Wednesday, August 29, 2012

Smá handa ykkur elskurnar :)

Jáá.. ég ákvað að blogga smá þótt að það sé ekki frá rosalega miklu að segja kannski.

Nema skólinn er byrjaður aftur, byrjaði á mánudaginn. Eeeen.. þar sem að mér tókst auðvitað að næla mér í einhverja flensu að þá fór ég bara í skólann á mánudaginn en ekki í gær né í dag. En ætla samt að reyna að fara í skólann á morgun, þar sem það er seinasti dagurinn fyrir helgarfrí.
En á föstudaginn er einhver sérstakur dagur sem ég man ekki alveg hvað heitir, þannig við erum í fríi þá :)
En jáá.. í seinustu viku eftir hari raya kom bróðir bapa og fjölskyldan hans og gisti hérna í eina nótt.
Svo á fimmtudagskvöldinu kom fullt af fólki hingað í mat, og hitti ég fullt af fólki sem ég hef alldrei séð áður. En þarna var ég að byrja að fá hita aftur og komin með rosalega mikinn hósta útaf öllum reyknum sem er búinn að vera hérna, því húsið mitt er eiginlega í miðjum hrísgrjóna akri, og þegar það er búið að taka upp öll hrísgrjónin þarf að brenna grasið. Þannig það var allt fullt af reyk hérna um daginn og það fór rosalega illa í mig og auðvitað tókst mér að verða veik.
Á föstudeginum fór ég svo til læknis því ég var orðin virkilega slæm, og fékk fullt af töflum fyrir þessu. Og læknirinn sagði mér líka að þetta væri ekki orðið neitt rosalega alvarlegt.. en færi samt versnandi. En núna er ég loksins að hressast :D
Á laugardaginn fór ég svo með mammy og bapa í brúðkaupsveislu, hjá fólkinu sem við fórum í brúðkaup til um daginn. Og var fullt af góðum mat þar, og enþá betri eftiréttir :p
Eftir veisluna kom svo Irene, sem er besta vinkona mín hérna og er skiptinemi frá Ítalíu. Og ætlaði að vera hjá okkur í eina nótt, því svo var hún að fara að flytja til Malacca, sem er í rúma 6 tíma í burtu frá mér. Þannig ég er ekkert að fara að sjá hana neitt á næstunni.
En já hún gisti hjá okkur og bróðir bapa kom aftur með fjölskylduna sína og einhver frændi líka. Og um kvöldið fórum við út að borða á einhvern stað þar sem að þau borðuðu öll bara fisk. En þar sem að ég borða eiginlega ekki fisk fékk ég bara omelettu og hrísgrjón sem var fínt.
Í hádeginu á sunnudeginum fórum við svo aftur út að borða og var þar rosalega góður matur.
Síðan fór ég og Irene með einum sjálfboðarliðanum hjá AFS í smá bíltúr og enduðum á því að fara í keilu og á KFC. Þar sem þetta var seinasti dagurinn hennar Irene hérna vildu allir fá að eyða honum með henni. Svo við ákváðum að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Sunnudagskvöldið var svo rosalega erfitt þegar ég þurfit að kveðja hana, því ég veit ekkert hvenar ég fæ að hitta hana aftur.. sem er frekar leiðinlegt því við vorum orðnar svo góðar vinkonur.

En jáá.. ég hef ekkert farið í skólann í vikunni nema bara á mánudaginn og ætla að reyna að fara á morgun. Vona að þessi helvítis pesti sé að gefa sig. Því það er orðið frekar leiðinlegt að sitja bara ein heima og gera ekki neitt.. Þótt ég geri samt lítið annað í skólanum er það samt pínu skárra þar sem ég get þó allavega talað aðeins við krakkana.
Heimþráin er líka búin að vera soldið mikil, sérstaklega í dag og er ótrúlega erfitt að vera þá bara ein og geta ekki talað við neinn.
En þetta er komið gott í bili.
Þangað til næst..
- Hafrún Ýr

Thursday, August 23, 2012

Fréttir af Hari raya!

