Thursday, December 27, 2012

Jólajóla


Hóhóhó! Gleðileg Jól!
Já eins og flestir heima ættu nú að vita að þá eru jólin víst gengin í garð og gott betur en það. Það er kominn 26 Desember! (27 hjá mér því ég er soldið á undan ykkur í lífinu). Hvert flaug tíminn eiginlega? Trúi því enganvegin að eftir 10 daga er ég búin að vera hérna í 6. Mánuði! Hálft ár takk fyrir takk og er þá dvölin mín hérna í Malasíu hálfnuð. Finnst ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég fari bara bráðum heim.
En nóg um það. Ég ætla aðeins að segja ykkur frá skrítnu jólunum mínum hérna. Hef alldrei verið í jafn litlu jólaskapi eins og ég er búin að vera í þetta árið, enda ekki skrítið þar sem að það er ekkert sem að minnir á jólin hérna. Enginn snjór, engin jólaljós, engin jólalög og engin skata! Já þetta var allt saman rosalega furðulegt. Svo í þokkabót heldur fjölskyldan mín vanalega ekki uppá jólin svo þau vissu sjálf ekkert hvað þau voru að fara að gera í rauninni.

22. desember byrjuðum við á því að kaupa jólagjafirnar og hafði ég ekki hugmynd um það hvað ég átti að gefa þeim. Er ekki búin að vera hérna svo lengi svo ég þekki þau ekkert rosalega vel, en host systirin hjálpaði mér með held ég allar gjafirnar. Eða meira svona valdi þær fyrir mig og ég sagði bara já já og borgaði. Mjög hentugt get ég sagt ykkur. Svo um kvöldið fóru þau að baka fyrir jólin. Og þá skall heimþráin á. Uppúr þurru var ég bara farin að hágráta. En þessi yndislega fjölskylda sem að ég á hérna úti skildi það samt ofboðslega vel.

23. desember var nú ekki eins og heima. Ónei. Þar er allt á fullu við að græja og gera klárt fyrir jólin, en hérna voru allir rosalega rólegir bara. Fórum aftur í bæjinn til að halda áfram í jólagjafakaupum og svo fór mest allur dagurinn bara ekki í neitt. Nema um kvöldið fór ég með systurinni, Kalai og einum frændanum til Kampar því ég var að fara að kaupa mér nýjan síma. Eða réttarasagt kaupa jólagjöfina frá fjölskyldunni heima. Svo var bara farið heim og farið að sofa fljótlega eftir að við komum því klukkan var orðin frekar margt.

Aðfangadagur var gengin í garð og ég bara hafði ekki hugmynd um hvernig þessi dagur yrði. Fékk að sofa vel út og vaknaði ekki fyrir en klukkan 12 og vorum við systurnar bara einar heima mest allan daginn. Og hún svaf meiri hlutan af honum svo ég var bara ein að dunda mér við að læra á nýja síman. Svo um hálf 6 leitið fórum við niður í bæ því ég átti enþá eftir að kaupa nokkrar jólagjafir og mamman og systirin voru að fara í aerobic tíma. Ég ákvað að fara ekki með í þetta skipti því ég átti að fara í messu klukkan 8 og fannst ekki alveg passa að fara í aerobic á aðfangadag. Við komum svo heim um 7 leitið eftir að hafa verið að snúast í bænum og þá var farið að gera sig til fyrir messuna. En ég fór s.s með einum vini Kalais í messu. Um 10 leytið var svo messan búin og á leiðinni heim fór ég að spurja hvað við værum eiginlega að fara að gera núna, en enginn gaf mér nein skýr svör. Bara að þau hefðu einhvað plan. Svo þegar við komum heim var búið að skreyta jólatréið og setja jólaséríu á það. Búið að elda mat og gera allt til og kom þetta mér þvílíkt á óvart því ég bjóst enganvegin við því að við værum að fara að gera einhvað því fjölskyldan mín er öll hindúar svo þau halda ekki uppá jólin. En þetta gerðu þau allt fyrir mig. Og get ég ekki lýst því hvað ég var ánægð og þakklát.
Um 12 að miðnætti sprengdum við svo smá flugelda og borðuðum svo og komu nokkrir vinir bræðranna í heimsókn til að halda uppá jólin með okkur. En jólamaturinn var nú heldur öðruvísi heldur en heima á íslandi. En við fengum s.s núðlur og kjúklinga nagga í matinn en þrátt fyrir að vera ekki eins fínn matur og heima var þetta bara þræl gott!
Svo á milli 1 og 2 opnuðum við svo pakkana. Og gaf ég öllum einn pakka, og hver og einn gaf mér einn pakka. En þau gáfu ekki sín á milli þannig allir fengu einn pakka. Nema ég fékk 8. Og voru þetta allt ótrúlega fallegar gjafir sem verður gaman að taka með heim á klakann!
Rétt fyrir 3 um nóttina skypaði ég svo heim við mömmu og pabba og systkinin og var æðislegt að heyra í þeim og horfa á þau opna pakkann frá mér. En það sem kom mér mest á óvart að ég var ekki með neina heimþrá. Ekki einu sinni við að sjá þau öll saman í sínum fínustu fötum nýbúin að gúffa í sig jólasteikina. Eftir að hafa talað við þau í soldin tíma var ég nú ekki alveg á því að fara að sofa. Svo það var bara talað við nokkra vini heima á klakanum og svo svefn klukkan 6 um morguninn!

