Jáá.. það er orðið alveg soldið langt síðan ég bloggaði seinast en það hefur líka alveg hellingur gerst á þeim tíma..
En ég ætla bara svona aðeins að segja ykkur frá seinustu dögum því þeir eru búnir að vera ótrúlega skemmtilegir!
En semsagt á seinast laugardag fór ég til Elenoru (skiptinemans frá Sviss) og þegar ég kom heim til hennar var hún ekki heima, svo ég hafði voðalega lítið annað að gera en bara að hjálpa fjölskyldunni hennar að gera allt til fyrir trúlofunarveislu frændans. Já hérna er haldið trúlofunarveisla. En svo kom Elenora loksins heim og við gátum talað endalaust saman.
Um 11 leytið fórum við svo út að borða með host mömmu hennar og svo var bara farið að sofa.
Sunnudagurinn var svo tekinn snemma og vaknað klukkan hálf 8 því það var langur dagur framunda.
Við byrjuðum á því að fara til Tælands og fá stimpla í vegabréfin okkar svo við fengjum lengra dvalarleyfi, en dvalarleyfin eru ekki enþá tilbúin svo við erum enþá á túrista vísa þar sem að það er víst eitthvað vesen hjá AFS með dvalarleyfin okkar. En þegar við vorum komin að hliðinu þar sem við þurftum að fylla út einhverja pappíra hittum við 3 aðra skiptinema sem búa í Kuala Lumpur og fóru þau með okkur í gegn og fengum við öll stimpla í vegabréfin okkar.. og ekkert fáa, skil ekki alveg afhverju þeir voru svona margir, en það er annað mál.
Eftir að við komum til Tælands fórum við bara beint og fengum okkur að borða, og var það bara eins og það sem að við borðum í Malasíu. Kjúklingur og hrísgrjón.. klikkar seint. Þegar allir voru svo búnir að borða löbbuðum við aðeins um götuna, en þar var fullt af svona sölubásum og voru þeir skoðaðir svona lauslega. En mér leið meira eins og ég væri komin til spánar þar sem að það er allt út í svonasölubásum þar.
Við stoppuðum bara stutt í Tælandi og var förinni næst heiti í helli sem að ég bara man einganveginn hvað heitir, og hef ekki hugmynd um hvað átti að vera merkilegt við hann. En var samt rosalega gaman því við skiptinemarnir gátum talað endalaust saman.
Hópurinn sem fór saman til Tælands |
Mætt á svæðið. |
Allir voða ánægðir að vera komnir með stimpla í vegabréfin |
Í hellinum |
Hópurinn |
Eftir að við vorum svo búin að skoða hellinn fórum ég, Elenora, og hostforeldrar hennar beina leið heim til hennar til að gera okkur til fyrir trúlofunarveisluna. En veislan var semsagt haldin heima hjá foreldrum stelpunnar. Og hérna er það þannig að fjölskyldurnar gefa hvor annari gjafir. Fjölskyldan mannsins gefur fjölskyldu konunnar gjöf og svo öfugt. Og þegar við vorum á leiðinni í veisluna bað frændinn sem var að fara að trúlofa sig, mig og Elenoru að halda á sitthvorri gjöfinni og gefa þeim hana. Og auðvitað gerðum við það, því þetta var ákveðin upplyfun. Svo allt öðruvísi en við gerum þetta heima á Íslandi.
En þegar við vorum búnar að setja gjafirnar inn, þá settust allir á gólfið inni og einhver fór með múslimska bæn og svo kom tilvonandi eiginkonan inn með mömmu sinni. Og í staðin fyrir að maðurinn sem hún var að fara að trúlofast setti hringinn á hana, að þá er það þannig hérna að mamma mannsins setur hring á tilvonandi tengdadóttir sína.
Svo voru teknar fullt af myndum af þeim, og þau vildu endilega hafa okkur með á myndunum, svo núna er til fullt af trúlofunarmyndum með mér og Elenoru á.. Sem er pínu vandræðalegt.
En svo bara eins og í öllum öðrum veislum hérna borðuðu allir fullt og fóru svo heim.
Þegar við komum svo aftur heim til Elenoru ákváðum foreldrar hennar að við skyldum fara og synda í fossinum sem ég var búin að fara og skoða með þeim áður og hittum við hina skiptinemana þar og var það rosalega gaman, bara pínu kalt.