Já núna veit ég ekki hvar skal byrja!
En já.. eins og ég sagði í seinast bloggi, að þá fór ég með fjölskyldunni til Johor til að halda uppá Hari raya á föstudaginn. Ferðalagið tók góða 8 tíma, og vorum við komin til Muar um klukkan 6 um morguninn.
Þegar við komum voru allir vakandi og tóku á móti okkur, en til Muar komu bæði systir bapa og bróðir hans líka með fjölskyldurnar sínar.
Laugardagurinn var rosalega rólegur, flest allir bara heima að hafa það rólegt. En þetta var seinasti dagurinn í föstunni og ég fastaði með eins og ég gerði líka á þriðjudaginn, miðvikudaginn og föstudaginn. Um kvöldið fór ég svo með mammy og bapa í bæjinn, og sá svona aðeins af Muar. Svo þegar við komum heim var farið í það að strauja hari raya baju kurungið og gera allt tilbúið fyrir sunnudagnn, sem var aðal dagurinn. En það þurfti líka að setja smákökur í box og taka til.
verið að setja smákökurnar í krukkur!

Svo rann upp þessi stóri dagur fyrir alla. Föstunni var lokið og allt var tilbúið svo við gætum fengið gesti í heimsókn seinna um daginn. 
Ég vaknaði klukkan hálf 8 til að gera mig til, en það var búið að segja mér að ég þyrfit að vera tilbúin snemma, sem ég skil ekki alveg því ég var tilbúin lang fyrst og þurfti að sitja og bíða eftir öllum í hátt í 2 og hálfan klukkutíma.
Þegar allir voru svo loksins tilbúnir var farið í það að taka myndir af öllum litlu fjölskyldunum, og svo af öllum saman. Maymay tók myndir af öllum svo þær koma seinna þegar ég er búin að fá þær hjá henni. 
Þegar myndatakan var búin fóru allir og þurfut að salam ömmuna, eða mömmu pabbans, og biðjast fyrirgefningar á því sem að þau hafa gert rangt. En þetta er alltaf gert á hari raya daginn. Þegar ég salam aði ömmu mína að þá bauð hún mig velkomna í fjölskylduna og sagði mér að ég mætti koma aftur í húsið hennar, og það er rosalega mikils metið að vera boðinn velkominn í fjölskyldur hér, svo þetta var mér mikils virði. 
Svo salam aði ég mömmu og pabba líka, en við þau sagði ég bara "Selamat hari raya" er bara svona gleðilega hari raya eða eitthvað svoleiðis. 
Þegar allir voru svo búnir að salama alla.. að þá fórum við í heimsók til frændfólks okkar, og auðvitað var borðað alveg helling þar, því það snýst allt um það hérna núna að borða.. skiptir ekki máli hvað klukkan er.. fólk er alltaf að tala um að borða!
Þegar við vorum svo búin að vera þarna í nokkuð góðann tíma og búin að borða á okkur gat fórum við aftur heim til ömmunnar og lögðum okkur. Svo komu gestirnir til okkar, en ég þekkti ekkert af þessu fólki svo ég sat bara og sagði voðalega lítið. 
En til að falla betur inní fjölskylduna og þar sem ég þekkti heldur ekki fólkið sem við vorum að fara til, ákvað ég að prófa að vera með svona slæðu eins og múslimskar konur þurfa að vera með ef fólkinu sem við vorum að fara að heimsækja skyldi finnast óþægilegt að hafa mig í kringum sig útaf ég væri ekki eins og þau, og ég get alveg sagt að ég fékk ekki eins mikla athyggli fyrir vikið sem var bara fínt. En fólk hélt að ég væri múslimsk og var alltaf að spurja mömmu hvort að ég væri múslimsk.. 
Ég og Maymay

