Nema skólinn er byrjaður aftur, byrjaði á mánudaginn. Eeeen.. þar sem að mér tókst auðvitað að næla mér í einhverja flensu að þá fór ég bara í skólann á mánudaginn en ekki í gær né í dag. En ætla samt að reyna að fara í skólann á morgun, þar sem það er seinasti dagurinn fyrir helgarfrí.
En á föstudaginn er einhver sérstakur dagur sem ég man ekki alveg hvað heitir, þannig við erum í fríi þá :)
En jáá.. í seinustu viku eftir hari raya kom bróðir bapa og fjölskyldan hans og gisti hérna í eina nótt.
Svo á fimmtudagskvöldinu kom fullt af fólki hingað í mat, og hitti ég fullt af fólki sem ég hef alldrei séð áður. En þarna var ég að byrja að fá hita aftur og komin með rosalega mikinn hósta útaf öllum reyknum sem er búinn að vera hérna, því húsið mitt er eiginlega í miðjum hrísgrjóna akri, og þegar það er búið að taka upp öll hrísgrjónin þarf að brenna grasið. Þannig það var allt fullt af reyk hérna um daginn og það fór rosalega illa í mig og auðvitað tókst mér að verða veik.
Á föstudeginum fór ég svo til læknis því ég var orðin virkilega slæm, og fékk fullt af töflum fyrir þessu. Og læknirinn sagði mér líka að þetta væri ekki orðið neitt rosalega alvarlegt.. en færi samt versnandi. En núna er ég loksins að hressast :D
Á laugardaginn fór ég svo með mammy og bapa í brúðkaupsveislu, hjá fólkinu sem við fórum í brúðkaup til um daginn. Og var fullt af góðum mat þar, og enþá betri eftiréttir :p
Eftir veisluna kom svo Irene, sem er besta vinkona mín hérna og er skiptinemi frá Ítalíu. Og ætlaði að vera hjá okkur í eina nótt, því svo var hún að fara að flytja til Malacca, sem er í rúma 6 tíma í burtu frá mér. Þannig ég er ekkert að fara að sjá hana neitt á næstunni.
En já hún gisti hjá okkur og bróðir bapa kom aftur með fjölskylduna sína og einhver frændi líka. Og um kvöldið fórum við út að borða á einhvern stað þar sem að þau borðuðu öll bara fisk. En þar sem að ég borða eiginlega ekki fisk fékk ég bara omelettu og hrísgrjón sem var fínt.
Í hádeginu á sunnudeginum fórum við svo aftur út að borða og var þar rosalega góður matur.
Síðan fór ég og Irene með einum sjálfboðarliðanum hjá AFS í smá bíltúr og enduðum á því að fara í keilu og á KFC. Þar sem þetta var seinasti dagurinn hennar Irene hérna vildu allir fá að eyða honum með henni. Svo við ákváðum að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Sunnudagskvöldið var svo rosalega erfitt þegar ég þurfit að kveðja hana, því ég veit ekkert hvenar ég fæ að hitta hana aftur.. sem er frekar leiðinlegt því við vorum orðnar svo góðar vinkonur.
En jáá.. ég hef ekkert farið í skólann í vikunni nema bara á mánudaginn og ætla að reyna að fara á morgun. Vona að þessi helvítis pesti sé að gefa sig. Því það er orðið frekar leiðinlegt að sitja bara ein heima og gera ekki neitt.. Þótt ég geri samt lítið annað í skólanum er það samt pínu skárra þar sem ég get þó allavega talað aðeins við krakkana.
Heimþráin er líka búin að vera soldið mikil, sérstaklega í dag og er ótrúlega erfitt að vera þá bara ein og geta ekki talað við neinn.
En þetta er komið gott í bili.
Þangað til næst..
- Hafrún Ýr