Friday, October 12, 2012

Skólaferðalagið..


Jáá.. Þá er ég komin heim eftir skólaferðalagið og ákvað að skella í eitt stykki blogg handa ykkur á klakanum.

Sunnudagurinn 7 Október.
Var bara rosalega rólegur. Elenora kom til mín um 6 leitið og þá fór restin af deginum bara í að spjalla og pakka niður fyrir skólaferðalagið. Við ákváðum svo að fara að sofa bara snemma svo við yrðum hressar fyrir ferðalagið svo við vorum búnar að gera allt tilbúið og farnar að sofa um 11 því við áttum að vera komnar uppí skóla fyrir 8 um morguninn.

Mánudagurinn 8. Október.
Ég var svo rosalega heppin að vakna svo aftur um 2 leitið og geta ómögulega sofnað aftur. Svo ég fór bara að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu.. Já mér leiddist svo mikið.
Um hálf 6 leitið var svo „vaknað“ og farið að gera sig til fyrir ferðalagið og var komin slatta mikill spenningur í okkur. Þar sem að við vissum heldur ekkert hvað við vorum að fara að gera í þessari ferð. Eina sem við vissum var að við vorum að fara til Melacca og Kuala Lumpur.
Við komum svo í skólann um hálf 8 og var langt af stað í ferðina um hálf 9 leitið. Rútuferðin tók óralangan tíma og stoppuðum við alltof oft á leiðinni svo ég var virkilega farin að halda að við ætluðum aldrei að verða komin á leiðarenda. En þess á milli sem ég svaf sá ég voðalega lítið annað en tré, tré, tré og aðeins meiri tré þar sem það er allt út í trjám hérna. Og þetta lítur eiginlega bara út eins og einn risastór frumskógur.
Við vorum svo loksins komin til Melacca um 7 leitið og fórum við þá í íbúðirnar sem að við áttum að gista í yfir nóttina. Stoppuðum samt bara stutt þar því svo var förinni heitið í útsýnisturn sem var stutt hjá.
Fyrst leit þetta meira út eins og fallturn og var mér ekkert alveg sama að eiga að fara upp í turninum þar sem að ég er virkilega lofthrædd en svo leit þetta aðeins betur út þegar að við komum nær svo ég fór með krökkunum og var útsýnið rosalega fallegt þegar að við vorum komin alla leið upp. Og auðvitað var tekið fullt af myndum.
Eftir að við vorum svo búin í turninum fórum við í bátsferð um á sem að rennur í gegnum Melacca og er búið að gera þetta að svona soldið miklum „túristastað“ og voru húsin í kringum ánna rosalega falleg. Búið að mála sum þeirra með mjög fallegum myndum. Og þetta var svona staður sem að ég væri alveg til í að koma á aftur með fjölskyldunni og skoða betur í kringum ánna. Næst var farið og fengið sér kvöldmat en þá var klukkan langt gengin í 11, og svo var bara farið í íbúðirnar og farið að sofa.

Pínu ég í rútunni.

Svona leit öll ferðin út.. tré, tré, tré og aftur tré...

Útsýnið úr turninum yfir Melacca

Hópurinn

Turninn

Svona voru mörg húsin við ánna í Melacca. 



Þriðjudagurinn 9. Október.
Við stelpurnar vöknuðum allar frekar snemma og var skellt sér í sturtu og gert sig til. Straujað baju kurung og slæður hægri vinstri því næst var stefnan tekin á að skoða háskóla. Og þar þurftum við að vera voðalega fínar í vel straujuðum fötum.
En þegar að við komum í skólann Multimedia University byrjuðum við á að fara á fyrirlestur um hvað skólinn býður uppá. Og skildi ég eiginlega ekki neitt þar sem að þetta var mest á Malajísku. Þótt konu greyið reyndi að blanda smá ensku inní svo að ég og Elenora myndum skilja eitthvað hvað hún var að segja. Eftir fyrirlesturinn var svo sýnt okkur skólann og var þetta mjög fínt. Samt ekkert eins fínt og skólarnir heima. En það er allt annað mál.
Eftir að hafa skoðað skólann í bak og fyrir fengum við að eins að rölta um Melacca og verlsa aðeins. Ég keypti voðalega lítið samt, einn bol, einhverja sósu handa hostfjölskyldunni minni og svo einhverskonar teppi til að vera í þegar ég kem úr sturtu.
Næst var svo hoppað aftur uppí rútu og ferðinni haldið til Kuala Lumpur. Eftir að hafa verið í rútunni í kringum 2 klukkutíma vorum við loksins komin til Kuala Lumpur. En þá var farið að rigna.. og guð minn góður, ég komst að því að ég hef enga þolinmæði til að vera í umferðinni þar þegar að það byjar að rigna því við vorum bara föst á sama staðnum í endalaust langan tíma. Og svo byrjuðu þrumur og eldingar og þá varð mér ekkert alveg sama að sitja föst í rútunni því að eldingarnar vorum komnar rosalega nálægt okkur. En á endanum komumst við loksins á hótelið sem að við áttum að gista á. Og þá var skellt sér í snögga sturtu og svo út að borða. Restin af kvöldinu var svo bara notað í að rölta aðeins um í kringum hótelið og svo var farið snemma að sofa.