Krakkarnir hérna fá ekki pakka eins og við fáum heima á jólinum, heldur fá þau pening frá ættingjunum. Og er það rosalegt sport hjá þeim. En þau s.s fá lítil umslög sem að er peningur í, og var svakalega gaman að fylgjast með þeim opna þau og athuga hvað þau fengu mikinn pening frá hverjum. 
Það kom mér samt soldið á óvart, en ég fékk líka pening frá sumum ættingjunum, samt ekki eins mikið og stelpurnar.. en samt eitthvað og var ég bara rosalega ánægð með það, því fólkið hefði ekkert þurft að gefa mér líka. En ég fékk samtals 169 RM sem eru í kringum 7200 kr.
Peningarnir og umslögin sem ég fékk.
Mánudagurinn fór svo bara í það að heimsækja nágrannana og borða meira og meira! Um kvöldið fórum við svo í eins og lítið tívolí eða eitthvað svoleiðis sem var mjög skemmtilegt. Ixora dró mig með sér í einhverja hringeggju og ég hélt virkilega að ég myndi deyja í henni haha.. var sko miklu hræddari í henni heldur en fallturninum í DK! hún fór svo hratt og var eitthvað svo ótraustvekjandi. Um nóttina gat ég svo ekkert sofið því ég var búin að sofa frekar mikið seinustu daga, og það var svosem kannski ágætt því þá gat ég sofið á leiðinni heim í bílnum.
En á þriðjudagsmorguninn átti ég s.s að vakna snemma því við ætluðum að leggja af stað snemma heim, en þar sem að ég svaf ekkert fór ég framm úr herberginu mínu klukkan 8 og fór að pakka niður og var tilbúin stuttu eftir það. En við lögðum samt ekki af stað fyrir en um 1 leitið þannig ég beið bara, eins og svo oft áður.. 
Ferðalagið heim tók miklu lengri tíma því það var svo rosalega mikil umferð. En við vorum í 12 og hálfan klukkutíma á leiðinni með nokkrum stuttum stoppum. Og ég var svo ánægð að ég gat sofið mest alla leiðina því ég held að ég hefði annars bara dáið eða eitthvað.
En núna þá er bara rosalega rólegt hérna hjá okkur. Við erum enþá í fríi frá skólanum og verðum það þangað til á mánudaginn..
En jæja.. þetta er komið gott í bili :)
- Hafrún Ýr

Thursday, August 16, 2012

Langt ferðalag í vændum..

Já ég get ekki sagt annað en að þeir héldu bara áfram að vera skemmtilegir dagarnir eftir að ég hitti prinsinn. Því á föstudeginum þá fór ég jú í skólan bara eins og venjulega.. Og var spurð þar spjörunum úr hvar ég hefði verið daginn áður og hvað ég hefði verið að gera. Svo fórum bara ég, mammy og bapa í bæ sem er hérna rétt hjá eða það tekur svona klukkutíma að keyra þangað. Þar var reynt að finna allt sem þurfti að kaupa fyrir Hari raya og svo fórum við og brutum föstuna á fínu hóteli sem var rosalega góður matur á.
Mér fannst mjög skrítið að vera bara ein með þeim því vanalega koma stelpurnar með okkur, svo þetta var viss upplyfun.
Laugardagurinn fór bara í það að slappa af og gera ekki neitt, en ég prófaði að fasta þann daginn og það var miklu minna mál heldur en ég hélt.
Svo kom sunnudagurinn! Þá var vaknað snemma og pakkað ofaní tösku fyrir næstu 2 dagana.. En ég fór s.s á hótel í Kangar sem er bara 10 mín í burtu frá mínum bæ, og var þar með hinum skiptinemunum sem eru í Perlis. Þar byrjuðum við á því að spjalla bara saman um hvernig dvölin hingað til hefur gengið, en hún hefur gengið mis vel hjá okkur öllum, en við erum bara 4 og helmingurinn af okkur er að standa í því veseni að þurfa að skipta um fjölskyldur og svoleiðis hluti. Svo um kvöldið fórum við og fengum okkur að borða, og svo um svona 11 eða hálf 12 um kvöldið fórum við að skoða markað sem er núna fyrir Hari raya, þar sem hægt er að kaupa fullt af smákökum og baju kurung.
Mánudagurinn var svo ekkert ætlaður í neitt sérstakt.. Við áttum bara að vera öll saman.. og það var reyndar líka bara mjög fínt, að hafa tíma til að kynnast hvort öðru betur.
En svo breittist það, þannig við stelpurnar fórum með Hasan og Anwar í bíltúr og skoðuðu fullt af skemmtilegum hlutum og stöðum sem eru rétt hjá.
Svo fórum við öll heim til Kak Jah sem er chaptersforsetinn okkar hjá afs, og þar gisti ég og Irene, því það var búið að segja minni fjölskyldu að þau ættu ekki að sækja mig fyrir en á þriðjudegi og Irene átti að fara með ferjunni til Lankawi. Þannig ég þurfit ekki að fara í skólann bæði á mánudeginum og þriðjudeginum sem mér fannst æðis :D
Ég fór svo bara í skólann á miðvikudeginum og svo vorum við komin í frí útaf Hari raya. Og afþví við erum farin í frí útaf raya, að þá fengu allir krakkarnir í skólanum gefins 2 RM sem er peningurinn hérna, en hérna fá krakkarnir s.s pening í staðin fyrir að allir fái pakka heima. En svo gaf umsjónarkennarinn minn mér 5 RM þannig ég fékk 7 RM í skólanum og var þvílíkt ánægð.. haha :D
Svo núna seinustu 3 daga hef ég prófað að fasta og það er ekkert svo rosalega mikið mál. Borða ekkert eða drekka frá því klukkan kannski 5 eða 6 á morgnanna og þangað til 19:40..

