Jáá seinustu dagar hafa verið aðeins of viðburðarríkir skal ég sko segja ykkur. Svo ef að þú ert ekki í stuði til að lesa langt blogg eða bara nennir enganveginn að lesa mikið. Þá getur þú bara hætt strax lesandi góður því ég get lofað þér því að þetta verður alveg í lengri kantinum! Og þið verðið að afsaka en það fylgja engar myndir með þessu bloggi þar sem að netið var alltof lélegt til að hlaða þeim inn.. En ég minni á að það eru fullt af myndum á facebook og ég mun gera myndablogg við tækifæri :) með fyrir fram þökk!
En svo ég byrji nú bara. Að þá s.s á fimmtudaginn 8 Nóvember fór ég til Elenoru og vorum við orðnar vel spenntar að fara af stað í ferðalagið en þurftum þó að bíða til næsta dags.
Föstudaginnur 9 Nóvember.
Elenora fór í skólann og host mamma hennar í vinnuna svo ég var bara ein heim með host broðir hennar og host pabbanum. En ákvað að nota tíman á meðan ég væri ein að laga aðeins til í töskunum mínum. En mér tókst ekki betur til en þegar ég fór með pabbanum að sækja Elenoru í skólann, mömmuna í vinnuna og fara á pósthúsið að senda jólapakkann heim til mömmu og pabba að þá var herbergið eins og ein sprenging.. Nei ég segji bara svona. En það var samt alveg vel mikið dót út um allt.
Eftir að við komum heim fórum við báðar í það að hendast í að pakka niður því við höfðum ekkert alltof langan tíma þangað til við áttum að taka rútuna til Ipoh. En auðvitað tókst okkur nú samt að klára að gera allt til og koma okkur til Kangar þar sem að rútan átti að fara á réttum tíma. Eða svona næstum því.. nokkrar mínútur til eða frá skiptu ekki svo rosalegu máli.
Loksins komum við til Ipoh klukkan 9 um kvöldið og beið okkar chapter forsetinn yfir Perak og fórum við með honum heim til hans þar sem að biðu okkar nokkrir aðrir skiptinemar. Og mikið ofboðslega sem að það var nú gaman að hitta þau aftur!
Við vorum svo 4 stelpur sem að fórum saman til Tapah sem er bær 45 min frá Ipoh og gistum hjá öðrum skiptinema þar. Því við áttum ekki að fara til deepavali fjölskyldnanna fyrir en á sunnudeginum. En Elenora kom ekki með okkur því hún fór með örðum skiptinemum svo við vorum semsagt 5 saman í heildina á þessu heimili í 2 daga og var það rosalegt stuð. 2 stelpur frá Ítalíu og 2 frá þýskalandi og svo ég ein frá Íslandi. Getið rétt ýmindað ykkur hvernig þetta var stundum. Að hlusta bæði á þýsku og svo ítölsku og skilja ekkert. En þetta reddaðist og við notuðum enskuna mjög mikið.
Laugardagurinn 10 Nóvember.
Við komum mjög seint til Tapah um kvöldið svo við fengum að sofa soldið út. En þegar við vöknuðum fórum við út að borða með hostpabba Ilariu (ítalska skiptinemanum) og fórum svo að synda í smá foss. Þetta var samt alveg frekar kalt svona miðað við hitan hérna í Malasíu en við gátum skemmt okkur samt mjög vel. Dagurinn fór samt mest bara í það að snúast einhvað með host foreldrunum og hitta fullt af fólki sem að hafði mjög mikinn áhuga á löndunum okkar. Svo um kvöldið fórum við bara út að borða með mömmunni og bróðirinum og var þetta með betri mat sem að ég hef borðað hérna úti. En þetta leit bara út eins og hvítlauksbrauð en var enganveginn líkt á bragðið. Svo voru fullt af sósum með og þetta var svoo gott!
Kvöldið fór svo bara í það að spjalla um allt milli himins og jarðar. Bara eins og gengur og gerist þegar 5 stelpur eru saman. Fórum svo bara ekkert alltof seint að sofa því við áttum að vakna mjög snemma daginn eftir.
Sunnudagurinn 11 Nóvember.
