En ég er allavega orðin hress eftir veikindi seinustu daga sem er bara gott :D
En já það sem að ég er búin að vera að gera seinustu dag er að það var frí í skólanum á mánudaginn, svo það var löng helgi hjá okkur en það var eitthvað útaf Islam trúnni sem að var frí í skólanum. Svo það var bara einn dagur til viðbótar sem ég gat hvílt mig og sofið sem var bara gott. En svo voru bara venjulegir skóladagar á þriðjudaginn og miðvikudaginn.
Svo kom fimmtudagur! Þá fór ég ekki í skólann því að allir skiptinemarnir í Perlis voru að fara að hittast.
Við s.s. hittumst í Kangar og þar fórum við á hótel og vorum að hjálpa til við að elda mat, eða einhverskonar graut myndi ég kalla það. En hann þurfti að malla frá því sonna um 9 eða hálf 10 og þangað til um hádegi, og þurfit alltaf einhverjir 2 að vera að hræra í hverjum potti, og þetta voru ekkert fáir pottar. Og ég get ekki beint sagt að þetta hafi verið auðvelt að standa undir þessum tjöldum í öllum hitanum sem var bæði úti, og svo hitanum sem að kom frá pottunum í þokkabót!
En svo þurfti að setja grautinn í dollur og loka þeim öllum, og ég get eiginlega ekki ýmindað mér hversu margar dollur þetta voru.. Örugglega einhver þúsund..
Ég að hella hrísgrjónunum í pottinn |
Grauturinn alveg að verða tilbúinn |
Dollurnar sem að grauturinn var settur í |
En svo þegar þetta allt var búið fórum við og skiptum um föt og fórum í fínu Baju kurung-in okkar og biðum svo eftir að sonur kóngsins í Perlis eins og þau kalla hann hérna, en við kölluðum hann bara prins.
Það bera allir rosalega mikla virðingu fyrir honum og konunni hans, og maður má alls ekki snúa baki í þau t.d. og svo heilsar maður þeim heldur ekki eins og venjulegu fólki.
En þegar hann kom var smá athöfn og svo fóru allir út á götu, og hann og konan hans fóru að gefa fólkinu í bílunum gjafir og grautinn sem að við vorum að elda. Svo fengu þeir sem voru á motorhjólum nýja mótorhjólahjálma.
Þegar þau voru búin að gefa gjafirnar og voru að fara að þá fengum við að tala við þau, og það var rosalega gaman og mikil upplyfun og við vorum öll bara eitt stórt bros. Þau voru rosalega áhugasöm um að vita hvaða við værum og hvað við værum búin að vera lengi og hve lengi við yrðum hérna og allt svoleiðis.
Svo þegar ég var að segja þeim frá mínu landi horfði konan rosalega lengi á mig og sagði svo allt í einu bara "váá rosalega ertu falleg" og ég get ekki neitað því en að maður fór pínu hjá sér haha! Ég er að verða nokkuð vön að heyra þetta hérna.. En þetta sló allt út :p
Ég að tala við prinsinn og konuna hans. |
Svo þegar þetta allt var búið fórum við heim til stráksins sem var búinn að vera að keyra okkur. Og þar borðuðum við með fullt af öðrum krökkum sem eru að læra að verða læknar og það var rosalega gaman!
Þar gátum við talað fullt við þau og þar voru sumar stelpurnar sem að höfðu farið í gegnum mjög svipaða hluti og við þegar þær fóru til Indónesíu að læra.
Ég get eiginlega ekki sagt annað en að ég hafi verið vel uppgefin í morgun þegar ég vaknaði klukkan 6 til að fara að gera mig til í skólann.. Enda gerði ég ekki annað en að sofa í fyrstu tímunum :p
Svo fór dagurinn í dag bara í það að fara í skólann í morgun. Og svo fór ég með mammy og bapa í bær sem er hérna í næsta fylki ef maður á að kalla það það.
Það var rosalega skrítið því hvorug stelpnanna komu með, svo ég var bara ein með þeim. En þar fann ég fyrir því hvað maður er svakalega vængbrotinn hérna og uppá aðra kominn.. Ég labbaði bara eins og skugginn þeirra á eftir þeim í dag og þorði ekki að hleypa þeim nema meter frá mér bara svo ég myndi ekki týna þeim því það er sko ekkert auðvelt að vita varla hvar maður er og kunna örfá orð í tungumálinu, og þessi örfáu orð myndu nú ekki hjálpa mér mikið ef að ég myndi týnast get ég sagt ykkur.
Ég get heldur ekki sagt að ég sé að hata það hvað allt er ódýrt hérna, eða allavega ódýrt miðað við allt heima :D
En jæja.. Ætli þetta sé ekki gott í bili :)
Þangað til næst...
- Hafrún Ýr !
elsku litla prinsessan mín :) það er gott að vita að allt gengur vel hjá þér :) ég verð nú bara að segja að það eru nú örugglega mjög fáir sem fá að ávarpa prinsa og prinsessur á sinni lífsleið... þú ert alveg að uni pplifa æfintýrið fyrir allann peninginn... haltu bara áfram í jákvæðni og bjartsýni og þá verður þetta bara endalaust gaman :) elska þig <3
ReplyDeleteJá, enda vorum við öll bara eitt stórt bros og gátum ekki talað um neitt annað næsta klukkutímann en hvað þetta var gaman! :D
DeleteElska þig líka <3
Vá ekkert smá frábært, ofsalega gaman að lesa um allt sem þú ert að upplifa þarna. Ekki amarlegt að fá svona hrós frá prinsessunni sjálfri :)
ReplyDeletekv laufey
Já takk fyrir það, þetta er búið að vera rosalega gaman og ótrúlega fljótt að líða :) og ég get ekki sagt að það hafi verið leiðinlegt að heyra þetta frá henni, var eitt stórt bros restina af deginum :D
Delete