu í Malasíu.

En það er komið gott af þessu bulli í mér í bili.
Skrifa næst í nýja landinu!

3 comments:

  1. Frábært! Góða ferð, þú kemst á leiðarenda :) og skemmtu þér roooosa vel!! :)

    ReplyDelete
  2. Þú átt eftir að standa þig eins og síld og þetta verður bara gaman lilli :) Hlakka til að fylgjast með

    ReplyDelete
  3. welcome..!!
    yeah, we have a huge cultural differences. but it is the only thing that will give you a thousand experiences. Language is not a big matter. malay is the most easy language to be learnt. sure you can do it. good luck..!
    see you in Arau soon..
    :)

    ReplyDelete