Dagurinn byrjaði ekki alveg eins og hann átti að gera, þar sem að við vöknuðum ekki á réttum tíma og enginn var að hafa fyrir því að vekja okkur svo við misstum af rútunni til Ipoh og vorum orðnar of seinar í afs prógrammið sem að við áttum að vera með í. En þegar við vöknuðum klukkan 9 fórum við bara beint í það að borða og svo ætluðum við beint á rútustöðina til að taka næstu rútu. En í staðinn keyrðu host bróðir Ilariu okkur í einhvað annað prógramm sem að mamma hans var að taka þátt og vorum við ekkert alltof glaðar með það. En eftir að hafa stoppað stutt þar fengum við loksins að fara á rútustöðina. Og guð minn góður! Ég hef alldrei séð eins skelfilega rútu áður. Bara að þetta skuli virkilega verið notað segi ég bara. Var svo hrædd alla leiðina um að rútan myndi bara hrinja í sundur. En við tókum þessa rútu til Kampar og þar þurftum við að skipta um rútu sem að var svo ekkert skárri og vera í henni alla leið til Ipoh. En í heildina tóku þessar rútuferðir 2 til 2 og hálfan klst takk fyrir takk!
Þegar við komum svo til Ipoh var prógrammið búið sem að við áttum að vera í og þegar chapter forsetinn kom og sótti okkur á rútustöðina sagði hann okkur að við áttum ekkert að koma og vera með. Heldur áttum við bara að koma um kvöldið. Vel gert það! En við fórum þá bara í það að kaupa Indversk dress sem að við áttum svo að vera í um kvöldið þegar við myndum hitta fjölskyldurnar okkar.
Um kvöldið hittum við svo alla skiptinemana og var það ótrúlega skemmtilegt. Þótt að maður gæti ekkert talað við þau var samt gaman að sjá þau því við vorum á einhverjari sýningu eða ég veit ekki alveg hvað þetta var. Og þar þurftum við svo að fara uppá svið og fjölskyldurnar okkar að koma og ná í okkur. Frekar vandræðalegt þar sem að það var fullt af fólki að horfa á. En þá kom þessi líka æðislega fjölskylda að sækja mig og fórum við bara eiginlega strax heim eftir að ég var búin að hitta þau. En á leiðinni heim komum við að umferðarslysi þar sem að bíll hafði oltið á veginum og stoppuðum við til að athuga hvort að við gætum einhvað hjálpað. En löggan kom svo stuttu seinna svo við fórum bara heim. Og ég fór bara fljótlega að sofa því ég var alveg uppgefin eftir daginn.
Mánudagurinn 12. Nóvember.
Þegar ég vaknaði um 9 leitið var allt á fullu við að skreyta allt hátt og lágt því að deepavali var daginn eftir. Eftir að það var svo búið að skreyta allt hjá okkur fórum við niður til ömmunar og afans en þau búa neðar í götunni og var farið að skreyta þar. Og var fullt af fólki þar en svona til að byrja með voru allir frekar feimnir við mig.
Dagurinn fór svo mest bara í flakk á milli staða. Labba upp og niður götuna og gera allt til fyrir hátíðina. En eftir kvöldmatinn fór ég með host systkinunum í búðir því systirin þurfti að kaupa einhverja liti til að blanda saman við hrísgrjón því að hún ætlaði að búa til mynd á stéttina fyrir framan úr hrísgrjónum. Ég var ekki alveg að skilja fyrst hvað hún væri að meina en fylgdi þeim bara það sem að þau voru að fara. Svo um 11 leitið fórum við aftur til ömmunar og afans því að þá voru allir farnir að dansa og syngja og komnir aðeins svo í glas en það var ekkert að því. En svo klukkan 12 fóru allir að óska hvort öðru happy deepavali og sprengja upp flugvelda.. bara eins og á áramótunum. Svo þetta var rosalega skemmtileg stemming. Svo var bara dansað til 2 um nóttina en þá fóru allir að týnast heim því við þurftum að vakna snemma um morguninn.
Þriðjudagurinn 13 Nóvemer.