Um kvöldið skelltum við krakkarnir okkur svo saman út að borða á KFC.. uppáhaldið okkar allra og svo í keilu sem var geðveikt gaman.
Gjafirnar sem fjölskyldan konunnar fékk |
Ég og Elenora með gjafirnar sem við gáfum henni. |
Ég, Elenora og fólkið sem var að trúlofast |
Á mánudaginn vöknuðum við svo um 10 leitið og fórum beint til frænku Elenoru og fórum að hjálpa henni að gera allt tilbúið fyrir afmæli sem átti að vera þarna seinna um daginn. Þegar við vorum svo búnar að hjálpa fullt til ákváðum við að taka okkur smá pásu og fara í göngutúr, sem átti bara að verða stuttur... eeen endaði óvart á því að vera í 1 og hálfan til 2 klukkutíma. Hann endaði nú líka svona svakalega vel að þegar við komum aftur heim var ég orðin þvílíkt brunnin þótt að það væri engin sól úti.. ( Já ég setti ekki á mig sólavörnina sem ég fékk frá Sigga í afmælisgjöf).
Seinnipartinn komu svo hinir skiptinemarnir í afmælið og alltaf þegar við hittumst tölum við endalaust saman. Og það er alldrei svona þar sem að við höfum ekkert að segja því við erum alltaf að deila reynslunum okkar og leyfa hinum að vita hvað við erum búin að vera að upplyfa.
Aftur fórum við svo inní Kangar um kvöldið til að hitta krakkana og ákváðum við að fara í þetta skiptið í svona fjölskyldu karokí sem var ótrúlega gaman.
Þriðjudagurinn var bara tekinn rosalega rólega. Sváfum lengi og gerðum ekkert yfir daginn annað en að hjóla út í búð. Svo seinni partinn þegar host mamma Elenoru var komin heim fórum við auðvitað aftur í Kangar til að hitta krakkana frá Kuala Lumpur í síðasta skiptið áður en þau færu aftur heim til sín, þar sem þau áttu að fara með rútunni um kvöldið til baka. Allir voru samt voðalega latir þannig við spiluðum bara alveg þangað til að við borðuðum kvöldmat. Eftir hann kíktum við aðeins út á röltið. Tíminn flaug alveg áfram og allt í einu þurftum við að fara heim því krakkarnir þurftu að fara að drífa sig svo þau myndi ná rútunni.
Ég held að ég sé ekki að ljúga að neinum.. En þessir dagar með skiptinemunum voru klárlega með þeim bestu sem að ég hef upplyfað síðan ég kom hingað. Rosalega mikið af nýjum hlutum sem að við vorum að gera. Og fá að vera svona frjáls var æðislegt.
En jáá.. svo núna á mánudaginn næsta er ég að fara með skólanum mínum í smá ferðalag en við erum að fara til Malaka og Kuala Lumpur.. en ég hef samt ekki hugmynd um hvað við erum að fara að gera þar. Eina sem að ég veit er að ég var valin ásamt nokkrum stelpum úr bekknum mínum til að fara. Svo vonandi verður þetta bara rosalega skemmtilegt.
En þar sem að þetta er orðið svo langt blogg og örugglega enginn að nenna að lesa það allt að þá er þetta komið gott í bili.
Allir skiptinemarnir saman |
Bara pínu brennd eftir daginn... |
Elenora, Louisa og Fabio |
Ég og Joeri |
- Hafrún Ýr
Heppin ertu að hafa fengið að fara til Tælands! en ég held að ég hafi aldrei séð svona mikið far á neinni manneskju áður!
ReplyDeleteHaltu áfram að hafa svona gaman! :)
Kveðja frá Ítalíu!
Lööng EN ótrúlega skemmtileg lesning :D alltaf svo gaman að lesa hvað þú ert að skemmta þér vel!!!
ReplyDeleteEn úff elsku "barn" passaðu þig nú á sólinni, þetta getur verið mjög slæmt að brenna svona mikið! og notaðu nú endilega sólarvörnina sem þú fékkst frá Sigga :)
Endalausir kossar og knúsar :*
sjææææs hvað þú ert brunnin... Hafrún Ýr!!!! NOTA SÓLARVÖRN !!!!!
ReplyDeleteOh my god bruna myndin af ter hahah!
ReplyDelete