25 desember var nú ekki eins mikill lúxusdagur eins og aðfangadagur. Ég var vakin um 11 leytið og þurfti að fara að gera mig til því við vorum að fara til vinafólks í hádegismat. En auðvitað eins og svo oft áður hérna skildi ég ekkert hvað fólkið var að tala um því það var allt á indversku og ég er nú ekki búin að læra svo mikið í henni svo að ég skilji hvað fólk er að tala um. Skil eiginlega bara örfá orð sem er alveg hræðinlega sorglegt því mér leiðist rosalega þegar að við förum í heimsóknir. Svo eftir að hafa borðað þarna fórum við heim og hvíldum okkur aðeins og svo var haldið í næsta hús í kvöldmat. Þar þekkti ég heldur ekki fólkið og skildi ekkert hvað þau voru að tala um svo ég horfði bara út í loftið og lét tímann líða. Áfram var haldið í heimsóknir og fórum við næst til vinar Kalais sem að ég fór með í messu kvöldið áður svo núna loksins þekkti ég einhvern. Við vorum samt varla komin þangað þegar AFS chapterforsetinn í Perak hringdi og sagðist vera kominn til að hitta fjölskylduna. Já loksins eftir 1 og hálfs mánaðar bið, en hann gat nú auðvitað ekki valið betri dag en þetta og þurfti að koma á Jóladag. En jú.. þarna var karlinn loksins kominn til að tala við fjölskylduna og gefa grænt ljós á að ég mætti vera hjá þeim næstu 6 mánuðina eða þangað til að ég fer heim aftur! Og það er ofboðslegur léttir að vera loksins komin með þetta á hreint. Svo núna er það opinberað fyrir ykkur elsku lesendur. Ég skipti um fjölskyldu í byrjun nóvember og verð hjá þessari æðislegu indversku fjölskyldu þangað til í Júlí 2013.

En dagurinn í dag er bara búinn að vera leti dagur. Kíkti í nýja skólan minn í morgun með mömmunni til að fara með einhverja pappíra þangað um að ég verði í þessum skóla og lýst mér bara nokkuð vel á hann. Ekki nema í svona 2 min göngufæri frá húsinu mínu svo ég get bara rölt þetta í rólegheitunum á morgnanna. Svo fór dagurinn bara ekki í neitt annað en að hanga heima og lesa. Kíkti reyndar seinnipartinn í ræktina með systurinni og var ótrúlega gott að hreyfa sig svona smá.
En held þetta sé bara gott í bili.
Gleðileg Jól góðir landsmenn.
Ég vona að jólin ykkar hafi verið jafn ánægjuleg og mín.
Eigið æðisleg áramót og gott nýtt ár!
Við sjáumst svo hress í Júlí!

Og þar sem þú ágæti lesandi last alla þessa romsu hjá mér, væri alveg æðislegt ef að þú gætir skilið eftir þig nokkur orð. Því það er alveg ómetanlegt fyrir mig og hjálpar mér rosalega mikið.

-Hafrún Ýr
P.s. Þetta blogg var skrifað í gær. En ég nenni bara ómögulega að breyta því :)

5 comments:

  1. svo yndislegt að vita að þú hefur það gott og þér líður vel, æðisleg fjölskylda sem þú ert hjá halda upp á jólin bara fyrir þig það eru sko ekki allir sem myndu gera það, en auðvitað er trúin sú saman hjá öllum bara í mismunandi formi :) frábært að þú sért LOKSINS búin að fá svar um það að þú verðir áfram há þeim :) hvenær byrjar svo skólinn aftur eftir sumarfrí ? skilaðu rosa góðri kveðju til fjölskyldunnar frá okkur, við erum svo þakklát fyrir hvað þau eru góð við þig :* kossar og knús :* :*

    ReplyDelete
  2. Svo gaman að lesa þetta hjá þér Hafrún!!
    Haltu áfram að njóta þín**

    ReplyDelete
  3. vá frábært að heyra hvað gengur vel hjá þér og ekkert smá yndisleg að halda uppá jólin fyrir þig.
    knús á þig og haltu áfram að vera frábær :)
    kv laufey

    ReplyDelete
  4. váá elsku Hafrún mín, ég get ekki annað en viðurkennt að ég felldi nokkur tár á að lesa þetta blogg frá þér því það er svo gott að vita að þér sé loksins farið að líða betur og að fjölskyldan sé svona æðisleg við þig :D eins og mamma þín segir þá eru ekki allir sem myndu gera þetta fyrir þig! Maður var með svo miklar áhyggjur af þér fyrir jólin að þetta yrði svo erfiður tími fyrir þig en það voru sko áhyggjur að óþörfu og nú þurfum við varla að hafa meiri áhyggjur af þér því við sjáum að þú ert greinilega hjá draumafjölskyldunni og það er svo ótrúlega frábært að heyra að þú færð að vera hjá þeim það sem eftir er, þau greinilega létta þér dvölins heilmikið og gera margt til að koma í veg fyrir heimþránna :) nóttu lífsins elskan mín, við söknum þín rosa mikið og hlökkum til að sjá þig aftur fljótlega!!! váá hálfnuð strax.... ótrúlega fljótt að líða :D
    knús á þig og host-fjölsylduna þína <3
    endalaus ást til þín!!!

    ReplyDelete
  5. Mikið er gaman að sjá hvað þér líður vel núna og að þú hafir haft það gott yfir jólin. Þú ert greinilega hjá góðu fólki.
    Njóttu tímans sem eftir er og ef þú færð heimþrá skaltu hugsa hvað allir eru stoltir af þér fyrir að fara út og prófa svona rosalega framandi og jafnvel ógnvænlegar aðstæður... því sjáðu til, ekki þorði ég ;)

    Knús á þig mýslan mín
    Hafðu það gott :*

    ReplyDelete