Ég var vakin um 7 leitið og var henst í sturtu og farið í Saree sem er Indversk föt og er ekkert djók að klæðast þeim. Þarf sko bæði host mömmuna og systurina til að klæða mig í þetta því ekki kann ég að vefja þessu sjálf utanum mig. Næst var að fylgjast með þeim biðja og þegar að þessi hátið er haldin að þá fá krakkarnir alltaf ambátt frá foreldrunum og svo ný föt. Og ég fékk svoleiðis líka og fékk svo Indversk föt sem mér finnst vera ótrúlega flott. Næst fórum við í Hof þar sem að þau biðja og fékk ég að fylgja þeim og sjá hvernig þetta er allt gert. Og var allt ótrúlega fallegt þarna og auðvitað fékk myndavélin að fylgja með. Þegar við komum svo heim fórum við í morgunmat hjá ömmunni og afanum og svo bara heim að leggja okkur. Því um kvöldið vorum við svo að halda uppá afmælið eins frændanns. Og hérna er þetta þannig að afmælisbarnið sker kökuna og svo matar hún alla gestina af einum bita og gestirnir mata hann líka. Var soldið skrítið að vera mötuð af einhverjum sem að ég þekki ekki neitt. En eftir að hafa fengið þennan bita fór ég svo til Ilariu í grill mat og var það bara ágætt.. Spjallaði helling við hana og krakkana sem að voru hjá henni á deepavali.
Miðvikudagurinn 14 Nóvember
Við fengum að sofa aðeins út eða til 10 eða svo. Og gerðum voðalega lítið hérna heima nema vera bara löt þangað til við fórum niður til ömmunnar og afans í hádegismat og að hitta allt fólkið. Þá voru fleiri líka farnir að þora að tala við mig og spurningarflóðið sem að ég fékk var sko ekkert lítið. En flest allir voru að spurja sömu spurninganna svo ég var alltaf að svara því sama um Ísland. Hvernig veðrið væri, hvort við notum evru, hvernig tungumálið er og svoleiðis hluti. Eftir hádegis matinn skelltum við okkur svo „krakkarnir“ (já vorum á öllum aldri, frá því að vera svona 10 ára og alveg uppí 27 ára) uppí nokkra bíla því við vorum frekar mörg og förinni var heitið að fara að synda í á. Og var það ótrúlega gaman því við vorum svo mörg. Eftir að hafa verið þar í soldinn tíma fórum við bara heim og höfðum það rólegt það sem eftir var af deginum.
Fimmtudagurinn 15 Nóvember.
Við vöknuðum frekar snemma og gerðum okkur til og fórum niður í bæ því ég ætlaði að fá mér gat í nefið. Og fór ég með systurinni og yngri bróðurinum. Var samt frekar hrædd þegar ég var komin á staðinn en vildi ekki hætta við svo ég lét bara vaða og var þetta ekki næstum því eins vont og ég bjóst við. En svo drifum við okkur bara heim og því að næst var förinni heitið inní Ipoh til að heimsækja fjölskyldu host pabbans. Og var þetta allt fólk sem ég hafði ekki séð áður. En eins og vanalega hérna í Malasíu að þegar maður fer í heimsóknir gerir maður ekkert annað en að borða. Svo maður var vel sprunginn eftir þennan dag. Seinasta heimsóknin var til eldra fólks sem ég veit samt ekki alveg hvernig er skylt þeim. En þau búa á ótrúlega flottur og kyrrlátum stað. Minnti mig pínu á sveitina heima á Íslandi. Var nú samt eitt sem að mér líkaði ekki við þennan stað voru allar moskídóflugurnar. Ég fékk s.s. að finna vel fyrir þeim!
Föstudagurinn 16 Nóvember
Var bara algjör leti dagur. Held að ég hafi bókstaflega ekki gert neitt þann daginn. Nema vinkonur host mömmunar úr vinnuni komu í hádegismat. Og annað held ég að við höfum ekki gert nema bara liggja og horfa á sjónvarpið.
Laugardagurinn 17 Nóvember
Þegar við vöknuðum fórum við á stað þar sem að þau eiga og eru með lítið fjölskyldu hof sem að langa langa afi þeirra gerði og fór ég með þeim að skoða það og var það ótrúlega lítið og krúttlegt. En svo var það ekki fyrir en um 6 leitið um kvöldið sem að við fórum að gera einhvað. En þá fórum við að gera okkur til fyrir brúðkaup, Indverskt brúðkaup. Og seinustu daga hef ég verið dressuð upp í indversk föt á hverjum degi. Því host systurinn finnst svo gaman að dressa mig upp og mála mig og allt svoleiðis svo ég þarf ekki að gera neitt sjálf. En við semsagt fórum í brúðkaupið og ég þurfti að vera í Saree sem er ekki beint auðvelt og er eiginlega alltof heitt til að vera í. En þegar við komum í brúðkaupið vorum við auðvitað of sein. Bara eins og gengur og gerist hérna í Malasíu. Allir eru alltaf of seinir!