Verið að útskýra eitthvað voðalega sniðugt í skólanum.. skildi samt ekkert hvað það var..

Auðvitað var kíkt þangað og fengið sér að borða.. svona þegar maður hafði loksins tækifæri til þess
Maturinn minn þegar ég fór út að borða með stelpunum


Tvíburaturnarnir að kvöldi til
Miðvikudagurinn 10. Október
Var seinasti dagurinn í ferðinni og var hann tekinn snemma rétt eins og hinir dagarnir. Byrjuðum við á því að fara og fá okkur morgunmat á veitingarstað sem var hliðiná hótelinu okkar og svo var skellt sér aftur uppí rútu og förinni heitið í tvíburaturnana. Og mikið sem að ég elska þann stað. Ég gæti sko alveg átt heima þar! En þar röltum við í gegnum mollið sem var geeðveikt og fórum svo beint í Petrosains. Sem er safn með öllu milli himins og jarðar. Og var það rosalega gaman. Þar var eitt alveg all löngum tíma og var margt spennandi að skoða þar. En eftir að hafa skoðað þetta safn fengum við því miður engann tíma til að rölta í mollinu og var ég pínu sár. En í staðin fórum við einhvert annað þar sem við fengum frítíma og áttum að fá okkur að borða þar og máttum svo kíkja í búðir sem voru þar í kring, en það voru ekkert nema slæðubúðir svo ég verlsaði ekkert þar. Svo um hálf 4 héldum við loksins af stað heim aftur til Perlis og var það nokkuð góð tilfinning. Nema eina sem að var leiðinlegt við það var að sitja í rútu í 9 klukkutíma. Og aftur voru alltof mörg og löng stopp á leiðinni, en við gátum samt sofið mest allan tímann þar sem það var alveg mirkur úti mest alla leiðina.
Klukkan svo hálf 1 um nóttina vorum við loksins komin aftur í skólann minn og komu þá host foreldrar mínir að sækja mig og Elenoru. Og gisti hún hjá mér því við komum svo seint heim og þýddi það bara að ég þurfti ekki að fara í skólann daginn eftir sem var mjög ljúft. Þar sem að ég var mjög þreytt eftir allt ferðalagið.

Ég og Ann í Petrosains
Mollið í turnunum.. gæti alveg misst mig þarna!

Ann. Einn kennarinn sem var með okkur Farah og svo ég.. Vandræðalegt hvað ég er alltaf mikið stærri en allir hérna!

Ein af byggingunum í Kuala Lumpur.. Sjúklega flott
Miðinn í Petrosains


Fimmtudagurinn var svo bara tekinn í leti.. gerðum bókstaflega ekkert annað en að sofa til hálf 2 og svo horfa á sjónvarpið þangað til host mamma Elenoru kom og sótti hana. Svo ákvað ég bara að fara snemma að sofa því það var skóli hjá mér daginn eftir.

Í dag þegar ég kom svo í skólann voru allir rosalega ánægðir að sjá mig aftur og allir voru að segja mér hvað þau höfðu saknað mín mikið. En þetta var samt einn af þessum tilgangslausu dögum í skólanum þar sem að það kemur enginn kennari að kenna bekknum fyrir en bara í seinasta tímanum, þannig við hefður í rauninni alveg eins getað bara verið heima. En reyndar eru allir dagarnir hjá mér voðalega tilgangslausir í skólanum þar sem að ég er ekki að læra neitt. Og þarf ekkert að gera í skólanum. En vonandi breytist það samt eftir áramót. En svo hef ég gert voðalega lítið í dag. Kom heim úr skólanum og lagði mig aðeins og er svo bara búin að hafa það mjög gott.
En þetta er bara komið gott í bili. Þangað til næst....
- Hafrún Ýr.

3 comments:

  1. Já sæll þetta hefur verið gaman, hefði sko alveg verið til í að týnast í þessu molli haha ég verð greynilega bara að skreppa með þér til Kuala Lumpur. ;D

    ReplyDelete
  2. oh snúður ég ætla ekki að segja að ég öfundi þig því það er ekki fallegt að öfunda (öfunda þig samt alveg helling) hehehe ég samgleðst þér bara að prófa og upplifa svona mikið öðruvísi
    njóttu þín sæta krúsin frænku
    fullt fullt af knúsi og kossum :*

    ReplyDelete
  3. En gaman!! Gaman að skoða myndirnar. Haltu áfram að hafa það svona gott :)

    ReplyDelete