Irene, Ég, Anwar og Nora

Og eins og ég hef upplyfað þetta, að þá finn ég ekki fyrir hungri, heldur finn einhverja aðra tilfinningu sem er rosalega skrítin og erfitt að útskýra. Svo þegar maður má loksins borða, að þá borðar maður mjög lítið því maginn er alveg tómur og þarf lítið til að verða saddur.

En já.. núna styttist í að fastan verði búin og þá tekur Hari raya við. En það er s.s. hátíð sem að múslimarnir halda uppá, bara eins og kristið fólk heldur uppá jólin.
Og eru allir búnir að fara og kaupa ný baju kurung og nýja skó til að vera í. En mér skilst að allir í fjölskyldunni minni verða í svörtum fötum, og fékk ég svart baju kurung með hvítum doppum sem mammy keypti handa mér, og svo keypti bapa svarta skó fyrir mig til að vera í, þannig ég er orðin alveg klár fyrir raya.
Fjölskyldan mín ætlar að fara til Johor, sem er hinumegin í Malasíu, til að eyða hari raya með fjölskyldunni hans bapa. Svo á morgun eftir að við erum búin að brjóta föstuna þá leggjum við af stað í þvílíkt langan bíltúr, en mammy sagði mér að þetta gæti teki kannski 8 til 10 klukkutíma að fara þangað.
Þar verðum við í 3 til 4 daga með fjölskyldunni bapa, og ég er að verða pínu stressuð, því ég þekki engann þarna og Iman kemur ekki með okkur, þannig ég vona bara að það sé einhver þarna á svipuðum aldri og ég sem ég get verið með.
En með jákvæðu hugafari gengur allt vel!
Þangað til næst..
- Hafrún Ýr

Friday, August 10, 2012

Skemmtilegir dagar..

Jæja.. nú veit ég ekki alveg hvar skal byrja!
En ég er allavega orðin hress eftir veikindi seinustu daga sem er bara gott :D
En já það sem að ég er búin að vera að gera seinustu dag er að það var frí í skólanum á mánudaginn, svo það var löng helgi hjá okkur en það var eitthvað útaf Islam trúnni sem að var frí í skólanum. Svo það var bara einn dagur til viðbótar sem ég gat hvílt mig og sofið sem var bara gott. En svo voru bara venjulegir skóladagar á þriðjudaginn og miðvikudaginn.
Svo kom fimmtudagur! Þá fór ég ekki í skólann því að allir skiptinemarnir í Perlis voru að fara að hittast.
Við s.s. hittumst í Kangar og þar fórum við á hótel og vorum að hjálpa til við að elda mat, eða einhverskonar graut myndi ég kalla það. En hann þurfti að malla frá því sonna um 9 eða hálf 10 og þangað til um hádegi, og þurfit alltaf einhverjir 2 að vera að hræra í hverjum potti, og þetta voru ekkert fáir pottar. Og ég get ekki beint sagt að þetta hafi verið auðvelt að standa undir þessum tjöldum í öllum hitanum sem var bæði úti, og svo hitanum sem að kom frá pottunum í þokkabót!
En svo þurfti að setja grautinn í dollur og loka þeim öllum, og ég get eiginlega ekki ýmindað mér hversu margar dollur þetta voru.. Örugglega einhver þúsund..
Ég að hella hrísgrjónunum í pottinn