En þegar að við komum að þá var verið að fara út með brúðurina og verið að koma inn með brúðgumann og verið að blessa hann í bak og fyrir. Svo kom brúðurin aftur inn og þau voru blessuð saman. Og þá var sett upp þetta appelsínugula hálsmen sem að allar giftar konur eru með. Og var fagnað rosalega og hent yfir þau hrísgrjónum. En um leið og það var búið að binda hálsmenið fóru allir og fengu sér að borða. Svo eftir matinn fórum við og host mamman blessaði þau eða einhvað svoleiðis og við létum taka mynd af okkur með þeim og svo fórum við bara heim.
Þegar við komum svo heim tók ég skype við elsku mömmu og svo var bara farið að sofa.
Sunnudagurinn 18 Nóvember
Við vöknuðum um 9 leitið til að fara að gera okkur til því að við vorum að fara í annað brúðkaup. Og tók það sinn tíma að vefja okkur allar í saree. En við komum s.s aftur of seint og er það bara rosalega venjulegt fyrir fólk að koma ekki á réttum tíma hérna. En þetta var miklu stærra brúðkaup og miklu meira fólk, sem þýddi bara að við þurftum að bíða í lengri röðum eftir að fá okkur að borða. Það var það eina sem að ég hugsaði um því ég gat ekki borðað morgunmat og það var alltof heitt þarna til að ég gæti einbeitt mér að fylgjast með öllu sem var að gerast.
Eftir brúðkaupið fórum við svo til vinafólks fjölskyldunnar og vorum þar í smá tíma. Við „systkinin“ löbbuðum svo inní einhver smá skó með manninum sem að bjó þarna því við ætluðum að fara að sjá svínin sem að eru þarna rétt hjá. Ég get samt sagt ykkur að þetta var það heimskulegasta sem að við gátum gert. Því það var allt morandi út í moskídó flugum þarna. Og eftir daginn taldi ég 22 bit. Takk fyrir takk. Ég sem hef sloppið frekar vel hérna get ekki sagt að þetta hafi verið til þess að gleðja mig neitt.
Þegar við fórum svo heim var komin helli rigning svo það var lítið annað í stöðunni en að fara bara og leggja sig því við höfðum ekkert að gera.
Um kvöldið fór ég svo bara í badminton með yngri bróðurinum sem er samt eldri en ég, frekar skrítið að vera allt í einu yngst.
Mánudagurinn 19 Nóvember.
Allir voru frekar þreyttir eftir seinustu viku því það var búið að vera allt á fullu. Svo eldri bróðirinn nennti ekki einu sinni að fara í vinnuna svo hann var bara heima. En hann þarf að keyra í 2 eða 3 klukkutíma þangað sem að hann á heima en kemur samt alltaf heim til foreldranna um helgar. Svo var rigning í þokkabót svo við höfðum ekkert að gera. En þetta var samt afmælisdagurinn systurinnar svo þegar það var hætt að rigna fórum við aftur að ánni sem að við fórum í um daginn og ætluðum að fara að synda aftur en hún var svo skítug þannig við fórum bara með tásurnar ofaní, enda rétt eftir að við komum fór að rigna aftur. Næst tók við bara sjónvarpsgláp og leti í öllum. Alveg þangað til eftir mat. En þá fór systirin að baka köku og ég sonna hjálpaði henni aðeins og svo var bara svefn snemma.
Í dag hef ég svo ekki gert neitt annað en að sofa út í fyrsta skipti síðan ég kom hingað og get ekki líst því hversu gott það var. Og er svo núna bara að skrifa þetta blogg. En það er held ég ekkert plan fyrir daginn nema ég ætla bara út að hlaupa seinnipartinn.
En þar sem að ég held að það sé enginn að nenna að lesa þetta langa blogg ætla ég bara að segja þetta gott í bili.
Þangað til næst..
Hafrún
Ég án djóks las allt bloggið, ekkert smá gaman að lesa þetta og heyra hvað þú ert að upplifa!
ReplyDeleteHaltu áfram að njóta þín vinan!
jibbí skibbí skemmtilega líf
ReplyDeleteég las allt bloggið
þú ert yndi :*