Grauturinn alveg að verða tilbúinn
Dollurnar sem að grauturinn var settur í

En svo þegar þetta  allt var búið fórum við og skiptum um föt og fórum í fínu Baju kurung-in okkar og biðum svo eftir að sonur kóngsins í Perlis eins og þau kalla hann hérna, en við kölluðum hann bara prins.
Það bera allir rosalega mikla virðingu fyrir honum og konunni hans, og maður má alls ekki snúa baki í þau t.d. og svo heilsar maður þeim heldur ekki eins og venjulegu fólki.
En þegar hann kom var smá athöfn og svo fóru allir út á götu, og hann og konan hans fóru að gefa fólkinu í bílunum gjafir og grautinn sem að við vorum að elda. Svo fengu þeir sem voru á motorhjólum nýja mótorhjólahjálma.
Þegar þau voru búin að gefa gjafirnar og voru að fara að þá fengum við að tala við þau, og það var rosalega gaman og mikil upplyfun og við vorum öll bara eitt stórt bros. Þau voru rosalega áhugasöm um að vita hvaða við værum og hvað við værum búin að vera lengi og hve lengi við yrðum hérna og allt svoleiðis.
Svo þegar ég var að segja þeim frá mínu landi horfði konan rosalega lengi á mig og sagði svo allt í einu bara "váá rosalega ertu falleg" og ég get ekki neitað því en að maður fór pínu hjá sér haha! Ég er að verða nokkuð vön að heyra þetta hérna.. En þetta sló allt út :p

Ég að tala við prinsinn og konuna hans.

Svo þegar þetta allt var búið fórum við heim til stráksins sem var búinn að vera að keyra okkur. Og þar borðuðum við með fullt af öðrum krökkum sem eru að læra að verða læknar og það var rosalega gaman!
Þar gátum við talað fullt við þau og þar voru sumar stelpurnar sem að höfðu farið í gegnum mjög svipaða hluti og við þegar þær fóru til Indónesíu að læra.
Ég get eiginlega ekki sagt annað en að ég hafi verið vel uppgefin í morgun þegar ég vaknaði klukkan 6 til að fara að gera mig til í skólann.. Enda gerði ég ekki annað en að sofa í fyrstu tímunum :p
Svo fór dagurinn í dag bara í það að fara í skólann í morgun. Og svo fór ég með mammy og bapa í bær sem er hérna í næsta fylki ef maður á að kalla það það.
Það var rosalega skrítið því hvorug stelpnanna komu með, svo ég var bara ein með þeim. En þar fann ég fyrir því hvað maður er svakalega vængbrotinn hérna og uppá aðra kominn.. Ég labbaði bara eins og skugginn þeirra á eftir þeim í dag og þorði ekki að hleypa þeim nema meter frá mér bara svo ég myndi ekki týna þeim því það er sko ekkert auðvelt að vita varla hvar maður er og kunna örfá orð í tungumálinu, og þessi örfáu orð myndu nú ekki hjálpa mér mikið ef að ég myndi týnast get ég sagt ykkur.
Ég get heldur ekki sagt að ég sé að hata það hvað allt er ódýrt hérna, eða allavega ódýrt miðað við allt heima :D
En jæja.. Ætli þetta sé ekki gott í bili :)
Þangað til næst...
- Hafrún Ýr !

Wednesday, August 1, 2012

Fyrsta læknisferðin yfirstaðin!

Jæja.. ég get ekki beint sagt að það hafi mikið gerst seinustu daga, þar sem að ég er eiginlega bara búin að vera veik, bæði í seinustu viku og þessari viku, en ég fór bara 2 daga í skólann í seinustu viku og hef enþá bara farið einn dag í skólann í þessari.
En það hefur nú samt eitt nýtt gerst, já ég fór fyrstu læknisferðina mína í gær hérna í Malasíu, en fjölskyldunni var hætt að lítast á beinverkina og hausverkinn sem ég er búin að vera með í marga daga, þannig ég var drifin til læknis.
Og þar kom í ljós að ég var víst með mikin hita og fékk fullt af töflum til að ég yrði frísk sem fyrst.
En ég tók daginn í dag líka til þess að hvíla mig og fer vonandi í skólan á morgun.
Stelpurnar í bekknum mínum eru búnar að spurja mig á hverjum degi hvernig ég hafi það og hvort ég sé að verða frísk. Og þegar ég segist ætla að reyna að koma daginn eftir í skólann segja þær alltaf við mig að ég eigi ekki að koma, að ég eigi ekkert að vera að hugsa um skólan núna heldur eigi frekar að reyna að ná mér alveg og hvíla mig nóg, því þau skilji þetta alveg og vilji að ég verði frísk sem fyrst.

En hvað varðar skólan, þá á ég sko aldrei eftir að kvarta aftur yfir skólanum heima! Það er alveg á hreinu!
Hérna vakna ég klukkan 6 á morgnanna, til að komast í sturtu, borða, klæða mig í skólabúninginn og klára að gera töskuna tilbúna. Svo um klukkan 7 förum við af stað, keyrum Ixoru og Iman í skólann og svo fer ég og pabbi í skólann okkar. Klukkan hálf  8 röðum við okkur upp í línur á planinu fyrir framan skólann og þar er sunginn þjóðsöngurinn og svo er farið með bæn og oft koma eitthvað af útskriftarnemunum og tala fult og á meðan sitjum við á planinu og bíðum eftir að þau séu búin og förum svo í stofurnar okkar.
Hver bekkur hefur sína stofu og erum við oftast bara í okkar stofum, en það eru einstök fög sem við þurfum að skipta um stofur.
Hvert tími er 40 mín en stundum erum við í tvöföldum tíma. En þótt að við séum kannski búin í tvöföldum enskutíma klukkan 9, þá fáum við ekki frímínotur. Nei heldur þá tekur bara næsti tími við. Því hérna er það þannig að við fáum bara frímínotur klukkan 11:00 til 11:25 og þann tíma notum við til að borða. Annars stijum við bara allan daginn í stofunni okkar. Og það litla sem við fáum að standa upp er þegar við bjóðum kennarann góðan daginn, þá standa allir upp og segja öll saman í kór "Góðan daginn kennari". Og svo aftur þegar tíminn er búinn þá standa allir upp og segja "Takk fyrir kennarai" eða "Terima Kasih cikgu".
Jú og ef við þurfum að skipta um stofu, þá fáum við aðeins að labba um.
Ég get ekki beint sagt að það sé rosalega auðvelt að sitja frá klukkan kannski 07:40 og alveg þangað til klukkan 11:00 og svo aftur frá 11:25 til rúmlega 2 og skilja ekki eitt einast orð sem að kennarinn er að segja. En ég les bara einhverja skemmtilega bók í staðin og krökkunum finnst alltaf þvílíkt gaman að fá að skoða bækurnar mínar og reyna að lesa það sem að stendur í þeim. Svo hefur það komið fyrir að ég hef bara sofnað í lang leiðinlegustu tímunum :p En kennararnir hafa sagt að þeim finnist það ekkert skrítið, því að mér leiðist soldið mikið.
Hérna eru stólarnir og borðin heldur ekkert uppá marga fiska. Nei þetta eru bara lítil tréborð með hillu undir þar sem að við getum geymt bækurnar okkar og svo harðir tréstólar, sem eru ekki með neinu ofaná, enginn svona mjúk sessa eða neitt svoleiðis heldur bara harður trébotn sem að við sitjum á.
Plássið undir borðunum er heldur ekkert rosalega mikið svo maður er alltaf með lappirnar í hálfgerðum hnút undir borðinu.

En mér finnst samt rosalega gaman að prófa þetta hérna, og upplifa það hvernig aðrir krakkar hafa það. Og þetta kennir mér líka að meta allt heima svo miklu betur! Þá hluti sem mér fannst bara sjálfsagðir, en eru ekkert svo sjálfsagðir fyrir mér lengur þegar ég hef prófað þetta allt hérna! :D
En þetta er allt saman svo rosalega mikil reynsla! Og þegar ég kem heim verð ég sko klárlega svo mikið reynslunni ríkari!

Ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá öllum eðlunum hérna, en þær eru út um allt! Bæði inni og úti. Oftast á kvöldin sér maður þær skríða út um allt á veggjunum og ég held meira að segja að það sé ein inní herberginu mínu. Heyri oft í henni kalla á kvöldin þegar ég er að fara að sofa.
Fyrst fannst mér þetta rosalega skrítið og var hálf hrædd við þær, en núna er ég eiginlega hætt að kippa mér upp við það ef að ég sé þær.
Það var samt um daginn sem að ég sat í tölvunni og sá 2 eðlur á fleygiferð í loftinu og leit upp og var eins og sú sættir væri að reyna að ná þeirri minni. Svo þegar hún var eiginlega búin að ná henni, lét minni eðlan sig bara detta á gólfið og slapp þannig frá þeirri stóru, og hefði ég viljað, hefði ég léttilega getað náð henni á gólfinu.

Stærri eðlan sem að var í loftinu!

En það er komið gott af þessu í bili! 
Þangað til næst....
- Hafrún Ýr